Smáfólkið 60 ára

Tíminn er fljótur að líða og ég missti af 60 ára afmæli myndasögunnar Smáfólksinseða Peanuts eins og það útleggst á frummálinu. Fyrir meira en mánuði síðan eða laugardaginn, 2. október, þá voru 60 ár síðan að fyrsta myndasagan af Peanuts birtist í dagblaði, eða réttara sagt dagblöðum, því fyrsta myndasagan birtist í 8 dagblöðum samtímis: The Washington Post, The Chicago Tribune, The Minneapolis Tribune, The AllentownCall-Chronicle, The BethlehemGlobe-Times, The Denver Post, The Seattle Times og The Boston Globe. Síðan þá hafa í heildina verið birtar 17,897 myndasögur og þegar best lét birtist myndasögurnar í fleiri en 2600 dagblöðum á sama tíma.

First_Peanuts_comic

Höfundur Peanuts var Charles M. Schulz fæddur 26. nóvember 1922 og 12 febrúar árið 2000 en daginn eftir birtist síðasta myndasaga hans um Peanuts. Schulz var aldrei hrifinn af nafninu Peanuts (eða jarðhnetur, þó að oft sé það líka notað yfir smotterí) en uppruni myndasögunnar liggja í skopmyndum sem hétu Li'l Folks(sem útleggst á Íslensku smáfólk) og birtust í bæjarblaðinu St. Paul Pioneer Press á árunum 1947 til 1950, hins vegar þegar hann náði samningi við miðlunarsamtökin United Feature Syndicate um að birta myndasögu í dagblöðum ákvað miðlunin að velja annað nafn þar sem að aðrar myndasögur með líku nafni voru í gangi í dagblöðum. Schulz lærði að teikna í gegnum bréfaskóla en fór svo seinna í listaskóla.

Peanuts1962140

Flestir Íslendingar hafa kynnst Smáfólkinu í Morgunblaðinu en það var eina seinni tíma myndasagan sem að birtist á ensku, þar sem að íslenski textinn var undir myndarömmunum (þetta var reyndar venjan í fyrstu myndasögunum sem að Morgunblaðið birti í kringum seinni heimstyrjöldina). Upphaflega var þá íslenski textinn handskrifaður inn í myndirnar en því var síðan breytt og þýðingin prentuð fyrir neðan myndirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband