Plútó (Urasawa X Tezuka)

Pluta bindi 1Ég er að lesa myndasöguna Plútó eftir Naoki Urasawa. En það er einmitt verið að gefa hana út í þýskri þýðingu á þessu ári en þeir sem hafa áhuga geta nálgast hana á ensku. Myndasagan er endurgerð á einni af myndasögu Osamu Tezuka um Astro Boy. Það ætti kannski frekar að segja byggt á sögu Tezuki frekar en endurgerð en Urasawa segir söguna frá sjónarhóli vélmennisins Gesicht (Gesicht þýðir andlit á Þýsku) en ekki frá sjónarhorni Astro Boy eins og í sögu Tezuka og hefur gert söguna alveg að sinni. Upphaflega saga Tezuka var 180 blaðsíður og birtist á árunum 1964-1965 undir nafninu Chijô Saidai no Robotto (eða Heimsins sterkasta vélmennið). Í höndum Urasawa er sagan 8 bindi, ca. 200 blaðsíður hvert.

Plútó segir frá rannsóknarlögreglumanninum Gesicht, sem er eitt af fullkomnustu vélmennum í heiminum, og rannsókn hans á því er virðist vera morða framinn af fjöldamorðingja, bæði á mönnum og vélmennum. Það virðist einhver vera að reyna að drepa fullkomnustu vélmennin á jörðinni.

Nokkrir rammarFrásagna stíllinn er rólegur og í ráðgátuformi. Þannig er ekki mikið um átök og hasar en í flestum tilvikum sér maður frekar afleiðingar átakana eða aðdraganda að næstu átökum. Og Urasawa tekst vel að halda spennunni meðan að maður les söguna og slá á tilfinningalegar nótur. Dæmi um slíkt er hliðar saga í fyrsta bindi þar sem vélmennið, North No. 2, starfar hjá þekktum kvikmyndartónskáldi, sem er ekki mikið um vélmenni en eftir því sem líður á myndast ákveðin vinartengsl milli þeirra. Eitt sem að einkennir stíl Urasawa er hvernig hann lætur myndirnar frekar en orð knýja söguna áfram og það er myndirnar sem að koma andrúmsloftinu og tilfinningunum til skila og maður getur ekki annað en hrifist með. Þetta er frásagna stíll sem að er persónulega mjög hrifinn af.

Til að njóta sögunnar er engin þörf á að þekkja til upphaflegu sögunnar eftir Tezuka. En það er engu að síður mjög gaman af því að bera myndasögu Urasawa saman við myndasögu Tezuka. Á myndinni hér að neðan eru útlit persónanna borin saman. Efst Atom (eða Astro Boy eins og hann er þekktur í Bandaríkjunum) og við hlið hans Plútó. Saga Tezuka var fyrir alla aldurshópa og teiknitíll hans því óraunverulegur og í hefðbundnum teiknimyndastíl fyrir börn. Saga Urasawa er hins vegar fyrir unglinga og fullorðna, teiknistíll hans er því mun raunverulegri og hann bætir við pólitísku umhverfi og persónulegum vandamálum sem lita söguna.

 Pluto Samanburður

Ég hef ekki lesið fyrri sögur Urasawa en hann var orðinn þegar þekktur með myndasögunum 20th Century Boys (20 Aldar Strákar) og Monster (Skrímsli). En eftir lestur fyrstu þriggja binda Plútós þá hef ég áhuga á að lesa fyrri verk hans. Plútó er fínasta skemmtun og mjög vel sögð myndasaga og ég mæli með henni fyrir allt áhugafólk um góðar myndasögur.

Þess má geta að Illumination Entertainment og Universal Pictures eru að gera kvikmynd (líklegast teiknimynd) eftir sögu Plútó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband