Syngjandi ofurhetjur?

Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég las fréttina að það ætti að fara að setja upp söngleik sem byggir á ævintýrum köngulóarmannsins á Broadway í New York: úff er nú verið að reyna að græða á öllu í sambandi við Köngulóarmanninn, og næsta hugsun: passar ævintýri Köngulóarmannsins virkilega í söngleik? Þetta er nú einu sinni hasar og ósköp lítið að syngja um.

Eftir að hafa hugsað málið aðeins frekar þá er nú auðvitað hægt að gera ágætis söngleik um ofurhetjuna og sérstakleg ef að þeir taka upphaf ofurhetjunnar, hann byrjaði upphaflega í sirkus til þess að þéna peninga. Og í þessa sýningu er nú eytt talsverðum pening svo að það hljóta að fást góðir höfundar til þess að gera áhugaverðan söngleik þó ég verði að viðurkenna að ég er ekkert svakalega spenntur við fyrstu fréttir.

Þetta fær mig reyndar til þess að hugsa um hvernig sumar myndasögupersónur (og reyndar ekkert einskorðar við þær) eru notaðar til þess að græða peninga. George Lukas var fyrstur til þess að nýta sér kaupáráttu fólks þegar hann lét gera leikföng, skrifa vísindaskáldsögur, setja á bolla og diska fyrir persónur sýnar úr Star-Wars. Sjálfur fékk hann mjög lítinn hagnað af myndinni sjálfri en þeim mun meira af leyfissölu á sýnum persónum. Þetta opnaði augu fólks fyrir nýjum mörkuðum og í kjölfarið urðu að sjálfsögðu myndasögupersónur einnig vinsælar á bolla og boli, eins og t.d. Grettir og núna í seinni tíð Dilbert.

Það er þó einn mjög merkilegur myndasöguteiknari sem að ákvað að selja engin leyfi til þess að setja á bolla eða boli, búa til bíómynd eða sjónvarpsþætti og það er Bill Watterson höfundur Calvin and Hobbes. Fyrir því hafði hann þrjár ástæður:

  1. Of mikið af hinu góða virkar neikvætt. Ef að teiknimyndapersónur birtast út um allt þá verður fólk þreytt á þeim og hættir að hafa áhuga og gaman af þeim.
  2. Söluvarningur, eins og t.d. leikföng, bollar eða bolir, taka sjaldnast tillit til upprunans, t.d. hvernig myndasaga virkar. Myndasaga með teikningum og texta nær sjaldnast sama lífi sem myndskreyting á kaffibolla. Því margbrotna formi sem að fylgir myndasögunni er fórnað fyrir einfaldleika söluvörunnar.
  3. Til þess að framleiða söluvörur með myndum af þekktu persónum þarf fleira starfsfólk og teiknarinn þarf að skipta verkum og láta aðra vinna ákveðin verk. Þetta þýðir að teiknarinn hefur ekki lengur stjórn á öllu þeim ákvörðunum sem að eru teknar í sambandi við framleiðsluna.

Hvort að fólk sé sammála Bill Watterson eða ekki, þá er engin leið að kaupa bolla með Calvin og Hobbes á en örugglega má finna einhverstaðar bolla með Köngulóarmanninum. Ég veit ekki hvort að ég sé alveg sömu megin og Bill Watterson en stundum verð ég að viðurkenna að mér finnst vera gengið of langt í því að markaðsetja ákveðnar persónur. Ég hefði t.d. ekkert á móti því að kaupa bolla með Calvin og Hobbes á en söngleikur með þeim félögum væri líklegast of mikið af því góða því þá þyrfti að fara að skapa eitthvað sem var aldrei til í myndasögunni til að byrja með.

Ég hef ekkert á móti því að t.d. kvikmyndir séu búnar til eftir bók eða teiknimyndasögur eftir bók og t.d. þá passar mjög vel að búa til kvikmyndir eftir ofurhetju myndasögum en þegar það er til sjónvarpsþættir, bækur, kvikmyndir, tölvuleikir, blogg og ég veit ekki hvað, er þá ekki einmitt fyrsta atriði sem að Bill Watterson nefndi einmitt orðið að veruleika?


mbl.is Söngleikur um Kóngulóarmanninn frumsýndur á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband