Gott selur sig sjálft?

Fyrir jól þá datt mér í hug að taka PiPiTis myndasögurnar mínar saman og safna í bók. Ég var búin að vera með hugmynd að PiPiTis bók, þar sem hugbúnaðargerð væri tekin fyrir á einfaldan og spaugilegan hátt. Þessi bók var svo að segja tilraun í þá átt, þ.e. að tengja allar þær PiPiTis myndasögur sem ég hafði þegar teiknað og setja þær í samhengi, auk þess að segja forsöguna að PiPiTis. Í bjartsýni minni hélt ég að þetta tæki bara tvær helgar. Þetta tók rúmar þrjár vikur þar sem næstum hver klukkutími sem að ég var ekki í vinnunni var helgaður bókinni, auk hádegismatar.

pipitis_book1

Ég skrifaði bókina á þýsku og gaf mér svo einn dag í að þýða hana, en allar myndasögurnar sjálfar voru þýddar. Auk þess teiknaði ég tvær nýjar myndasögur sérstaklega fyrir bókina. Ég var með fleiri hugmyndir en þar sem tíminn var takmarkur þá lagði ég þær á hylluna en ég hafði hugsað mér að fá bókina í hendurnar áður en ég færi til Íslands í jólafrí, svo að ég gæti gefið vinum og fjölskyldu eintak.

Þrátt fyrir að PiPiTis myndasögurnar hafi verið vel tekið af vinnufélögu mínum þá hafði ég var ég ekki viss hversu margar bækur ég ætti að láta prenta. Í bókinu voru allar PiPiTis myndasögurnar sem ég hafði teiknað, ásamt þeim sem voru ritskoðaðar og því vissi ég ekki hvernig ég gæti auglýst bókina, þar sem það var efni í bókinni sem ekki allir (apallega yfirmenn) mættu sjá. Í deildinni þar sem ég er, vinna um það vil 130 manns, af yfir þúsundmanna fyrirtæki. Ég ákvað að prenta 40 eintök sjá hvernig viðbrögðin væru og ef þau yrðu jákvæð þá gæti ég alltaf prentað fleiri.

Ég fékk 40 eintökin af bókinni senda í vinnuna einum degi áður en ég fór í frí (á fimmtudegi). Skrifstofumærin lét mig vita að það hefði komið pakki til mín. Húsnæðinu er þannig háttað í útibúinu þar sem ég vinn, að ég vinn á 4. hæð en inngangurinn er á 5. hæð tengdar með tröppum í hinum endanum frá innganginum, þ.e. við þurfum ekki að nota almenna sigaganginn. Ég vinn í útibúi í Karlsruhe en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stuttgart.

Ég fer því uppá aðra hæð til að ná í pakkann. Á leið minni til baka sjá vinnufélagarnir mig vera að bögrast með pakkann og byrja að spyrja hvað sé stóra kassanum. Ég svara að þetta séu PiPiTis bækur. Þeir: "það verðum við að sjá". Og eftir því sem að ég held áfram og fer framhjá hverju herbergi bætist við hópinn og strollan er á eftir mér á leið minni að skrifborði mínu. Þegar ég er kominn að skrifborði mínu sýni ég þeim bókina og allir verða frá sér numdir og spyrja hvernig þeir geti eignast eina og ég segi þeim að þeir fá eitt eintak fyrir 5 Evrur og allir þeir sem hafa fylgt mér eftir kaupa eintak.

Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þetta eru flestir af þeim sem hafa sýnt áhuga á PiPiTis myndasögunni hingað til. Fleiri frétta af bókina og koma til þess að kaupa eintak, þar á meðal yfirmaður minn. Og þannig er staðan þegar ég fer í þriggja vikna frí yfir jólin til Íslands, þar sem bókin fær fínar viðtökur hjá vinum og fjölskyldu en þeir þora örugglega ekki segja neitt annað.

pipitis_book2

Þegar ég kem úr fríi í janúar bíða mín fleiri óskir eftir bókinni. Stuttu seinna fæ ég tölvupóst frá einum í Stuttgart þar sem hann pantar bók fyrir sig og einn af stjórnar mönnum fyrirtækisins. Rétt á eftir berst mér pöntun frá yfirmanni yfirmanns míns og kjölfarið fylgir eftirfarandi tölvupóstur:

Kæri Stefán,

samkvæmfi orðrómi þá hefur þú safnað frábæru PiPiTis myndasögum þínum í bók, sem hefur skapað eftirsókn hjá vinnufélögum: allir vilja fá þessa bók!
Orðrómurinn er orðinn svo sterkur að Clemens (innskot: yfirmaður yfirmanns míns) bað mig um að kanna hvort og hvernig það væri hægt að prenta verkið, svo að hægt sé að mæta þeirri miklu fyrirspurn sem orðin er.

Spurning 1: Myndir þú samþykkja að prenta verkið í lítlu upplagi (ca. 200 eintök)?
Spurning 2: Hvaða brot hefur verkið? Hversu margar síður? (...)

Ég vona að svarið við spurningu 1 sé jákvætt.

Kveðja,
Markus

Úps! Mínar áhyggjur hvernig ég ætti að auglýsa bókina, voru gott sem óþarfar. Bókin sá um selja sig sjálf og fór framúr öllum væntingum mínum. Alveg magnað!

pipitis_book3

En hvernig komst vitneskjan um bókina alla leið til stjórnarmanna fyrirtækisins?

Einn af yfirmönnunum í deildinni minni (samt ekki yfir mér) var að snæða með stjórnarmönnum í hádeginu og þeir voru að tala um deildarráðsefnuna sem að var hjá okkar deild á síðasta ári. Og hann sagði frá fyrirlestri mínum um PiPiTis myndasögurnar. Stjórnarmennirnir höfðu auðvitað áhuga á að sjá myndasögurnar og það virð þess að þeim var sýnd bókin. Og þá var auðvitað ekki aftur snúið og nú eru þeir komnir með PiPiTis bók og búnir að hengja upp útprentun af útvöldum PiPiTis myndasögum á skrifstofu sinni.

Svo hvað þýðir það fyrir ritskoðunina?

Fyrir þá sem hafa áhuga þá mun ég selja bókina (bæði á íslensku og ) í gegnum heimasíðu mína fljótlega.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband