Dagur ókeypis myndasagna

Árið 2002 tóku Bandaríkjamenn uppá því tiltæki að gefa myndasögur einu sinni á ári eða á deginum "Free Comic Book Day" sem varð 1. maí hvert ár. Hugmyndin er að gefa fólki, sem til þessa hefur ekki kynnst myndasögum sem nánum félaga, tækifæri til þess að kynnast myndasögum og að sjálfsögðu þeim, sem þegar hafa kynnst myndasögum, tækifæri til þess að kynnast nýjum myndasögum. Nexus tók strax upp þennan dag og hefur boðið bandarískar myndasögur ókeypis á þessum degi og kallað daginn Alþjóðlegi myndasögudagurinn.

Það er þó ekki þannig að um allan heim hafi þetta tiltæki verið gefið upp. Fljótlega byrjuðu þó verslanir í löndum utan Bandaríkjanna að gefa bandarískar myndasögur og t.d. hér í Þýskalandi var ekki mikið gert úr þessum degi. Ein ástæðan fyrir því er að á þessum árum var uppgangur í sölu myndasagna í Evrópu og Þýskalandi, sérstaklega vegna útgáfu á þýddum japönskum myndasögum, Manga, í þessum löndum. Fram að því var stærsti markaðshópurinn fyrir myndasögur unglingsstrákar en með tilkomu Manga bættist unglingsstúlkur líka við. Ólíkt þó japanska markaðnum, þar sem allir aldurshópar er markaðshópurinn, hefur í löndum eins og Þýskalandi, og reyndar á Íslandi, myndasögur fyrir fullorðna ekki enn náð markaðsfestu. Þó rétt fyrir kreppu og í kjölfar kreppunnar hefur dregið töluvert saman í sölu myndasagna í Evrópu. Þjóðverjar, þar sem að myndasögumarkaðurinn er mjög lítill, hafa því tekið uppá því í ár að halda eigin myndasögudag, þar sem þýskar myndasögur, ásamt bandarískum, frönskum og belgískum myndasögum verða í boði. Dagurinn sem að varð fyrir valinu var 8. maí og verður sameiginlegur í löndunum Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Gratis Comic Tag 2010

 

Flestar myndasöguverslanir í Þýskalandi reyna að gera eins mikið úr þessum degi og hægt er, t.d. með því að fá þekkta myndasöguhöfunda til þess að árita, halda partý og þess háttar. Það taka u.þ.b. 150 verslanir þátt í deginum og 30 myndasöguforlög. Að þekktum þýskum sið eru þó efasemdaraddir uppi hvort að þessi dagur verði til góðs eða hvort að verslanir sitji upp með stórum hluta af þeim 150 þúsundum fríu eintökum sem þær pöntuðu. Hugsið ykkur: Það fást myndasögur gefins en enginn hefði áhuga á að verða sér úti um þær.


mbl.is Fjöldi fólks á myndasögudegi í Nexus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband