Skrípó og hasar

 Þegar ég var 9 eða 10 ára og var að koma myndasögublöðunum mínum í röð og reglu skrifaði ég á möppurnar Skrípablöð og þar undir Köngulóarmaðurinn, Tarzan, Súpermann og þar fram eftir götunum. Á þeim tíma lagði ég ekki mikið uppúr merkingu orðsins, eða hvort það ætti rætur sínar að rekja í skrípó eða skrípi. Meira en þrjátíu árum áður kölluðu krakkar og unglingar þau Hazarblöð.

Ég er fegin því að orðin myndasaga og myndasögublöð hafi fest sig í Íslensku sem almenn orð frekar en þau orð sem að áður voru nefnd. Hazarblöð og Skrípablöð lýsa sérstakri tegund myndasagna. Orðið myndasaga felur í sér skilgreiningu, þ.e. um er að ræða myndir sem að segja sögu, og er þess vegna vel heppnað. Til að átta sig betur á þessu er gott að skoða hvaða orð eru notuð yfir myndasögur í öðrum tungumálum:

  • Englandi og Bandaríkjunum: Comics, Comic Strips má þýða Fyndnar ræmur eða Skrípamyndir
  • Frakkland, Belgía: B.D. = Bande Dessinée eða Teiknaðar seríur,
  • Ítalíu: Fumetto = Ský, kemur frá talblöðrunum,
  • Þýskaland: Comic,
  • Holland: Strips,
  • Skandinavía: Tegneserie,
  • Japan: Manga

Í Japan var orðið Comics notað yfir innfluttar bandarískar myndasögur en yfir eigin teiknimyndasögur var notað orðið manga enda hefðin komin áður en að bandarískar myndasögur voru fluttar inn eftir seinni heimstyrjöld.

Það vekur athygli að í Hollandi og Þýskalandi eru notuð tökuorð úr ensku en eins og í Japan þá voru myndasögur fluttar inn frá Bandaríkjunum kallaðar sínu enska nafni og tóku yfir þau orð sem að áður voru, Bildgeschichte(ísl. myndasaga), Bilderzählung (Myndafrásögn) eða Bilderbögen í Þýskalandi og í Hollandi Tekenverhaal, Beeldverhaal og Beeldroman. Þegar talað er um Bildgeschichte í Þýskalandi er verið að tala um gamlar myndasögur, t.d. frá Wilhelm Busch, sem gerði myndasögur á seinni hluta 19. aldar.

Ef orðið Comics er þýtt sem skrípó á íslensku, er augljóst hvar erfiðleikarnir byrja: þetta hlýtur að vera eitthvað fyndið. Í hinum enskumælandi heimi, sem og í Þýskalandi, felur orðið þegar í sér ákveðna fordóma eða skilgreiningu. Þetta hafa útgefendur og þeir sem gera myndasögur reynt að breyta með því að kalla alvarlegri myndasögur Graphic Novels, eða myndaskáldsögur, (í Þýskalandi þýddu þeir það fyrst sem comicroman en hafa á síðari árum kallað myndasögurnar einnig Graphic Novel). Þannig hefur verið reynt að ná athygli fullorðins fólks með misgóðum árangri. En hvaðan kemur orðið Comics sem að á svona stóran þátt í því hvernig myndasögur eru séðar í ensku mælandi löndum?

ccutsÁrið 1796 var í fyrsta skipti gefið út blaðið The Comick Magazinesem að innihélt að mestu skiplegar sögur, brandara og skopteikningar William Hogarth sem að urðu mjög vinsælar. Í Englandi varð sú síða sem að hélt myndirnar kölluð Comic Sheets. Á þessum tíma voru önnur nöfn notuð í Evrópu, t.d. Frakklandi var orðið imageries og í Þýskalandi Bilderbögen, eins og áður var nefnt. Árið 1860 var byrjað að gefa út safn þessara Comic Sheets og gefið nafnið Comic News og árið 1890 hét safnið Comic Cuts. Á þessum tíma voru myndasögur einnig kallaðar Funnies, en orðið Comics varð að endanum ofaná.

Það má því sjá að upphaflega átti orðið Comics við um skopmyndir og myndasögur sem innihélt háð. Og flestar myndasögur sem að voru gerðar á þessum tíma innihéldu skop og háð, undartekningin voru myndasögur tengdar biblíunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband