Smámyndasögudagurinn

Á morgun, laugardaginn 9. apríl, er Smámyndasögudagurinn fyrir þá sem hafa áhuga á að gera myndasögur. Hugmyndin er sú að gera og prenta smá myndasögu á einumdegi. Á heimasíðunni er hægt að ná í skapalón (e. templates) til að gera myndasögur en þær eru venjulega 8 síður, teiknað á eina síða (t.d. A4 eða betra A3), þar sem að síðunni er skipt upp í fjóra hluta, s.s 8 hlutar samtals báðu megin á síðunni. Að sjálfsögðu er hægt að skipa síðunni upp í fleira hluta og þá verða síðurnar minni. Leiðbeiningar og fleiri upplýsingar er að finna á síðunni. 

mcd_banner01


Plútó (Urasawa X Tezuka)

Pluta bindi 1Ég er að lesa myndasöguna Plútó eftir Naoki Urasawa. En það er einmitt verið að gefa hana út í þýskri þýðingu á þessu ári en þeir sem hafa áhuga geta nálgast hana á ensku. Myndasagan er endurgerð á einni af myndasögu Osamu Tezuka um Astro Boy. Það ætti kannski frekar að segja byggt á sögu Tezuki frekar en endurgerð en Urasawa segir söguna frá sjónarhóli vélmennisins Gesicht (Gesicht þýðir andlit á Þýsku) en ekki frá sjónarhorni Astro Boy eins og í sögu Tezuka og hefur gert söguna alveg að sinni. Upphaflega saga Tezuka var 180 blaðsíður og birtist á árunum 1964-1965 undir nafninu Chijô Saidai no Robotto (eða Heimsins sterkasta vélmennið). Í höndum Urasawa er sagan 8 bindi, ca. 200 blaðsíður hvert.

Plútó segir frá rannsóknarlögreglumanninum Gesicht, sem er eitt af fullkomnustu vélmennum í heiminum, og rannsókn hans á því er virðist vera morða framinn af fjöldamorðingja, bæði á mönnum og vélmennum. Það virðist einhver vera að reyna að drepa fullkomnustu vélmennin á jörðinni.

Nokkrir rammarFrásagna stíllinn er rólegur og í ráðgátuformi. Þannig er ekki mikið um átök og hasar en í flestum tilvikum sér maður frekar afleiðingar átakana eða aðdraganda að næstu átökum. Og Urasawa tekst vel að halda spennunni meðan að maður les söguna og slá á tilfinningalegar nótur. Dæmi um slíkt er hliðar saga í fyrsta bindi þar sem vélmennið, North No. 2, starfar hjá þekktum kvikmyndartónskáldi, sem er ekki mikið um vélmenni en eftir því sem líður á myndast ákveðin vinartengsl milli þeirra. Eitt sem að einkennir stíl Urasawa er hvernig hann lætur myndirnar frekar en orð knýja söguna áfram og það er myndirnar sem að koma andrúmsloftinu og tilfinningunum til skila og maður getur ekki annað en hrifist með. Þetta er frásagna stíll sem að er persónulega mjög hrifinn af.

Til að njóta sögunnar er engin þörf á að þekkja til upphaflegu sögunnar eftir Tezuka. En það er engu að síður mjög gaman af því að bera myndasögu Urasawa saman við myndasögu Tezuka. Á myndinni hér að neðan eru útlit persónanna borin saman. Efst Atom (eða Astro Boy eins og hann er þekktur í Bandaríkjunum) og við hlið hans Plútó. Saga Tezuka var fyrir alla aldurshópa og teiknitíll hans því óraunverulegur og í hefðbundnum teiknimyndastíl fyrir börn. Saga Urasawa er hins vegar fyrir unglinga og fullorðna, teiknistíll hans er því mun raunverulegri og hann bætir við pólitísku umhverfi og persónulegum vandamálum sem lita söguna.

 Pluto Samanburður

Ég hef ekki lesið fyrri sögur Urasawa en hann var orðinn þegar þekktur með myndasögunum 20th Century Boys (20 Aldar Strákar) og Monster (Skrímsli). En eftir lestur fyrstu þriggja binda Plútós þá hef ég áhuga á að lesa fyrri verk hans. Plútó er fínasta skemmtun og mjög vel sögð myndasaga og ég mæli með henni fyrir allt áhugafólk um góðar myndasögur.

Þess má geta að Illumination Entertainment og Universal Pictures eru að gera kvikmynd (líklegast teiknimynd) eftir sögu Plútó.


Klisjur og staðalmyndir

Einhver man kannski eftir frétt fyrr á þessu ári um nýja útgáfu af sögu Marks Twains, Stikkilsberja Finni, þar sem orðið negri (e. nigger) var skip út fyrir þræll. Í mínum huga voru þetta sorgar fréttir því þar hafa þeir sem ákváðu að gera þetta gjörsamlega misskilið sögu Twains og þann boðskap sem í henni er.

Þetta lýsir einnig öðru vandamáli sem að er á a.m.k. okkar vestræna þjóðfélagi: við lokum augunum fyrir því sem er óþægilegt og látum eins og það sé ekki til. Kannski líður einhverjum betur vitandi það að barnið hans þurfi ekki að lesa um negrann í Stikkilsberja Finni en vandamálið hverfur ekki þrátt fyrir það. Til þess að útskýra þetta aðeins betur. Fyrir tveimur árum gekk þýskur unglingur berserk í skóla sínum, með skotvopn og skaut skólasystkini sín og kennara. Strákurinn virtist vera ósköp venjulegur unglingur, sem átti sín vandamál að fá viðurkenningu jafnaldra sinna. Einn blóraböggull sem fundinn var fyrir þessari hegðun stráksins voru tölvuleikir.

Tölvuleikir eins og t.d. Doom, sem að snúast um skjóta andstæðinginn. Og þeir hópar sem vilja endilega láta banna slíka leiki gátu ekki annað en hoppað af kæti yfir mjög góðu dæmi málstað þeirra til stuðnings. En t.d. sú staðreynd hversu auðveldlega strákurinn komst í skotvopn fékk minni athygli. Og enn síður virtist vera áhugi fyrir því að skilja af hverju berserksgangur gerist af og til meðal ungmenna (og ekki bara meðan ungmenna) í okkar vestræna þjóðfélagi. Afhverju hafa ungir strákar svona mikinn áhuga á ofbeldi? Og er það nokkuð einskorðað við unga stráka? Í dag er stærsti markaður kvikmynda unglingsstrákar. Ef að skoðað er hvers konar myndir eru í boði þá eru fæstar eitthvað í stíl við Stikkilsberja Finn. Og hver er ástæðan fyrir þeirri tegund af kvikmyndum sem yfirtaka markaðinn? Eru kvikmyndirnar mótaðar eftir smekk unglinganna eða mótast smekkur unglinganna af kvikmyndunum?

Við þessum spurningum er ekkert klárt svar til og þær láta raunverulega vandamálið líta mun einfaldara út en það er. Ég hef t.d. spurt mig oft að því hversu mikil áhrif skoðanakannanir hafa á skoðanir fólks. Fyrir kosningar flagga fjölmiðlar hinum og þessum skoðunarkönnunum sem segja skoðun "fólksins". Í þessum skoðunarkönnunum er bara lítill hluti fólks spurður og þar af er ákveðinn hluti óákveðinn. Þær skoðanakannanir sem eru gerðar stuttu fyrir kosningar segja venjulega fyrir úrslit kosninganna í grófum dráttum. Hvað myndi hins vegar gerast ef að fjölmiðlar tækju sig saman og myndu hagræða skoðunarkönnununum, myndu úrslit kosninganna fylgja?

Nú kann einhver að spyrja, hvað kemur þetta alls saman myndasögum við? Ég viðurkenni að ég er á mörkum þess að fara út fyrir efnið en myndasögur urðu á sínum tíma fyrir barðinu á ritskoðun vegna ofbeldis sem að ákveðin blöð innihéldu og voru mjög vinsæl meðal unglinga. Þetta varð til þess að myndasögur í Bandaríkjunum þroskuðust á mjög einhæfan veg næstu 50 árin og það er kannski núna á síðustu 10 árum sem að það hefur orðið breyting þar á. Stærsti markaðshópur myndasagna eru unglingsstrákar, þar á eftir koma krakkar. Myndasögur ættu því að vera kallaðar unglingssögur sem er að sjálfsögðu ekki frekar rétt en að kvikmyndir séu bara fyrir unglinga.

Og Stikkilsberja Finnur? Í Bandaríkjunum á síðustu árum hafa myndasöguhöfundar eins og Hergé og Will Eisner verið sagðir með kynþáttafordóma. Þessir menn liggja vel við höggi þar sem báðir eru látnir og geta því ekki varið sig. Og því miður fyrir þá sem vilja láta vandamálin bara hverfa þá er ekki eins auðvelt að teikna þessi vandamál úr myndasögum þeirra.

Eftir að hafa lesið umræðuna sem hefur t.d. verið á netinu um þessi mál hefur mér fundist stór hluti umræðunnar snúast um þrennt: það er verið að dæma verk þeirra út frá nútímahugsun, fólk hefur ekki lesið verk þeirra og fólk hefur ósköp virðist ekki hafa skilning á myndasögu sem tjáningarformi. Eins og með orðið negri eða nigger, þá var það ekki neikvætt orð en það varð neikvætt orð og er í dag orðið tabú í Bandaríkjunum. Skáldverk, t.d. myndasögur, ritaðar skáldsögur og kvikmyndir, nota mjög oft staðalímyndir (e. stereotypes). Staðalímyndir eru í flestum tilvikum notaðar fyrir aukapersónur sem eru hluti af umhverfi sögunnar, t.d. lögregluþjónn, leigubílstjóri, þingmaður, Ítali, Þjóðverji. Ástæðan er sú að þetta fólk gegnir einhverju ákveðnu hlutverki í sögunni á ákveðnum tíma og svo sjáum við það ekki aftur. Klisjur eru nátengdar. Þjóðverjar eru skipulagðir, stundvísir og húmorslausir. Ítalir eru óstundvísir og skipulagslausir. Með því að nefna ákveðna klisju eða staðalmynd þá þarf ekki að eyða plássi eða tíma í að útskýra það nánar. Staðalímyndir og oft á tíðum koma klisjur frá þjóðfélagi, eins rangar og þær kunna að vera. Afhverju ættu þjóðverjar að vera eitthvað skipulagðari en Ítalar? Staðalímyndir þekkja hins vegar flestir í þjóðfélaginu og þess vegna virka þær mjög vel.

Í myndasögum eru staðalímyndir meira áberandi en í rituðum texta, þar sem að við sjáum þær sem mynd. Oftar en ekki eru staðalímyndir og klisjur notaðar til þess að fá fólk til að hlæja. Og myndasögur snúast um að koma upplýsingum á sem skilvirkastan hátt til lesandans. Þar má eiginlega segja að vandamál Hergé og Eisners liggja. Í sögum sínum um Spirit notaði hann negrann, Ebony White, sem fylginaut (e. sidekick). Hann var með þykkar varir og talið með suðuramerískum hreim og slangri.  Eisner fylgdi þarna eftir margtugginni klisju sem var í þjóðfélaginu. Ebony White persónan var hugsuð til að fá húmor í myndasöguna og var mjög þægileg persóna og einnig eina persónan sem hafði einhverja dýpt. Fyrir vikið var hann mjög vel séður af lesendum blaðsins. Þegar maður les söguna verður maður ekki var við fyrirlitningu frá Eisner til negra, heldur þvert á móti.

Jæja, nóg af þyngri pælingum og ég sem ætlaði að skrifa um eitthvað allt annað. Annars hefði Eisner orðið 94 ára í dag, ef einhver vill halda uppá það!


Nýju ævintýri Svals og Vals

Í nýjasta tölublaði NeoBleks, sem var að koma út núna í síðustu viku, birtast gamlir vinir okkar Íslendinga í nýju ævintýri. Það eru þeir Svalur og Valuren síðasta ævintýri þeirra sem kom út á íslensku var myndasagan Seinheppinn syndaselur eftir þá Tome&Janry. En hvað hafa félagarnir verið að braska síðan þá?

Msvaluryndasögur Svals og Vals hrifu mig mjög þegar ég var krakki, sérstaklega Vélmenni í vígahug eftir Tome&Janry og Sjávarborgin eftir Franquin, og eiga þær stóran þátt í því að ég er sjálfur að teikna myndasögur. Svalur birtist fyrst árið 1938 en hann var hugarsmíði Rob-Vel (Robert Velter). Þegar seinni heimstyrjöldin braust út lenti hins vegar Rob-Vel í vandræðum með að koma myndasögum sínum yfir landamæri Frakklands til útgefandans (Dupuis) í Belgíu og gegndi síðan herskildu. Hans skarð fyllti því Jijé (Joseph Gillain). Fyrst aðeins tímabundið, því í stuttan tíma gat Rob-Vel komið sögunum til skila en síðan tók Jijé við að fullu. Árið 1947 tók lærisveinn Jijé, André Franquin, við Sval og Val og teiknaði þá félaga í meir en tuttugu ár, eða til ársins 1969 þegar Jean-Claude Fournier tók við pennanum.

Fournier teiknaði Sval í tíu ár en árið 1979 fór útgefandinn að leita af einhverjum til að taka við. Ein af hugmyndum Dupuis var að Svalur og Valur yrðu oftar í blaðinu og hann fékk því þrjá hópa að reyna fyrir sér við myndasögur um Sval. Þetta var því tvíeykið Nic Broca og Raoul Cauvin, Yves Chaland og svo Tome og Janry. Og að lokum varð það úr að Tome&Janry urðu aðalmyndasöguhöfundar Svals og Vals. (Þeir sem hafa frekari áhuga á sögu Svals og Vals geta lesið hana á íslensku í bókinni Svalur og Valur í villta vestrinu).

svalur_machineSvalur og Valur döfnuðu vel hjá Tome&Janry og eftir söguna Seinheppinn syndaselur sem var síðasta myndasagan með Sval og Val á íslensku, komu sögurnar Le Rayon noir(ísl. Nú er það svart, 1993), Luna Fatale(1995) en á þessum tíma fannst Tome&Janry að það væri kominn tíma á breytingar og með sögunni Machine qui Reve(ísl. Vél tímans), sem var gefinn út 1998, hvað við annan tón. Þeir ákváðu að segja mun alvarlegri sögu og til að það væri mögulegt breyttu þeir teiknistílnum til að undirstrika söguna frekar. Ég var mjög hrifinn af túlkun Tome&Janry á Svali og Vali og fannst Luna Fatale mjög góð, þegar ég las Machine qui Reve  varð ég ekki fyrir vonbrigðum, sagan var að mínu mati mjög góð en það voru alls ekki allir sammála mér þar og í raun skiptist aðdáendur Svals og Vals í tvo hópa: þeir sem fannst breyting góð og hinir sem að fannst að Tome&Janry væru að eyðileggja Sval og Val. Það varð því svo að Tome&Janry var ekki lengur treyst fyrir framhaldi Svals og Vals. Þeir einbeittu sér þá að ævintýrum litla Svals.

svalur_sourcesZÞað var ekki fyrr en árið 2003 sem að nýir höfundar Svals og Vals voru fundnir og næsta ævintýri Svals og Vals kom út. Það voru þeir Morvan og Munuerasem að tóku við og fyrsta myndasaga þeirra um Sval og Val var Paris-sous-Seine(ísl. Flóð í París) en þar snúa þeir aftur að þeim stíl sem Svalur og Valur voru þekktir fyrir, með þó megin áherslu á hasarinn en grínið. Síðan hafa komið út L'Homme qui ne voulait pas mourir(ísl. Maðurinn sem vildi ekki deyja, 2005) og Spirou à Tokyo (ísl. Svalur í Tókíó, 2006) og Aux Source du Z (ísl. Uppruni Z, 2008), sem þeir gerðu í samstarfi við Yann. Myndasögur þeirra eru ágætis afþreying og jafnast á við flestar meðalsögur Franquin og Tome&Janry og raun verða sögurnar betri og þannig er síðasta sagan mjög góð skemmtun með reyndar arfaslökum endi.

Við Sval og Val tóku þeir Vehlmann og Yoannsem aðalhöfundar og kom fyrsta saga þeirra Alerte aux Zorkons (ísl. Árás Zorkonana). Þeir félagar höfðu áður gert myndasöguna Les géants pétrifiés(ísl. Steinrisarnir) sem var fyrsta bindið í sérútgáfuflokki myndasagna um Sval og Val.

svalur_emilyÞessi sérútgáfuflokkur bar nafnið "Une aventure de Spirou et Fantasio par..." (ísl. Ævintýri Svals og Vals eftir...) en hefur verið breytt í "Le Spirou de..." (ísl. Saga Svals eftir...). Í þessum flokki hafa mismunandi höfundar fengið að spreyta sig. Auk sögu þeirra Vehlmann og Yoann hafa komið sögurnar Les marais du temps (ísl. ) eftir Frank LeGall, Le tombeau des Champignac(ísl. Grafir Sveppaborgar) eftir Yann og Fabrice Tarrin, Journal d'un ingénu(ísl. Dagbók ungstyrnis) eftir Emily Bravo og hlaut sú saga verðlaun á Angoulême myndasögu hátíðinni og fær einnig mín bestu meðmæli. Le groom vert-de-gris(ísl. Leðurblökuaðgerðin) eftir Yann og Schwartz en myndasagan er byggð á handriti eftir Yann sem hann skrifaði fyrir Chaland en ritstjórnin hafnaði því. Yann valdi Schwartz til að teikna þar sem að stíll hans er líkur stíl Chalands. En þessi myndasaga er birt í íslenskri þýðingu í blaðinu NeoBlek.

Síðasta sagan sem hefur komið út í þessum flokki er Panique en Atlantique(ísl. Skelfing á Atlantshafi) eftir hin þekkta Lewis Trondheimog Fabrice Parme.


Grískar myndasögur

Í október á síðasta ári fór ég stutta ferð til Aþenu í Grikklandi. Á ráfi um hverfi Aþenu rakst ég á myndasögubúð og ákvað að líta þar inn. Sem myndasöguáhugamaður þá finnst mér gaman að sjá hvernig málum er háttað hjá öðrum þjóðum hvað myndasögur varðar. Sem dæmi, þá er ekki hægt að segja að myndasögur séu hátt metnar á Íslandi þó getum við státað af einni búð, Nexus, sem að sérhæfir sig í sölu á myndasögum ásamt, vísinda- og ævintýrasögum, DVD, leikjum svo og hlutum tengndum hlutverkaleikjum (Role Play) og Warhammer. Þar sem ég bý núna í Karlsruhe er því svipað farið. Eftir hrun þá er ein búð svipuð Nexus og þegar ég bjó í Vín, var svipað uppá teningnum. Þessar búðir eiga það einnig sameiginlegt að vera ekki í aðal verslunargötum en þó í nánd við miðbæinn. Þannig var það með þessa myndasögubúð í Aþenu. Hún var talsvert í útjaðri miðbæjarins og ég rakst á hana einungis af því að þetta var í leiðinni frá hótelinu þar sem ég gisti í átt að miðbænum, þ.e. í átt að Akrapolishæðinni.

ClipArt myndasögubúðin í Aþenu

Búðin bar nafnið Clip Art og fyrir framan innganginn stóð "stytta" af rómverja úr sögum Ástríks. Það kom mér svo sem ekki á óvart að ég þyrfti að ganga niður í kjallara en þegar þangað var komið var stærð búðarinnar á stærð við Nexus og ef eitthvað var þá virtust myndasögur vera á undanhaldi. Mest var um leikföng eða mynjagripi tengda myndasögum og svo ýmislegt tengdu hlutverkaleikjum. Í einu horni búðarinnar var svo hægt að finna myndasögur. Utan við afgreiðslustúlkuna þá var ekki hræða í búðinni en ég veit ekki hvort ástæðan fyrir því væri að ég var í búðinni á þriðjudegi rétt eftir hádegi. Þegar afgreiðslustúlkan tók eftir að ég var útlendingur þá benti hún mér á hasarblöðin frá Bandaríkjunum sem voru á ensku. Ég hafði nú engan áhuga á hasarblöðunum, þar sem að ég get fengið þau nánast hvar sem er og spurði því argreiðslustúlkuna hvort það væru ekki til grískar myndasögur eftir grikkja. Þar vandaðist málið og úrvalið snar minnkaði.

Hún benti mér á myndasöguna Love's Labour's Lost eftir Arkas sem er einn af vinsælustu myndasöguhöfunum í Grikklandi í dag en hún var á ensku, svo voru tvær aðrar sem að hún benti mér á sem voru á grísku, ég ákvað að kaupa aðra bókina. Þetta kom mér að vissu leita á óvart því að skömmu áður en að ég fór til Grikklands hafði ég lesið myndasöguna Logicomix eftir grikkjana Apostolos Doxiadis, Christos Papadimitriou og teiknað af Alecos Papadatos í þýskri þýðingu en það virtist ekki vera að hróður hennar sé mikill í heimalandi þeirra. Þó það sé erfitt að fullyrða eitthvað um það af þessari stuttu heimsókn minni. Ég veit að sú bók kom út haustið 2008 í Grikklandi þegar efnahagskerfið byrjaði að hrynja þar eins og á Íslandi. Ég mæli með þeirri myndasögu fyrir alla þá sem hafa gaman af að lesa góða myndasögu og ævisögu Bertrand Russell, sem einn af brautryðjendum í nútíma rökræði.

Love's Labour's Lost eftir Arkas fjallar um tvo fugla, faðir og son, þar sem mamman hefur sagt skilið við þá. Þetta eru stuttar, oftast 4 ramma, sögur sem segja brandara í stíl við myndasögur í dagblöðunum.

Seinni myndasagan sem ég keypti er á grísku og er með nokkrar sturrar sögur sem fjalla um mellu og daglegt líf hennar á gamansaman hátt en þar sem að grísku kunnátta mín er sama og sem engin þá skil ég ekki margar sögurnar, þrátt fyrir myndirnar.


Kvikmyndar eftir myndasögum á árinu 2011

Síðustu árin hefur verið mjög vinsælt að gera kvikmyndir eftir myndasögum enda hafa flestar þessara mynda gengið vel. Árið 2011 er engin undantekning og verpa talsvert margar kvikmyndir eftir myndasögum frumsýndar á árinu svo ekki annað en að gera stutta samantekt.

Green_Hornet_comic_cover_2Árið byrjaði á myndinni Green Hornet, sem var upphaflega útvarpsþáttaröð og var fyrst útvarp árið 1936. Fjórum árum seinna kom svo út fyrsta myndasagan um Green Hornet og hafa myndasögur um Green Hornet verið gefið út síðan þá. Árið 1967 var gerð sjónvarpsþáttaröð með Bruch Lee í einu af aðalhlutverkunum.

338-12Marvel er með þrjár myndir á þessu ári. Fyrsta myndin er Thor, sem byggir á Marvel útgáfu á norsku goðheimunum sem ofurhetjum. Myndin verður frumsýnd í lok apríl og persónulega verð ég að segja að leikmyndin sem að ég hef séð í sýnishornum myndarinnar eru ekki að hitta í mark hjá mér. Það var Jack Kirkbysem blés lífi í Thor á sínum tíma og má segja að persóna eins og Thor passaði vel kraftmiklum teiknistíl Kirkby. Það verður gaman að sjá hvort að myndin muni standa undir teikningum Kirkby.

Næsta kvikmynd Marvels var einnig upphaflega teiknuð af Kirkby en það er myndin X-Men: First Class sem að verður frumsýnd í byrjun júní. Þessi mynd á að gerast þegar Prófessor X og Magneto voru ungir að uppgötva sína krafta. Það er vonandi að þessi mynd verði álíka góð og fyrstu tvær X-Men myndirnar. 

Þetta er Kirkby ár því bara mánuði seinna verður svo frumsýnd myndin Captain America: The First Avenger, en Captain America var skapaður og teiknaður af Kirkby og ólíkt Thor og X-Men þar sem hugmynd kom frá Stan Lee, kom upphaflega hugmyndin frá Kirkby sjálfum. Þeir sem þekkja til myndasagna Marvel, sjá að Marvel er að undirbúa jarðvegin undir myndina The Avengers sem verður frumsýnd á næsta ári en Avengers er hópur ofurhetja með meðlimi eins og Captain America, Thor og Iron Man. 

GreenLantern_Arrow_JesusHinn stóri myndasöguútgefandinn í Bandaríkjunum, DC, hefur ekki gengið eins og vel og Marvel að koma ofurhetjum sínum á hvítatjaldið. Myndir Christopers Nolan um Leðurblökumanninum hafa gengið vel. Í fyrra var DC með þrjár myndir (R.E.D., The Losers, Jonah Hex) en í ár bara eina: Green Lanter.Green Lantern (á íslensku Græna Luktin) birtist fyrst í myndasöguheftinu All-American Comics árið 1940.

Síðasta bandaríska kvikmyndinn eftir myndasögur er mynd númer tvö af Wanted. Angelina Jolie mun þó ekki taka þátt í þessu framhaldi.

smurfs_timesSquare_still_1148_lm_v7-1

Hollywood frumsýnir svo tvær kvikmyndir á árinu sem að byggja á evrópskum myndasögum. Mynd um Strumpana verður frumsýnd í ágúst. Strumparnir birtust fyrst í belgíska tímaritinu Spirou árið 1958. Höfundur Strumpana Pierre Culliford, eða Peyo eins og hann kallaði sig, teiknaði líka Steina Sterka og Hinrik og Hagbarð, sem að Íslendingar ættu að þekkja.

Að síðustu er það kvikmynd Steven Spielberg um Tinna. Fjölmargar myndir hafa verið gerðar um Tinna í gegnum tíðina en þetta er í fyrsta skipti sem að Hollywood tekur á myndinni. Myndin mun byggja á myndasögu Hergé Ævintýri Tinna: Leyndadómur Einhyrningsins, en sú bók var endurútgefin á íslensku á síðasta ári. Það verður gaman að sjá hvernig Spielberg tekst til.


Myndasaga um Vilhjálm Bretaprins

Þar sem að íslenska slúðurpressan hefur ekki tekið þessa frétt fyrir þá er ekki úr vegi að segja frá því á þessu bloggi. Í apríl á þessu ári þá á að koma út myndasaga um Vilhelm Bretaprins. Myndasagan mun spanna líf hans, t.d. lát móðir hans, þegar hann fór í herinn og þegar hann hitti Kötu. Hér er hægt að sjá You-Tube kynningu:

 

Ég efast um að flestir þeir sem að lesa myndasögur reglulega muni næla sér í eintak en hins vegar má búast við því að fólk sem að les ekki myndasögur muni næla sér í eintak. Spurning hvort að sá hópur gæti farið að lesa fleiri myndasögur? WounderingGetLost


Íslenskar myndasögur 2010

Við áramót er ekki úr vegi annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á síðasta ári. Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og eiginlega hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita. 

Eineugdi_kotturinn-175x250Hugleikur Dagsson hélt sínu striki, sem fánaberi íslenskra myndasagna á síðasta ári með tveimur myndasögum (hinar bækur hans flokka ég undir skopmyndir). Fyrst má telja bókina Eineygði kötturinn Kisi og leyndardómar Eyjafjallajökulseftir Hugleik en teiknað af Pétri Antonssyni. Ef ég fer rétt með þá er þetta þriðja bókin um eineygða köttinn Kisa. Í fyrra var það sagan um ástandið og núna um gosið í Eyjafjallajökli. Hin bók Hugleiks, Garðarshólmi hefur komið út í hlutum, en á síðasta ári var sagan gefin út í heild sinni, en myndirnar var að finna í símaskránni 2008 og 2009.

blekforsidaÞað má síðan ekki gleyma myndasögublaðinu NeoBlek, sem kom út á síðasta ári eftir árs hlé og er stefnt á útgáfu 4ja tölublaða árið 2011. Auk íslenskra myndasagna þá var í blaðinu framhaldssagan 3ja Testamentið, sem er frönsk myndasaga eftir Dorison og Alice. Framhald sögunnar verður í næstu tölublöðum NeoBleks.

Og svo var að finna í fyrsta tölublaði tímaritsins Furðusögur eina íslenska myndasögu, en framhald hennar verður líklegast að finna í næstu tölublöðum tímaritsins Furðusögur.

Þá held ég að útgáfa íslenskra myndasagna sé upptalinn á árinu 2010! (Og ég verð yfir mig ánægður ef einhver bendir mér á myndasögu sem ég hef gleymt).

Nokkrar þýddar myndasögur voru gefnar út á árinu 2010 og þar á meðal endurútgefnar myndasögur.  

Edda útgáfan, gefur út myndasögublaðið Andrés Önd og félagar í íslenskri þýðingu og svo Syrpuna sem eru þýddar myndasögur um Andrés og félaga í kiljuformi.  Á síðasta ári var svo gefinn út bók um líf og störf Jóakim Aðalönd eftir Don Rosa.

Iðunn/Forlagið endurútgaf fjórar Tinna bækur á árinu 2010: Leyndardómur Einhyrningsins, Fjarsjóður Rögnvaldar Rauða, Krabbinn með gylltu klærnar og Skurðgoðið með skarð í eyra.Bækurnar eru þýddar af Lofti Guðmundssyni. Iðunn/Forlagið endurútgaf einnig fyrstu bókina í bókaröð Danans Peter Madsens Goðheimar en fyrsta bókin ber nafnið Úlfurinn bundinn og er þýdd af Guðna Kolbeinssyni. Bækur Petersens um Goðheima eru alls 15 og það væri frábært ef að Iðunn myndi gefa þær allar út á íslensku. 

Þetta er allt sem ég hef fundið af útgáfu myndasagna á íslensku árið 2010.


Andspænis Don Rosa

DonRosaÍ október var einn af þekktari Andabæjarteiknari síðari tíma, Don Rosa, á ferð í Þýskalandi. Hann kom í tengslum við bókasýninguna í Frankfurt 5-8. október og lagði síðan land undir fót næstu vikuna og stoppaði við í nokkrum þýskum borgum til þess að árita og meðal annars gerði hann stutt stopp hér í Karlsruhe. Það var á miðvikudegi, 13. október milli klukkan 14 og 18 sem að hann var í myndasögubúðinni Terminal 3. Þar sem að ég var á fundi frá klukkan 13:30 til 15:00 færði ég hádegishléið mitt til klukkan 15, til þess að nýta mér að hitta kappann.

Don Rosa er sá teiknari sem að ég líklegast tók eftir án þess að átta mig á því. Þar sem að ég var búinn að vera áskrifandi af Andrés Önd frá upphafi útgáfu hans á íslensku, las ég vikulega sögurnar um Andrés og sögur hans báru af. Teiknistíllinn var nákvæmur og mikið um viðbótarupplýsingar í bakgrunni og sögurnar áhugaverðar og vel sagðar. Þegar ég sá að Don Rosa myndi vera á bókarsýningunni í Frankfurt, hugsaði ég með mér að yrði að gera mér ferð þangað þó að tíminn hentaði mér ekki vel. Þegar ég sá svo að hann yrði í Karlsruhe, var mér létt, þar sem að ég átti þá auðveldara með að hitta hann og röðin yrði eitthvað minni.

Þegar ég kom í búðina var komin talsverð röð. Fólk á öllum aldri var í röðinni þó að flestir hafi líklegast verið á milli 25-30 ára. Don Rosa var í fínu skapi og tók sér tíma fyrir hvern og einn og hver og einn fékk eina teikningu af einhverri persónu að eigin vali og sumir létu mynda sig með honum. Ég keypti tvær bækur, eina um ævi Jóakims og aðra úrval myndasagna eftir Don Rosa.

Þegar röðin var kominn að mér var ég örugglega búinn að bíða í klukkutíma. Ég lét hann teikna í Ævisögu Jóakims þar sem að ég ætlaði að gefa systur minni hana í afmælisgjöf nokkrum vikum seinna. Hann spurði mig hvaða persónu og ég bað hann um Andrésínu. Hann horfði á mig forviða og spurði hvort að mér væri alvara. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri gjöf handa systur minni og þess vegna fyndist mér Andrésína passa. Hann svaraði hneykslaður að það myndi eyðileggja bókina að teikna hana, hann gæti teiknað hana í hina bókina sem ég var með, það væri allt í lagi að eyðileggja hana, en þessi bók um ævisögu Jóakims væri svo fín að það væri algjört skemmdaverk að teikna Andrésínu í hana og þar að auki kæmi hún ekki einu sinni fyrir í allri bókinni!

Hann lét að lokum til leiðast og teiknaði Andrésínu, sem var þó grimm á svipinn. Líklegast þar sem að hún á ekki heima í bókinni að hans mati. Hina bókina áritaði hann síðan.

Joakim-AealoendNúna fyrir jólin er Edda útgáfa að gefa út þessa bók, Jóakim Aðalönd - ævi og störf, eftir Don Rosa í íslenskri þýðingu. Og mæli ég með henni fyrir alla þá sem hafa áhuga á að lesa góðar myndasögur. Sögurnar byggja á því sem að hafði komið fram í sögum Charlies Barks, en hann lagði grunninn að Andarbæ og þeim heimi sem að Andrés Önd og félagar lifa í (sjá grein mína Andrés Önd 75 ára).


Íslensk myndasögublöð

tarzanÞað hafa ekki margir reynt fyrir sér í útgáfu myndasögublaða með íslenskum myndasögum. Á níunda áratugnum gaf Siglufjarðarprentsmiðja út erlend myndasögublöð í íslenskri þýðingu, má þar nefna Tarzan, Superman, Batman, Gög og Gokke, Köngulóarmaðurinn (Spider-Man) og Tommi&Jerry. Maðurinn á bakvið Siglufjarðarprentsmiðjuna var Sigurjón Sæmundsson (f. 5. maí 1912, d. 17. mars 2005), fyrrum bæjarstjóri Siglufjarðar, og gaf hann út um 10 tölublöð á ári og hvert tölublað í 1000-1500 eintökum. Flest blöðin voru seld í sjoppum og bensínstöðvum en það var minna um blöðin í bókabúðum. Það var ekki áhugi Sigurjóns á myndasögunni sem að fékk hann til að gefa út myndasögublöð heldur einfaldlega að reyna að fylla uppí dauðatíma hjá prentsmiðjunni. Sigurjón hafði gefið út Tarzan bækurnar eftir Edge Rice Burroughs á íslensku og síðan frétti hann að því að til voru myndasögublöð um Tarzan og hafði samband við Atlandic í Svíþjóð sem átti útgáfuréttinn á norðurlöndunum og fékk útgáfuréttinn á Íslandi. Í kjölfarið gaf hann einnig út aðra titla.

bandormurÁrið 1982 reyndu þeir Ómar Stefánsson og Óskar Thorarensen fyrir sér með útgáfa blaðsins Bandorms. Blaðið verður að teljast fyrsta íslenska blaðið sem að helgaði sig myndasögum eftir Íslendinga. Blaðið var gefið út í mjög litlu upplagi, óreglulega og sást sjaldan í bókabúðum og verður því eiginlega að teljast "underground" eða jaðarblað. Nokkur tölublöð komu út á næstu 10 árum.

Fram að útgáfa Bandormsins höfðu íslenskar myndasögur aðallega birst í tímaritum með blönduðu efni, má þar nefna Vikuna og Háðblaðið Spegillinn, eða dagblöðum eins og Morgunblaðinu. Háðblaðið Spegillinn sem að var gefið út eftir seinni heimstyrjöld. Meðal teiknara fyrir blað voru Ragnar Lár, Tryggvi Magnússon og Haraldur Guðbergsson.

gispGISP! (Guðdómleg Innri Spenna og Pína) hópurinn var stofnaður haustið 1990 og tilefni að því gaf hópurinn út fyrsta eintakið af myndasögublaðinu GISP!. Hópurinn var undir sterkum áhrifum frá Frakklandi og undirheimi bandarísku myndasagnanna. Í Frakklandi er talað um myndasögur sem níundu listina og eru haldnar reglulega myndasögusýningar. Á svipuðum nótum hélt GISP! hópurinn myndasögusýningar. Þó að framtakið tókst vel til þess að vekja athygli á íslenskum myndasögum þá hafa viðbrögð almennings verið misjöfn. Myndasögur, sem að flokkast sem jaðarlist, á almenningur oft erfitt með að skilja og meðtaka, sérstaklega í ljósi þess að myndasögur eru mestmegnis afþreyingar bókmenntir. GISP! hópurinn sýnda hins vegar almenningi að myndasögur eru mun meira en bara afþreyingar bókmenntir. Myndasögublöðin GISP! hafa komið annað slagið út þó flest í byrjun og í seinni tíð í tengslum við sýningar. Til GISP! hópsins teljast m.a. Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson Jóhann Torfason og Þorri Hringsson.

Síðasta myndasögublaðið var gefið út í tengslum við Menningarnótt 2009 en var GISP! hópurinn með sýningu í sal Íslenskrar Grafík (Tryggvagötu 17) þar sem að sýnd voru gömul GISP blöð og einnig ný verk sem að munu voru unninn á grafíkverkstæðinu og voru því nýjar myndasögur bætt við sýninguna jafnt og þétt.

Hasarblaðið blekBlek var fyrst gefið út árið 1996 og stóðu að blaðinu hópur sem að var safnað saman af Hinu húsinu undir stjórn Björns Vilhjálmssonar og var upphaflega styrkt af íþrótta- og tómstundarráði. Öllum er frjálst að senda myndasögur í blaðið og sýnir blaðið því mjög vel þá flóru sem að þrífst í íslenskri myndasögugerð og jafnan eiga bæði ungir og gamlir myndasögur í blaðinu. Það hafa því nýir teiknar stigið sín fyrstu skref í blaðinu og má t.d. nefna Hugleik Dagsson sem að átti sína fyrstu myndasögu í blaðinu og er nú orðinn mjög þekktur myndasöguteiknari. Reyndari og þekktari teiknarar eiga einnig myndasögur í blaðinu og má þar nefna Kjartan Arnórsson, Sigurð Inga Jensson og Bjarna Hinriksson. Blaðið hefur verið gefið út næstum einu sinni á ári og hefur á síðust árum fengið nafn NeoBlek og má þakka Jean Posocco fyrir að halda lífi í blaðinu. 

Um þessar mundir er verið að gefa út 14. tölublað NeoBleks og er metnaðurinn orðinn meiri og stefnt á fjögur blöð á ári, gefinn út í janúar, maí, september og svo í desember. Til þess að þetta sé mögulegt verða gefnar út verður efni keypt frá útlöndum og þýtt og er það vonin að þetta geri blaðið aðgengilegra stærri lesendahóps. Hlutur íslensk efnis mun því minnka og krafa til gæða íslenskra myndasagna sem birtar verða auknar. Fleiri upplýsingar svo og nýjasta tölublað NeoBleks er hægt að nálgast á nýrri heimasíðu þeirra.

zeta01Það má segja að myndasögublaðið Zeta hafi tekið við af Siglufjarðarprentsmiðju en þar var á ferðinni blað með erlendum myndasögum í íslenskri þýðingu. Á bakvið útgáfu blaðsins var Nordic Comics undir stjórn Búa Kristjánssonar. Fyrsta blaðið kom út árið 2000 og voru gefin út 10 tölublöð á ári næstu árin. Blaðið fór víða við í efnisvali þó megin efnið voru þýddar myndasögur frá Evrópu, aðallega Frakklandi og Belgíu. Einstaka sinnum sást svo íslensk myndasaga. Þrátt fyrir góð fyrirheit þá lifði blaðið bara í nokkur ár.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband