Kvikmyndar eftir myndasögum á árinu 2011

Síðustu árin hefur verið mjög vinsælt að gera kvikmyndir eftir myndasögum enda hafa flestar þessara mynda gengið vel. Árið 2011 er engin undantekning og verpa talsvert margar kvikmyndir eftir myndasögum frumsýndar á árinu svo ekki annað en að gera stutta samantekt.

Green_Hornet_comic_cover_2Árið byrjaði á myndinni Green Hornet, sem var upphaflega útvarpsþáttaröð og var fyrst útvarp árið 1936. Fjórum árum seinna kom svo út fyrsta myndasagan um Green Hornet og hafa myndasögur um Green Hornet verið gefið út síðan þá. Árið 1967 var gerð sjónvarpsþáttaröð með Bruch Lee í einu af aðalhlutverkunum.

338-12Marvel er með þrjár myndir á þessu ári. Fyrsta myndin er Thor, sem byggir á Marvel útgáfu á norsku goðheimunum sem ofurhetjum. Myndin verður frumsýnd í lok apríl og persónulega verð ég að segja að leikmyndin sem að ég hef séð í sýnishornum myndarinnar eru ekki að hitta í mark hjá mér. Það var Jack Kirkbysem blés lífi í Thor á sínum tíma og má segja að persóna eins og Thor passaði vel kraftmiklum teiknistíl Kirkby. Það verður gaman að sjá hvort að myndin muni standa undir teikningum Kirkby.

Næsta kvikmynd Marvels var einnig upphaflega teiknuð af Kirkby en það er myndin X-Men: First Class sem að verður frumsýnd í byrjun júní. Þessi mynd á að gerast þegar Prófessor X og Magneto voru ungir að uppgötva sína krafta. Það er vonandi að þessi mynd verði álíka góð og fyrstu tvær X-Men myndirnar. 

Þetta er Kirkby ár því bara mánuði seinna verður svo frumsýnd myndin Captain America: The First Avenger, en Captain America var skapaður og teiknaður af Kirkby og ólíkt Thor og X-Men þar sem hugmynd kom frá Stan Lee, kom upphaflega hugmyndin frá Kirkby sjálfum. Þeir sem þekkja til myndasagna Marvel, sjá að Marvel er að undirbúa jarðvegin undir myndina The Avengers sem verður frumsýnd á næsta ári en Avengers er hópur ofurhetja með meðlimi eins og Captain America, Thor og Iron Man. 

GreenLantern_Arrow_JesusHinn stóri myndasöguútgefandinn í Bandaríkjunum, DC, hefur ekki gengið eins og vel og Marvel að koma ofurhetjum sínum á hvítatjaldið. Myndir Christopers Nolan um Leðurblökumanninum hafa gengið vel. Í fyrra var DC með þrjár myndir (R.E.D., The Losers, Jonah Hex) en í ár bara eina: Green Lanter.Green Lantern (á íslensku Græna Luktin) birtist fyrst í myndasöguheftinu All-American Comics árið 1940.

Síðasta bandaríska kvikmyndinn eftir myndasögur er mynd númer tvö af Wanted. Angelina Jolie mun þó ekki taka þátt í þessu framhaldi.

smurfs_timesSquare_still_1148_lm_v7-1

Hollywood frumsýnir svo tvær kvikmyndir á árinu sem að byggja á evrópskum myndasögum. Mynd um Strumpana verður frumsýnd í ágúst. Strumparnir birtust fyrst í belgíska tímaritinu Spirou árið 1958. Höfundur Strumpana Pierre Culliford, eða Peyo eins og hann kallaði sig, teiknaði líka Steina Sterka og Hinrik og Hagbarð, sem að Íslendingar ættu að þekkja.

Að síðustu er það kvikmynd Steven Spielberg um Tinna. Fjölmargar myndir hafa verið gerðar um Tinna í gegnum tíðina en þetta er í fyrsta skipti sem að Hollywood tekur á myndinni. Myndin mun byggja á myndasögu Hergé Ævintýri Tinna: Leyndadómur Einhyrningsins, en sú bók var endurútgefin á íslensku á síðasta ári. Það verður gaman að sjá hvernig Spielberg tekst til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband