Barbara eftir Osamu Tezuka

Barbara forsidaEin af þeim myndasögum sem ég hef verið að lesa að undanförnu er Barbara eftir Osamu Tezuka í þýskri þýðingu. Það er forlagið Verlag Schreiber&Leser sem að gefur myndasöguna út í tveimur bindum, hvort um sig sirka 230 blaðsíður. Osamu Tazuka er einn af merkilegustu mönnum í sögu myndasögunnar, sá sem lagði grunninn að stöðu japanskrar myndasagna eða það sem við köllum Manga hér á vesturlöndunum, svo og japönskum teiknimyndum eða Animie. Sem dæmi um sérstöðu Osamu þegar hann var að teikna myndasöguna Barbara á árunum 1973-74, var hann að teikna 4 myndasögur sem að komu út vikulega (hver myndasaga sirka 18 blaðsíður), eina sem kom út hálfsmánaðarlega (m.a. ein af hans þekktustu sögum Black Jack) og svo nokkrar sem að komu út á þriggja mánaða fresti, plús eina og eina stutta myndasögu sem að voru gefnar samhliða út!

Ég hef lesið nokkrar myndasögur eftir hann: Apollo's Song, Kirihito og er að lesa Buddha. Apollo's Song (endurfæðing og sálarfélaga) og Kirihito (læknaþrillir) fannst mér báðar mjög góðar og Barbara fellur á sömu hillu. Allar þrjár verða að teljast myndasögur fyrir fullorðna þar sem viðfangsefnið myndi líklegast ekki teljast við hæfi barna í dag.

Barbara fjallar um vinsælan rithöfund, Yosuke Mikura, og samband hans við flækingsstúlku, Barböru, sem að á við áfengisvandamál að stríða. Frásögn Osamu er mjög góð, maður hrífst með frásögninni og hefur áhuga á því sem að gerist næst þó að ekki sé um að ræða neinn hasar og stundum getur sagan verið mjög fyndinn. Osamu gerir að því skónna að Barbara sé músa (listgyðja). Það er hvergi sagt en hún er dóttir Mnemosyne, gríska gyðja minninga. Mnemosyne og Seifur eignuðust dætur eða músur sem að hver fyrir sig tengjast grein innan lista. Barbara virðist því vera músa andgiftar, því þeir listamenn sem að hún er hjá eru mjög sköpunarglaðir og gengur vel. Það á einnig um Mikura, þegar Barbara er hjá honum, gengur honum vel en þegar hún er færri er hann með ritstíflu. Í gegnum Barböru upplifir Mikura ýmislegt furðulegt og þegar líður fer á söguna er hann vissum að hún sé norn.

sida úr BarböruStrax í byrjun er ljóst að Mikura virðist ekki vera með öllu mjalla, hvort það er út af vímu af völdum fíknaefna eða áfengis, eða hvort að hann sé ekki heill á geði, kemur aldrei fram. Sem dæmi í upphafi sögunnar þá verður hann hrifinn af afgreiðslustúlku í fatabúð þar sem hann er að kaupa gjöf handa Barböru. Þegar hann kemur heim þá hringir hann í búðina til að spyrja hvað afgreiðsludaman heiti en verslunarstjórinn kannast ekki við neina afgreiðsludömu, sem passar við lýsinguna. Þegar Mikura ætlar svo að láta Barböru fá gjöfina þá er pokann með gjöfinni hvergi að finna og grunar Mikura Barböru um að hafa stolið pokanum og láta eins og hún viti ekkert. Daginn eftir fer Mikura í fatabúðina og hittir afgreiðsludömuna og jú hann hafði gleymt gjöfinni í búðinni. Þegar hann kemur heim er hann þó aftur án gjafarinnar. Hann býður afgreiðsludömunni heim til sín kvöldið eftir og þegar leikar standa sem hæst þá kemur Barbara inn og þrífur afgreiðsludömuna í burtu og brýtur hana í sundur og þá kemur í ljós að afgreiðsludaman er gína.  

Teiknistíllinn passar mjög vel við söguna, sem stundum getur verið nokkuð súrrealísk, sem gerir hana forvitnilega. Línurnar, t.d. húsa eða vega, er því ekki alltaf beinar. Teikningarnar eru svart-hvítar.

Myndasagan er hin besta skemmtun og fyrir þá sem vilja lesa eitthvað eftir Osamu Tezuka og vita ekki hvar þeir eiga að byrja, get ég ráðlagt þessa bók svo og þeim sem vilja einfaldlega lesa góða myndasögu sem höfðar til fullorðna.


Smáfólkið 60 ára

Tíminn er fljótur að líða og ég missti af 60 ára afmæli myndasögunnar Smáfólksinseða Peanuts eins og það útleggst á frummálinu. Fyrir meira en mánuði síðan eða laugardaginn, 2. október, þá voru 60 ár síðan að fyrsta myndasagan af Peanuts birtist í dagblaði, eða réttara sagt dagblöðum, því fyrsta myndasagan birtist í 8 dagblöðum samtímis: The Washington Post, The Chicago Tribune, The Minneapolis Tribune, The AllentownCall-Chronicle, The BethlehemGlobe-Times, The Denver Post, The Seattle Times og The Boston Globe. Síðan þá hafa í heildina verið birtar 17,897 myndasögur og þegar best lét birtist myndasögurnar í fleiri en 2600 dagblöðum á sama tíma.

First_Peanuts_comic

Höfundur Peanuts var Charles M. Schulz fæddur 26. nóvember 1922 og 12 febrúar árið 2000 en daginn eftir birtist síðasta myndasaga hans um Peanuts. Schulz var aldrei hrifinn af nafninu Peanuts (eða jarðhnetur, þó að oft sé það líka notað yfir smotterí) en uppruni myndasögunnar liggja í skopmyndum sem hétu Li'l Folks(sem útleggst á Íslensku smáfólk) og birtust í bæjarblaðinu St. Paul Pioneer Press á árunum 1947 til 1950, hins vegar þegar hann náði samningi við miðlunarsamtökin United Feature Syndicate um að birta myndasögu í dagblöðum ákvað miðlunin að velja annað nafn þar sem að aðrar myndasögur með líku nafni voru í gangi í dagblöðum. Schulz lærði að teikna í gegnum bréfaskóla en fór svo seinna í listaskóla.

Peanuts1962140

Flestir Íslendingar hafa kynnst Smáfólkinu í Morgunblaðinu en það var eina seinni tíma myndasagan sem að birtist á ensku, þar sem að íslenski textinn var undir myndarömmunum (þetta var reyndar venjan í fyrstu myndasögunum sem að Morgunblaðið birti í kringum seinni heimstyrjöldina). Upphaflega var þá íslenski textinn handskrifaður inn í myndirnar en því var síðan breytt og þýðingin prentuð fyrir neðan myndirnar.


Comic-Salon 2010 - myndasöguhátíðin í Þýskalandi

Þessi helgina, eða frá 3. júní til 6. júní, stóð yfir einn stærsti viðburður í myndasöguheiminum á þýskri tungu: alþjóðlegi Comic-Salon í Erlangen. Þetta er í 14. skipti sem að þessi viðburður á sér stað en hann var fyrst haldinn 1984 fyrir tilstillan hópsins Interessenverband Comic, Cartoon, Illustration und Trickfilm e.V. (skammstafað ICOM) sem er félag áhugamanna um myndasögur, skopmyndir, myndskreytingar og hreyfimyndir í Þýskalandi.

Inngangur Comic-Salon 2010

Viðburðurinn samanstendur af ýmsum sýningum, mörkuðum, atburðum eins og afhendingu þýsku myndasöguverðlaunanna Max und Moritz Preis, búningasamkeppni, kynningum, viðtölum, eiginhandaáritunum listamanna svo að eitthvað sé nú nefnd (og einhverju hef ég örugglega gleymt). Dagsmiði kostar 9 Evrur og hægt er að kaupa miða fyrir alla fjóra dagana á 24 Evrur.

Við félagarnir ákváðum að fara á föstudeginum (4. júní) og skoða herlegheitin. Erlangen er lítill bær á þýskan mælikvarða rétt yfir 100 þúsund íbúar. Bærinn er staddur skammt fyrir norðan Nürnberg í Bayern héraðinu. Miðpunktur myndasöguviðburðarins er kaupstefnan/messan í Ráðstefnuhúsinu Heinrich-Lades-Halle sem er við ráðhús bæjarins. Þar hafa flest þýsk forlög, útgáfufyrirtæki, stór og smá, svo og félög, skólar og áhugamannahópar sýna bása og í ár voru í kringum 130 þátttakendur. Flest forlög og útgáfufyrirtæki sýna og selja sýnar vörur, auk þess að þeir listamenn og myndasögugerðar menn sem að eru á þeirra snærum koma til að árita og voru yfir 300 listamenn sem komu til að árita.

Mest áberandi eru að sjálfsögðu stóru forlögin og útgáfufyrirtækin og hér í Þýskalandi eru það:

  • - Carlsen Comics, sem að gefur út frankó-belgískar myndasögur eins og t.d. Viggó Viðudan, Sval og Valur, Tinna, og svo manga Naruto, One Piece, Dragon Ball og Akira.
  • - Panini Comics, sem að gefur að mestu út bandarísku ofurhetju myndasögurnar, t.d. Spider-Man, Batman, Superman, X-Men, Iron Man. Þeir gefa einnig út manga eins og Berserk, Hellsing, Fullmetal Alchemist en þeir hafa átt erfitt með að fóta sig á þeim markaði.
  • - Ehapa & Egomont, sem að gefa út Andrés Önd, Ástrík, Lukku Láka, Blue Berry, svo og manga eins og Detektive Conan (Case Closed), Love Hina, Inu Yasha og Biomega.

Eitt af minni forlögunum sem að var einnig áberandi var Splitter Verlag sem að hefur verið að gefa út frankó-belgískar myndasögur eins og Siegfried, Sinbad, Comanche og Morea.

Minni forlögin hafa auðvitað eitthvað minni þekktari seríur og flestir af þeim þekktari þýsku myndasögulistamönnum eru á samningi hjá stærri forlögunum, t.d. Isabel Kreitz og Flix, þó Ralf König sé hjá eiginforlagi (Rowohlt Verlag).

Þó að stærstu forlögin hafi mesta úrvalið þá hafa litlu forlögin mjög áhugavert efni að bjóða og auðveldara að komast nær þeim sem á bakvið myndasögurnar gera og jafnvel að sjá upprunalega teikningarnar af myndasögunum, sem mér fannst einkar áhugavert þar sem ég er sjálfur að reyna að teikna myndasögur. Gegn því að kaupa myndasögu þá gat maður fengið áritun frá höfundum myndasögunnar og teiknararnir gáfu sér tíma til þess að teikna mynd tengda myndasögunni í keypta eintakið, eða í sérstaka bók, sem að sumir höfðu meðferðis.

 Myndasögu höfundarnir Gloris og Dellac árita myndasögu sína

Nokkrar sýningar voru á nokkrum stöðum í borginni en við heldum þó okkur bara við sýningarnar sem að voru ráðstefnuhúsinu. Þar voru í boði sýning tengd myndasögum í blöðum og hluti af þeirri sýningu var tileinkaður Smáfólkinu sem að heldur uppá 60 ára afmæli sitt á þessu ári. Á þessari sýningu mátti sjá upprunulegu teikningarnar af nokkrum myndasögunum. Önnur sýning af svipuðum toga, var Öld myndasögunnar, þar sem farið var í gegnum sögu myndasögunnar í tímaritum og blöðum frá því að hún birtist fyrst í bandaríkjunum, en á þeirri sýningu mátti sjá Krazy Kat, Tarzan, Flash Gordon, Little Nemo, Prins Valiant, Ljóska og Dick Tracy.

Nokkur af nýjustu verkum eftir ítalska myndasöguhöfundinn Milo Manara voru til sýnis undir yfirskriftinni Ferðalag í ævintýrið. Milo Manara gerði þó garðinn frægan í bandarískum myndasögum þegar hann teiknaði Sandman eftir sögu Gaiman.

Önnur mjög áhugaverð sýning var Sex teiknarar - einn Höfundur, þar sem að sex teiknarar gerðu myndasögur eftir sögum Peer Meter. Teiknararnir voru Barbara Yelin, Isabel Kreitz, David von Bassewitz, Nicola Maier-Reimer og Julia Briemle. Þar var hægt að sjá hvernig hver teiknari vann sína myndasögu út frá sögu Peer, allt frá fyrstu drögum og teikningum sögunnar til endanlegrar útgáfu.

Síðasta sýningin sem að við skoðuðum var Zieh Fremder! - Die ewige Faszination Western (ísl. Gríptu til vopna, ókunnugur - hinir eilífu töfrar Vestranna) en þar mátti sjá upprunalegu teikningar meistara á borð við Jean Giraud/Mobius, Jijé, Jean-Michel Charlier, Hermann, Francois Boucq, Gilles Mezzomo og Patrick Prugne. Þessar teikningar voru töfrandi þar sem að þær voru allar tússaðar, sem er því miður að verða sjaldnar í myndasögubransanum í dag (sem dæmi, þá tússaði enginn teiknari af teiknurunum sex í sýningunni Sex teiknarar - einn Höfundur).

Að skoða verk meistaranna

Alla daganna er dagskrá, þar sem að t.d. er að finna fyrirlestra, viðtöl og umræðu á sviði en mér gafst þó ekki tími til þess að vera viðstaddur eitthvað að því þennan eina dag sem að við vorum. Í þessari stuttu samantekt er auðvitað farið hratt yfir en ég vona að hún gefi smá innsýn inní þennan viðburð. Eitt er víst að fyrir áhugamann eins og mig þá er þetta ekki ósvipað og fyrir krakka að fara í tívolí eða Disney-Land.


Dagur ókeypis myndasagna

Árið 2002 tóku Bandaríkjamenn uppá því tiltæki að gefa myndasögur einu sinni á ári eða á deginum "Free Comic Book Day" sem varð 1. maí hvert ár. Hugmyndin er að gefa fólki, sem til þessa hefur ekki kynnst myndasögum sem nánum félaga, tækifæri til þess að kynnast myndasögum og að sjálfsögðu þeim, sem þegar hafa kynnst myndasögum, tækifæri til þess að kynnast nýjum myndasögum. Nexus tók strax upp þennan dag og hefur boðið bandarískar myndasögur ókeypis á þessum degi og kallað daginn Alþjóðlegi myndasögudagurinn.

Það er þó ekki þannig að um allan heim hafi þetta tiltæki verið gefið upp. Fljótlega byrjuðu þó verslanir í löndum utan Bandaríkjanna að gefa bandarískar myndasögur og t.d. hér í Þýskalandi var ekki mikið gert úr þessum degi. Ein ástæðan fyrir því er að á þessum árum var uppgangur í sölu myndasagna í Evrópu og Þýskalandi, sérstaklega vegna útgáfu á þýddum japönskum myndasögum, Manga, í þessum löndum. Fram að því var stærsti markaðshópurinn fyrir myndasögur unglingsstrákar en með tilkomu Manga bættist unglingsstúlkur líka við. Ólíkt þó japanska markaðnum, þar sem allir aldurshópar er markaðshópurinn, hefur í löndum eins og Þýskalandi, og reyndar á Íslandi, myndasögur fyrir fullorðna ekki enn náð markaðsfestu. Þó rétt fyrir kreppu og í kjölfar kreppunnar hefur dregið töluvert saman í sölu myndasagna í Evrópu. Þjóðverjar, þar sem að myndasögumarkaðurinn er mjög lítill, hafa því tekið uppá því í ár að halda eigin myndasögudag, þar sem þýskar myndasögur, ásamt bandarískum, frönskum og belgískum myndasögum verða í boði. Dagurinn sem að varð fyrir valinu var 8. maí og verður sameiginlegur í löndunum Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Gratis Comic Tag 2010

 

Flestar myndasöguverslanir í Þýskalandi reyna að gera eins mikið úr þessum degi og hægt er, t.d. með því að fá þekkta myndasöguhöfunda til þess að árita, halda partý og þess háttar. Það taka u.þ.b. 150 verslanir þátt í deginum og 30 myndasöguforlög. Að þekktum þýskum sið eru þó efasemdaraddir uppi hvort að þessi dagur verði til góðs eða hvort að verslanir sitji upp með stórum hluta af þeim 150 þúsundum fríu eintökum sem þær pöntuðu. Hugsið ykkur: Það fást myndasögur gefins en enginn hefði áhuga á að verða sér úti um þær.


mbl.is Fjöldi fólks á myndasögudegi í Nexus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndasögusamkeppni

Undir heitinu Skrípó 2010: lítil saga í fáeinum römmum, heldur Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík myndasögusamkeppni og sýningu núna í ár fyrir fólk á aldrinum 10 til 20+ ára. Skilafrestur er 25. mars og verður sýningin svo opnuð á sumardaginn fyrsta 22. apríl í Grófarhúsinu.

 Allar nánari upplýsingar eru að finna á vef Borgarbókasafnsins.

Þetta er frábært framtak og á bakvið þessu standa þær Þorbjörg Karlsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir en Úlfhildur (systir Hugleiks Dagssonar) hefur staðið fyrir einu og öðru sem að tengist myndasögum. Það verður gaman að sjá afraksturinn af þessu framtaki.


Faðir og sonur

Erich OhserErich Ohser, fæddur 1903, er einn af þekktari myndasöguhöfundum þjóðverja, ekki bara vegna verka hans heldur einnig vegna örlaga hans. Fyrir 75 árum síðan, þann 13. desember 1934, birtist vinsælasta myndasagan hans Vater und Sohn (á íslensku Faðir og sonur) í blaðinu Berliner Illustrirten Zeitung. En þann dag í dag eru myndasögurnar af þeim feðgum endurprentaðar. Myndasögurnar birti hann þó undir listamannanafninu e.o. Plauen sem var stytting á Erich Ohser frá Plauen.

Það var ástæða fyrir því að Ohser tók upp listamannanafn en Ohser hafði teiknað skopmyndir af stjórnmálamönngum fyrir blaðið Vorwärts og að sjálfsögðu þar á meðal myndir af Hitler og Goebbels. Þessar skopmyndir gerðu Ohser ekki vinsælan hjá Nasistum og var hann settur á svartan lista hjá þeim og í bókarbrennu Nasista í Berlín í maí 1933 voru þessar teikningar brenndar ásamt bókunum. Í framhaldi af því var Ohser settur í atvinnubann og varð því kona hans Marigard að sjá um Ohser og son þeirra Christian.

Myndasaga hans Faðir og sonur, undir dulnefninu, varð mjög vinsæl og seldi safnband, sem var gefið út ári eftir að fyrsta myndasagan var birt, í meira en 90 þúsund eintökum.

Goebbels var meðvitaður um mátt myndasagna við að koma skilaboðum til fólksins og hafa áhrif á skoðanir þess, og þess vegna átti á þessum tíma myndasögu höfundar erfitt uppdráttar að koma sínum eigin skoðunum á framfæri. Þannig var t.d. persónurnar faðir og sonur fengnar til þess að auglýsa vetrarhjálp. Ohser var þó lítið um slíkt gefið og þó að myndasagan Faðir og sonur væri ópólitísk lenti hann aftur í atvinnubanni.

Vater und Sohn frá Desember 1937

Árið 1944 var hann svo handtekinn ásamt blaðamanninum og vini sínum Erich Knauf eftir hávært samtal þeirra beggja, Ohser var heyrnadaufur og þess vegna töluðu þeir svo hátt, í loftbyrgi en menn Nasista höfðu heyrt það og líkað allt sem að sagt var. Þeir félagar fóru fyrir rétt og segir sagan að Goebbels hafa persónulega séð til þess að dómarinn Roland Freisler myndi sjá um málið og að úrskurðurinn yrði harður.

Ohser tók sig af lífi í apríl 1944 í fangelsi nasista og í kveðjubréfi sínu reyndi hann að taka alla sökina á sig og fría þar með vin sinn Knauf en það varð til lítils þar sem hann var hálshöggvinn nokkru seinna.


Ástríkur 50 ára!

Pilote 1959Það var 29. október 1959 sem að fyrsta sagan af Ástríki og félögum birtist í tímaritinu Pilote. Sagan segir að höfundarnir, Albert Uderzo (f. 1927) og René Goscinny (f. 1926, d. 1977), hafi bara þurft korter til þess að leggja grunnin að heimi Ástríks á heitum sólardegi í ágústmánuði það sama ár en reyndar voru þeir búnir að brjótaheilan allan daginn áður en að þeim datt í hug að skrifa um Galla eða eins og Uderzo í ævisögu sinni (reyndar einni af mörgum) skrifar:

"Nákvæma dagsetningu þessarar tilurðar gátum við ekki seinna sagt til um. Og af hverju hefðum við svo sem átt að muna hana? Við gátum bara munað eftir því að það var mjög heitt. Og því hlýtur þetta að hafa verið annaðhvort í júlí eða ágúst, nokkurn vegin tveimur mánuðum áður en útgáfa stóð til. Ada (eiginkona Uderzo) hafði fært okkur Pastis (svala drykkur) og ég verð því miður að viðurkenna að við reyktum óheyrilega mikið, líklegast í þeirri trú að það myndi örva heilasellurnar. Dóttir okkar Sylvia var rétt orðin þriggja ára og blaðraði sér til skemmtunar í herbergi sínu. Móðir hennar sussaði á hana svo að báðir snillingarnir væru nú ekki truflaðir við vinnu sína. René, sem að gat ekki hangið svona í tómu lofti, byrjaði einhvern tíman að reyna á mig með því að spyrja mig:

- Nefndu mér mikilvægustu tímabilin í franskri sögu.

- Nú, hmm, við höfum forsöguna...

- Nei, það er búið að gera henni skil.

- Þá Gallíu og Galla.

Þá stökk René á fætur: Galla! Afhverju ekki? Við værum þeir fyrstu sem að myndum túlka þá á gamansaman hátt!

Sem betur feru vissum við ekki að það var ekki reyndin. Það varð okkur síðar kunnugt."

Oberlix

 Fyrirmyndina af nöfnum persónanna með síðasta hlutann -rix (Asterix, Obelix, o.s.fr.) kom frá einum af leiðtogum Galla, Vercingetorix, en þessi ending þýðir kóngur í máli Kelta. 

Árið 1961 birtist svo fyrsta albúmið með fyrstu sögunni í upplagi sem nam 6.000 eintökum. Þremur árum seinna var upplagið fyrir albúmið Ástríkur og rómverski flugumaðurinn tífalt eða um 60.000 eintök og þegar árið 1966 var upplag albúma orðið hundraðfalt og 1967 í um 1,2 milljónir eintaka. Þetta segir nokkuð um vinsældir Ástríks og félaga. Alls hafa komið út 33 albúm um Ástrík og félaga og síðasta albúmið, sem að kom út árið 2005, var í gefið út í upplagi með 2,7 milljónum eintaka. Ástríkur er orðin svo frægur að hann hefur jafnvel komist á frímerki. Nú í ár verður afmælisalbúm (albúm nr. 34) gefið út með smásögum um kappann.

 Ástríkur á frímerki

Hvað er lykillinn að frægðar Ástríks er erfitt að segja en eitt er víst að húmorinn og sögurnar höfðu jafnt til ungra sem aldna. Og samvinna René Goscinny og Albert Uderzo var undirstaðan. Goscinny hefur skrifað fleiri þekkta titla eins og Lukku Láka ásamt Morris, Fláráð (Iznogoud) ásamt  Jean Tabary og litli Nikulás, svo eitthvað sé nefnt af þeim verkum Goscinny sem Íslendingar hafa fengið að kynnast.  Eftir að Goscinny lést árið 1977 þá reyndi Uderzo að halda áfram en erfitt var að fylla skarð Goscinny og sögurnar urðu því tilbreytinga litlar.

Fyrsta albúmið um Ástík og félaga á íslensku kom út árið 1974, Ástríkur gallvaski. Það sama ár komu út tvö önnur albúm, Ástríkur í Bretlandi og Ástríkur og Kleópatra.Mér telst til að alls hafi komið út 16 albúm á íslensku og það síðasta var gefið út árið 1983. Það ætti því að vera kominn tími til að gefa út eitt albúm til heiðurs afmælisbarninu á íslensku.


Frændur og frænkur í Andrési Önd

Í síðustu færslu skrifaði ég um hinn 75 ára gamla Andrés Önd og þar sem Andrés er eina myndasagan sem að kemur reglulega út á íslensku eins og er þá er kannski ekki úr vegi að bæta við annarri færslu tengda honum. Andrés Önd kom út á íslensku um það leiti sem að ég var að læra að lesa og átti ég honum að vissu leiti að þakka að leskunnáttu minni fór batnandi (og auðvitað mömmu sem að passaði að ég læsi reglulega heima fyrir hana). Veröld Andrésar var áhugaverð og eitt af því sem maður tók eftir var að frændur og frænkur komu óvenju oft fyrir og pabbar og mömmur svo til aldrei. Hjá Andrési bjuggu frændur hans Ripp, Rapp og Rupp. Hjá Mikka Mús þeir Mik og Mak. Jóakim Aðalönd var frændi Andrésar o.s.fr. En hvernig stendur á allri þessari frændsemi? Afhverju eru ekki til hefðbundin pabbi og mamma tengsl í Andarbæ?

Við þessum spurningum hef ég því miður ekkert rétt svar bara tilgátur þar sem að höfundarnir sjálfir hafa aldrei tjáð sig sjálfir um þetta mál. Ein tilgátan er að þegar Walt Disney og félagar voru að gera teiknimyndirnar um Mikka og Andrés þá voru þær hugsaðar sem fjölskylduskemmtun og Disney lagði áherslu á að aðalsögupersónur væru góð fyrirmynd. Þetta þýðir að ef t.d. Ripp, Rapp og Rupp væru synir Andrésar þá myndi stríðni þeirra í garð Andrésar ekki vera til fyrirmyndar fyrir krakkana sem að horfðu á. Önnur tilgáta tengist einnig því þjóðfélagi sem að persónurnar urðu til í. Á þeim tíma sem að Mikki og Andrés urðu til var ekki mikið um foreldra sem að höfðu skilið, einstæðar mæður eða feður eins og tíðkast í dag. Einstæð Önd með þrjá unga myndu vekja upp spurningar eins og með hverjum átti Andrés ungana og væri Andrésína tilbúin í að vera í ástarsambandi við slíkan gaur? Og þegar ungarnir væru ekki með Andrési hver hugsaði þá um þá? Þriðja tilgátan hefur nokkuð sameiginlegt með tilgátu tvö en það er að Disney hafi viljað forðast tabú málefni eins og kynlíf.

Seinni tíma höfundar hafa svo haldið við þessari venju og því er næstum án undantekninga bara frændur og frænkur í veröld Andrésar.


Andrés Önd orðinn 75 ára

Andrés ÖndÍ fyrra hélt Mikki Mús uppá 80 ára afmæli sitt og núna í síðustu viku hélt félagi hans Andrés Önd uppá 75 ára afmæli sitt. Höfundar Andrésar Önd var Walt Disney og Dick Lundy. Donald Fountleroy Duck, eins og hann hét upphaflega, birtist fyrst í teiknimyndinni The wise little Hen 9. júní 1934. (Það ber að geta þess að árið 1934 starfaði Ubbe Iwerks (skapari Mikka Mús ásamt Walt Disney) ekki hjá Walt Disney, heldur hafði stofnað sitt eigið hreyfimyndastúdíó, hins vegar hefur Carls Bark ávalt skrifað Andrés Önd sem ein af sköpun Iwerks). Það skal þó ekki draga neitt úr þætti Walt Disney við sköpun Mikka eða Andrésar en þetta hafði Disney um tilurð Andrésar að segja: "Mikki hafði takmarkaða möguleika þar sem að aðdáendur hans höfðu gert hann að hinni fullkomnu fyrirmynd. Þegar Mikki braut þá ímynd, t.d. með því að segja ljótan brandara þá kvörtuðu þúsundir aðdáenda! Þess vegna vantaði okkur öðruvísi persónu, hinn óreiknanlega Andrés Önd. Þannig gátum við komið fjölmörgum hugmyndum okkar í framkvæmd sem að ekki voru leyfilegar með Mikka Mús. Andrés veltist lengi í huga mínum. Hann var persóna sem að gaf enga hugarró: reiðiköst hans, máttleysi hans gagnvart hversdagslegum hlutum, mótmæli hans þegar honum fannst á sjálfan sig hallað. Með augum Andrésar gátum við séð heiminn öðruvísi..."

Walt Disney við teikniborð sittAndrés Önd er í dag ein vinsælasta teiknimynda- og myndasögupersóna sem að er til. Við íslendingar kynntumst honum fyrst í gegnum myndasögublöð frá Bandaríkjunum sem að komu með bandaríska hernum og þeim myndasögublöðum sem að voru flutt inn eftir stríð. Seinna og sérstaklega eftir innleiðingu gjaldeyrishafta í kringum 1960 þá kom hann frá Danmörk. Andrés Önd fór síðan að tala Íslensku upp út árinu 1981 og gerir enn. Fyrstu Andrés blöðin voru gerð af danski fyrirmynd en í seinni tíð höfum við Íslendingar fengið að kynnast ítalska forminu undir nafninu Syrpa (í Ítalíu þekkt undir nafninu Topolino).

Fyrsta þátttaka Andrésar í myndasögum var árið 1934 í myndasögum dagblaðanna undir nafninu Silly Symphony eftir samnefndri teiknimynd (sem að stutt-teiknimyndin The wise little Hen var hluti af). Þessar myndasögur voru teiknaðar af Al Taliaferro og samdar af Ted Osborne. Árið 1936 fékk Andrés svo sýna eigin nýtt útlit og eigin teiknimynd og árið 1938 sýna eigin myndasögu.

Andrés Önd í gegnum tíðinaÁrið 1942 kom Andrés í myndasögublöðum útgefið af Western Publishing og teiknaði og samdi Charles Bark þessar sögur. Charles Barks er líklegast þekktasti höfundur Andrésar og sá sem að átti mestan þátt í þróun myndasögunnar. Andrés Önd varð vinsæll víða í Evrópu og hafa teiknarar í Hollandi, t.d. Dan Jippes, samið nokkuð af sögum og sérstaklega í Ítalíu þar sem talsvert af teiknurum hafa gert þekktar sögur um Andrés, má þar nefna Romano Scarpa og Giorgio Cavazzano, en þar er helst gerðar sögur af Ofur-Andrési. Sá sem hins vegar tekið við arfleið Charles Barks er Don Rosa.

En hvað er það sem að hefur gert Andrés Önd svona vinsælan. Flestir eru á því að það sé vegna þess hversu mannlegur hann er. Hann er latur, uppstökkur, afbrýðisamur, eigingjarn, sjálfselskur, einfaldur og þrjóskur. Hann hefur þá eiginleika sem að engin er tilbúinn að viðurkenna að hann hafi en gerir það að verkum að vissu leiti samsamar fólk sig með honum og getur því haft gaman af honum.


Myndasögublús

Titilsíða Vorblúss eftir Kristján JónÚtgáfa íslenskra myndasagna hefur ekki verið fyrirferðamikil síðustu ár og því er um að gera að skrifa um slíkan viðburð þegar hann á sér stað. Fyrsta íslenska myndasögubókin sem er gefin út á árinu 2009 (sem ég veit um, ef ég fer með rangt mál þá vinsamlegast hafið samband) er Vorblús eftir listamanninn Kristján Þór Guðnason. Bókin er 55 blaðsíður og inniheldur þrjár myndasögur: Vorblús, Dollý og ég, Vetrarverk. Ég reikna með að bókin sé gefin út í takmörkuðu upplagi en líklegast má nálgast eintök hjá höfundi ef að þau eru ekki lengur til í bókabúðum. Umbrot bókarinnar er ca A5 og eru allar eru allar myndirnar svart-hvítar, tússaðar með pensli.

Framsetning sögunnar á hverri síðu er einfalt með 6 myndum á hverri síðu sem eru nokkurn vegin allar jafn stórar. Þessi framsetning fellur mjög vel að teiknistíl Kristjáns en ég reikna með að hann hafi teiknað á A4 blöð og jafnvel beint með penslinum. Frásagnarmáti Kristjáns er ekki ósvipaður og fyrsta sagan sem að Hergé gerði um Tinna þar sem að tími er tekin í það að sýna ákveðna atburði, t.d. sjáum við í sögunni Vorblús, Nonna sjá manneskju við vatnið, á næstu mynd sjáum við að þetta er stelpa, á þriðju myndinni heilsast þau og á fjórðu og fimmtu mynd kynna þau sig. Þessi frásagnarmáti er sjaldséður í myndasögum nútímans hann var mun algengari fyrir 60 til 70 árum.

Brot úr sögunni VorblúsHvað efnistök varðar þá fjalla sögurnar allar um unglinga. Fyrstu tvær sögur fjall um Nonna, kynni hans af stelpum og draumum Nonna um mótorhjól til þess að verða flottur og kúl. Þriðja sagan fjallar um strák sem að verður yngri strák að bana. Umhverfi allra myndasagnanna er líklegast Ísland og í fyrstu tveim sögunum í kringum 1955-60 og ekki ólíklegt að umfjöllunarefnið sé tekið úr lífi Kristjáns sjálfs, ekki ósvipað og þær sjálfsævisögulegu myndasögur sem að hafa verið að komast í tísku í myndasöguheiminum síðustu 10 árin

Kristján Jón GuðnasonKristján er 66 ára og í kringum listamannaferil og myndasöguferil hans hafa ekki verið mikil læti. Hann gaf út fyrstu myndasögu bók sína, Óhugnarlega plánetan, árið 1993 og árið 2007 kom út bók hans Edensgarðurinn, auk þess hefur hann átt sögur í myndasögublaðinu Neo-Blek. Kristján útskrifaðist árið 1964 frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands og árið 1967 frá Verks- og kunstindustriskole í Ósló í Noregi. Hann hefur haldið talsvert af myndlistarsýningum en hann hefur haldið stíl sínum í myndasögum sínum. Framtak hans er til fyrirmyndar þó að hann fái ekki sömu umfjöllun og ungir myndasögugerða menn eins og Hugleikur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband