Köngulóarmaðurinn bjargar lífi stráks

SpidermannVenjuleg þá er myndasögupersóna einungis fær um að bjarga mannslífum í myndasögu eða kvikmyndum. Köngulóarmaðurinn, eða Spider-Man, hefur þó tekist að brjóta viðjar skáldskaparins og bjargað lífum í raunveruleikanum, en slíkt gerðist einmitt í Bangkok.

Átta ára einhverfur strákur í sérskóla varð allt í einu hræddur í kennslustund og flúði út á gluggasyllu opins glugga á þriðju hæð. Þar stóð hann og lét hvorki lögreglu né slökkvilið tala sig til um að koma af gluggasyllunni og inn. Það var ekki fyrr en að móðir hans nefndi að sonur hennar væri mikill aðdáandi Köngulóarmannsins að slökkviliðsmaðurinn Sonchai Yoosabai fékk hugmynd: hann hljóp niður á slökkvistöð og náði í Köngulóarmannsbúning sem að klæddist í og fór svo til stráksins. Vart hafði strákurinn séð Köngulóarmanninn en að hann steig niður af syllunni og hljóp brosandi til hetju sinnar.

 Upprunalegafréttin


Tinni 80 ára

Tinni hélt uppá sitt 80 ára afmæli 10. janúar síðast liðinn og þar sem að ég var ekki byrjaður að skrifa þetta blogg þá, er best að skrifa smá pistil til heiðurs Tinna.

Hergé við vinnu sína árið 1929Tinna, eða Tintin eins og hann heitir á frummálinu, er hugarsmíði belgans Georges Remis (1907-1983) betur þekktur sem Hergé (uppnefni út frá frönskum framburði á upphafstöfum nafna hans R.G.) og setti þann grunn sem að myndasögur, sem komu út í frönsku mælandi löndum, myndu byggjast á. Tinni er ein af vinsælustu evrópsku myndasögupersónum fyrr og síðar.

Það er kannski merkileg tilviljun að Walt Disney skapaði Mikka Mús bara nokkrum mánuðum áður (tek Walt Disney fyrir í öðrum pistill) og persónuleiki Tinna og Mikka eru mjög svipaðir osem g vinsældir þeirra. Hergé fylgist þó náið með aðferðum Bandaríkjamanna í myndasögum og kvikmyndum eins og hann segir í viðtali: "Almennt þá vita bandaríkjamenn hvernig á að segja sögu, jafnvel þó að hún sé algjör vitleysa. Ég held að þetta sé aðal lexían sem að ég hef lært af myndasögum og kvikmyndum frá Bandaríkjunum." Hergé tók einnig upp svipaðar vinnu aðferðir og Disney og byggði upp sitt eigið vinnustúdíó.

Fyrsta blaðsíðan af fyrsta ævintýri TinnaHergés byrjaði að starfa hjá dagblaðinu Le Vingtiéme Siécle árið 1925 og frá júlí árið 1926 teiknaði hann myndasögu sem hét Tator fyrir skátablaðið Le Boy-Scout Belge og eru þær myndasögur augljóslega forrennar Tinna. Árið 1928 tók hann við ritstjórns blaðsins Le petit Vingtiéme, sem var barnablað Le Vingtéme Siécle blaðsins og kem út vikulega á fimmtudögum. Til að byrja með teiknaði Hergé myndasögur við sögu eftir Amand de Smet, sem var ritstjóri íþróttahluta blaðsins, og þar birtist hundurinn Tobbi (Hérge gaf honum stelpu nafnið Milou, sem að var eftir stúlku sem að hann var yfir sig hrifin af meðan hann var í skóla) á undan Tinna í sögunni Flup, Nénesse, Poussette et Cochonnet. Þeir birtust síðan saman 10. janúar, 1929 í sögunni Les Aventuers de Tintin Reporter du petit vingieme au pays des Soviets eða í íslenskri þýðingu Tinni í Sovétríkjunum (kom út árið 2007 hjá Fjölva okkur Íslendingum til mikillar ánægju). Fyrsti ævintýri Tinna voru öll í svart/hvítu og til að byrja með var Tinni eitthvað minni og þykkari en hann síðar varð. Eftir síðari heimstyrjöld þá var Tinni gefinn út í lit og í endurgerði Hergé í lit allar sögurnar, sem að komið höfðu út fyrir stríð nema fyrstu sögu Tinna. Sumar endurgerði hann jafnvel aftur þá aðallega til þess að aðlaga að bandaríkja markaði.

Upprunalega útgáfan og endurgerð Hergé af Tinna í AmeríkuHelstu áhrifavaldar Hergé þegar hann var að byrja voru myndasögur frá Bandaríkjunum og er þar helst að nefna Bringing Up Father, sem fékk nafnið Gissur Gullrass á íslensku, eftir George MacManus.

Stíll Hergé hefur verið kallaður Ligne Clair (hreinar línur) og einkennist af myndum með einföldum línum, án skugga og flötum einföldum litum ásamt mjög nákvæmum bakgrunnum. Hergé teiknaði alveg frá upphafi mjög nákvæma bakgrunna og sjást þar áhrif George MacManus mjög vel, hinar skýru línur sem að hann varð svo þekktur fyrir þróðust og uppfrá sögunni Blái Lótusinn varð til sá Tinni sem að við þekkjum í dag, þar sem að Hergé var í mun að allt umhverfi og sögur, svo og pólitík væri sem nákvæmust. Ein af eftirminnilegusta persóna í sögum Tinna er án efa Kolbeinn Kafteinn en Tinni hitta hann fyrst í ævintýrum sínum með Krabbann með gylltu klærnar. Þýðingar á fúkyrðum Kolbeins eru einnig mjög skemmtilegar og hafa orðið mjög vinsælar.

Á íslensku hafa komið út 24 bækur með ævintýrum Tinna og kom sú fyrsta út árið 1971 Dularfulla stjarnan og átti blaðamaðurinn Loftur Guðmundsson heiðurinn af þýðingunum. Bækurnar voru svo endurútgefnar árið 2007 með nýrri stafagerð/textun.


Myndasögur í (kvik)myndum

Síðustu 10 árin hafa kvikmyndir byggðar á myndasögum verið mjög áberandi í banaríska kvikmyndaiðnaðinum og þetta ár er engin undantekning þar á. Í ár verða nokkrar af þeim sem að hafa haft mjög mikil áhrif á myndasöguheiminn sýndar í kvikmyndahúsunum. Datt því hug að skrifa smá pistill um þær helstu á þessu ári.

WatchmenWatchmen er fyrsta myndin sem að er til sýningar á þessu ári, var frumsýnd um síðustu helgi. Teiknimyndasagan er eftir Alan Moore sem er af þeim virtustu og vinsælustu höfundum í Bandaríkjunum og Bretlandi síðustu 40 árin og Watchmen, sem birtist fyrst sem sería, ein af hans vinsælustu bókum. Á síðustu tíu árum hafa nokkrar sögur eftir hann verið kvikmyndir, má þar nefna V for Vendetta (2005) eftir Wachowski bræðurna (Matrix) og Hugo Weaving og Natalie Portman í aðalhlutverkum, The League of Extraordinary Gentlemen (2003) með Sean O'Connory  og From hell (2001) með Johnny Depp. Alan Moore hefur þó reynt að halda sig eins mikið frá þeim kvikmyndum sem hafa verið gerðar eftir sögum hans og gengið svo langt að hann hefur viljað að nafn sitt yrði ekki birt á V for Vandetta og Watchmen.

Það eru rúm 10 ár síðan að ég las Watchmen í fyrsta skipti og fannst mér mikið til koma á þeim tíma og kannski ekki skrítið þegar tekið er tillit til þess sem að ég hafði lesið til þess tíma af myndasögum. Alan Moore og teiknarinn Dave Gibbons reyndu ýmislegt fyrir sér í þessari bók eins og t.d. að hafa kafla samhverfa, þ.e. fyrsti og síðasti ramminn líta nánast eins út, annar og næst síðasti ramminn líta svipað út og svo koll af kolli (kaflinn Fearful Symmetry) og þetta er langt frá því að geta talist barnabókmenntir enda höfðar myndasagan meira til eldri unglinga og fullorðinna. Vegna tilraunastarfsemi þeirra félaga var lengi vel talað um að þessi bók væri ókvikmyndaleg en leikstjórinn Zack Snyder, sem skaut upp á stjörnuhimininn með kvikmynd sinn byggða á myndasögunni 300, hefur tekist ágætlega til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Hann heldur þó áfram á svipaðri braut í 300 með miklu ofbeldi og hægum senum og kynlífssenum, sem að allt hefði verið hægt að draga úr og myndin hefði frekar orðið betri.

Dragon BallDragon Ball: Evolution er mynd sem að verður sýnd um páskanna byggð á manga myndasögunni Dragan Ball eftir Akira Toriyama og var fyrst birt árið 1984 og gefin út til ársins 1995 en margar hliðarsögur og framhaldsögur hafa einnig verið gefnar út síðan þá. Dragon Ball er ein af vinsælustu manga myndasögum fyrr og síðar í Japan. Sagan er byggð á kínverskri þjóðsögu um apakonunginn og drekakristalkúlur en hefur verið færð í all nokkurn nýjan búning í höndum Toriyama. Við fyrstu sýn þá virðist myndin vera talsvert frábrugðin þó að söguþráðurinn sé svipaður.

WolferineX-Men Origins: Wolverine er líklegast sú mynd sem að verður aðsóknamest af þeim kvikmyndum sem að verða sýndar á þessu ári. Þeir þrjár X-Men myndir sem hafa verið sýndar á síðustu 10 árum hafa kynnt þessa persónu nógu vel. Myndasagan sem að var upphaflega búin til af þeim Stan Lee og Jack Kirby birtist fyrst árið 1963 en hefur í gegnum tíðina gengið í gegnum margar breytingar. Ólíkt Alan Moore hefur Stan Lee mun meira tekið þátt í kvikmyndum þeirra myndasagna sem að hann hefur átt þátt í að skapa og venjulega sést hann einu sinni í myndinni í einhverju litlu aukahlutverki (maðurinn með gráhárið og gleraugun). Báðir Stan Lee og Jack Kirby hafa sett sitt mark á myndasögur í Bandaríkjunum.

Astro BoyAstro Boy er teiknimynd sem sýnd verður með haustinu og er byggð á manga myndasögum Tezuka Osamu. Sagan fjallar um vélmennastrák sem að er búinn til af vísindamanni sem að vill ekki mikið með hann hafa. Sagan birtist á árunum 1952 til 1968 í Japan. Tezuka Osamu er einn af merkilegustu mönnum í sögu myndasögunnar og í raun bara sambærilegur við Hergé, höfund Tinna. Áhrif hans á myndasögur í Japan er ótrúlegur enda kemur ekki á óvart að hann sé kallaðaur faðir myndasögunnar í Japan. Astro boy er ein af vinsælustu og þekktustu verkum Tezeku Osamu. Reyndar er Tezuku Osama svo merkilegur að hann á skilið pistil einhvern tíman seinna.

 

Fyrir þá sem að hafa áhuga þá hef ég stofnað hóp áhugamanna um myndasögur á Facebook:

http://www.facebook.com/group.php?gid=62567771059#/group.php?gid=61221373803

Þar sem að ég hef ekki viljað vera að þvinga einn né neinn eða ýta einhverjum af mínum vinum í þennan hóp þá hef ég ekki verið að senda boð til minna vina um að slást í hópinn, þar sem ég hef frekar áhuga á að í hópnum sé fólk sem að hefur áhuga á myndasögum. Ef þú hefur áhuga (og ert á facebook) þá endilega komdu í hópinn og vonandi er hægt að gera hópinn virkann.


mbl.is Vakta toppinn vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syngjandi ofurhetjur?

Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég las fréttina að það ætti að fara að setja upp söngleik sem byggir á ævintýrum köngulóarmannsins á Broadway í New York: úff er nú verið að reyna að græða á öllu í sambandi við Köngulóarmanninn, og næsta hugsun: passar ævintýri Köngulóarmannsins virkilega í söngleik? Þetta er nú einu sinni hasar og ósköp lítið að syngja um.

Eftir að hafa hugsað málið aðeins frekar þá er nú auðvitað hægt að gera ágætis söngleik um ofurhetjuna og sérstakleg ef að þeir taka upphaf ofurhetjunnar, hann byrjaði upphaflega í sirkus til þess að þéna peninga. Og í þessa sýningu er nú eytt talsverðum pening svo að það hljóta að fást góðir höfundar til þess að gera áhugaverðan söngleik þó ég verði að viðurkenna að ég er ekkert svakalega spenntur við fyrstu fréttir.

Þetta fær mig reyndar til þess að hugsa um hvernig sumar myndasögupersónur (og reyndar ekkert einskorðar við þær) eru notaðar til þess að græða peninga. George Lukas var fyrstur til þess að nýta sér kaupáráttu fólks þegar hann lét gera leikföng, skrifa vísindaskáldsögur, setja á bolla og diska fyrir persónur sýnar úr Star-Wars. Sjálfur fékk hann mjög lítinn hagnað af myndinni sjálfri en þeim mun meira af leyfissölu á sýnum persónum. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum mörkuðum og í kjölfarið urðu að sjálfsögðu myndasögupersónur einnig vinsælar á bolla og boli, eins og t.d. Grettir og núna í seinni tíð Dilbert.

Það er þó einn mjög merkilegur myndasöguteiknari sem að ákvað að selja engin leyfi til þess að setja á bolla eða boli, búa til bíómynd eða sjónvarpsþætti og það er Bill Watterson höfundur Calvin and Hobbes. Fyrir því hafði hann þrjár ástæður:

  1. Of mikið af hinu góða virkar neikvætt. Ef að teiknimyndapersónur birtast út um allt þá verður fólk þreytt á þeim og hættir að hafa áhuga og gaman af þeim.
  2. Söluvarningur, eins og t.d. leikföng, bollar eða bolir, taka sjaldnast tillit til upprunans, t.d. hvernig myndasaga virkar. Myndasaga með teikningum og texta nær sjaldnast sama lífi sem myndskreyting á kaffibolla. Því margbrotna formi sem að fylgir myndasögunni er fórnað fyrir einfaldleika söluvörunnar.
  3. Til þess að framleiða söluvörur með myndum af þekktu persónum þarf fleira starfsfólk og teiknarinn þarf að skipta verkum og láta aðra vinna ákveðin verk. Þetta þýðir að teiknarinn hefur ekki lengur stjórn á öllu þeim ákvörðunum sem að eru teknar í sambandi við framleiðsluna.

Hvort að fólk sé sammála Bill Watterson eða ekki, þá er engin leið að kaupa bolla með Calvin og Hobbes á en örugglega má finna einhverstaðar bolla með Köngulóarmanninum. Ég veit ekki hvort að ég sé alveg sömu megin og Bill Watterson en stundum verð ég að viðurkenna að mér finnst vera gengið of langt í því að markaðsetja ákveðnar persónur. Ég hefði t.d. ekkert á móti því að kaupa bolla með Calvin og Hobbes á en söngleikur með þeim félögum væri líklegast of mikið af því góða því þá þyrfti að fara að skapa eitthvað sem var aldrei til í myndasögunni til að byrja með.

Ég hef ekkert á móti því að t.d. kvikmyndir séu búnar til eftir bók eða teiknimyndasögur eftir bók og t.d. þá passar mjög vel að búa til kvikmyndir eftir ofurhetju myndasögum en þegar það er til sjónvarpsþættir, bækur, kvikmyndir, tölvuleikir, blogg og ég veit ekki hvað, er þá ekki einmitt fyrsta atriði sem að Bill Watterson nefndi einmitt orðið að veruleika?


mbl.is Söngleikur um Kóngulóarmanninn frumsýndur á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípó og hasar

 Þegar ég var 9 eða 10 ára og var að koma myndasögublöðunum mínum í röð og reglu skrifaði ég á möppurnar Skrípablöð og þar undir Köngulóarmaðurinn, Tarzan, Súpermann og þar fram eftir götunum. Á þeim tíma lagði ég ekki mikið uppúr merkingu orðsins, eða hvort það ætti rætur sínar að rekja í skrípó eða skrípi. Meira en þrjátíu árum áður kölluðu krakkar og unglingar þau Hazarblöð.

Ég er fegin því að orðin myndasaga og myndasögublöð hafi fest sig í Íslensku sem almenn orð frekar en þau orð sem að áður voru nefnd. Hazarblöð og Skrípablöð lýsa sérstakri tegund myndasagna. Orðið myndasaga felur í sér skilgreiningu, þ.e. um er að ræða myndir sem að segja sögu, og er þess vegna vel heppnað. Til að átta sig betur á þessu er gott að skoða hvaða orð eru notuð yfir myndasögur í öðrum tungumálum:

  • Englandi og Bandaríkjunum: Comics, Comic Strips má þýða Fyndnar ræmur eða Skrípamyndir
  • Frakkland, Belgía: B.D. = Bande Dessinée eða Teiknaðar seríur,
  • Ítalíu: Fumetto = Ský, kemur frá talblöðrunum,
  • Þýskaland: Comic,
  • Holland: Strips,
  • Skandinavía: Tegneserie,
  • Japan: Manga

Í Japan var orðið Comics notað yfir innfluttar bandarískar myndasögur en yfir eigin teiknimyndasögur var notað orðið manga enda hefðin komin áður en að bandarískar myndasögur voru fluttar inn eftir seinni heimstyrjöld.

Það vekur athygli að í Hollandi og Þýskalandi eru notuð tökuorð úr ensku en eins og í Japan þá voru myndasögur fluttar inn frá Bandaríkjunum kallaðar sínu enska nafni og tóku yfir þau orð sem að áður voru, Bildgeschichte(ísl. myndasaga), Bilderzählung (Myndafrásögn) eða Bilderbögen í Þýskalandi og í Hollandi Tekenverhaal, Beeldverhaal og Beeldroman. Þegar talað er um Bildgeschichte í Þýskalandi er verið að tala um gamlar myndasögur, t.d. frá Wilhelm Busch, sem gerði myndasögur á seinni hluta 19. aldar.

Ef orðið Comics er þýtt sem skrípó á íslensku, er augljóst hvar erfiðleikarnir byrja: þetta hlýtur að vera eitthvað fyndið. Í hinum enskumælandi heimi, sem og í Þýskalandi, felur orðið þegar í sér ákveðna fordóma eða skilgreiningu. Þetta hafa útgefendur og þeir sem gera myndasögur reynt að breyta með því að kalla alvarlegri myndasögur Graphic Novels, eða myndaskáldsögur, (í Þýskalandi þýddu þeir það fyrst sem comicroman en hafa á síðari árum kallað myndasögurnar einnig Graphic Novel). Þannig hefur verið reynt að ná athygli fullorðins fólks með misgóðum árangri. En hvaðan kemur orðið Comics sem að á svona stóran þátt í því hvernig myndasögur eru séðar í ensku mælandi löndum?

ccutsÁrið 1796 var í fyrsta skipti gefið út blaðið The Comick Magazinesem að innihélt að mestu skiplegar sögur, brandara og skopteikningar William Hogarth sem að urðu mjög vinsælar. Í Englandi varð sú síða sem að hélt myndirnar kölluð Comic Sheets. Á þessum tíma voru önnur nöfn notuð í Evrópu, t.d. Frakklandi var orðið imageries og í Þýskalandi Bilderbögen, eins og áður var nefnt. Árið 1860 var byrjað að gefa út safn þessara Comic Sheets og gefið nafnið Comic News og árið 1890 hét safnið Comic Cuts. Á þessum tíma voru myndasögur einnig kallaðar Funnies, en orðið Comics varð að endanum ofaná.

Það má því sjá að upphaflega átti orðið Comics við um skopmyndir og myndasögur sem innihélt háð. Og flestar myndasögur sem að voru gerðar á þessum tíma innihéldu skop og háð, undartekningin voru myndasögur tengdar biblíunni.


Hinar sjaldséðu myndasögur nútímans

Ætlunin með þessu bloggi er að skrifa um myndasögur og í raun ekki að setja nein mörk á hvað það er sem ég skrifa í tengslum við þær. Ástæðan er einfaldlega að myndasögur fá ekki mikla umfjöllun og eru frekar lítið í umræðunni á Íslandi. Í gegnum tíðina þá hef ég bara séð blogg Björgvins Benediktssonar tileinkað myndasögum. Hann fjallaði þar aðallega um bandarískar myndasögur en því miður er síðasta færsla hans frá árinu 2007. Önnur blogg hafa kannski minnst stutt á myndasögur.

 Önnur umfjöllun um myndasögur á Íslandi er mjög fábrotin. Morgunblaðið hefur stundum fjallað um myndasögur enn og aftur er megin áherslan á bandarískar myndasögur. Það er svo sem ekki skrítið því að flestar myndasögur sem að koma til Íslands eru frá Bandaríkjunum og ein af ástæðunum er að sjálfsögðu að flestir Íslendingar eru færari í ensku en frönsku eða japönsku. Með innreið Manga á enskan markað hafa Íslendingar fengið að njóta japönsku myndasagna. Hin litla og fábrotna umfjöllun á netinu sem er til um myndasögur á íslensku er að finna á wikipedia og þar er meira að segja að finna stutta umfjöllun um íslenskar myndasögur (reyndar skrifað af mér og þyrfti talsverðar lagfæringar).

Íslenskar myndasögur eru mjög fyrirferðalitlar það er þó gefið út eitt íslenskt blað tileinkað íslenskum myndasögum, Hasarblaðið Blek, og hefur það komið út frá árinu 1996 og er það að þakka frábæru framtaki Jean Posocco og Þorsteini S. Guðjónssyni. Mest áberandi íslenski myndasöguhöfundurinn er Hugleikur Dagsson og að vissu leiti segir það mikið til um ástands myndasögunnar á Íslandi. Þýddar myndasögur eru einnig mjög fáar og þó að Fölvi hafi reynt að lífga þá útgáfu eitthvað við árið 2007 þá varð ekkert framhald þar á síðasta ári. Því miður.

Ég hef þó trú á því að það séu fleiri en bara ég sem finnst myndasögur áhugavert form til þess að segja sögur og njóti þess að lesa myndasögur. Þegar ég ólst upp þá blómstraði myndasagan á Íslandi og hver veit þá gæti slíkt gerst aftur. Áhugi ungafólksins á manga hefur leit til þess að þýddar hafa verið manga bækur á íslensku og í Evrópu og Bandaríkjunum hefur sú þróun orðið til þess að markaðurinn hefur opnast aftur. Ég er þeirrar skoðunar að það eru talsvert af holum í útgáfu myndasagna á Vesturlöndum og ef útgefendur myndu gera sér grein fyrir því gæti myndasagan fest sig í sessi og þá ekki bara sem barnabókmenntir.

Ég hef í þessum tilgangi ákveðið að reyna að skrifa stutta pistla um myndasögur og reyna að fara sem víðast. Ef mér finnst tilefni til þá skrifa ég kannski einhverjar fréttir tengdar myndasögum hér. Ég mun reyna að skrifa pistlana vikulega og það er mín von að þetta gefi öðrum tækifæri á að ræða um myndasögur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband