Færsluflokkur: Menning og listir

Nýtt tölublað íslenska myndasögublaðsins NeoBlek komið út

NeoBlek_20

Betra sein en aldrei en það eru orðnar nokkrar vikur síðan að NeoBlek kom út. Í blaðinu er að finna næsta kafla í Þriðja testamentinu. Tvær nýjar myndasöguseríur eru í blaðinu Aldebran og Gátan um Jötuninn. Aldebaran eftir Leó gerist í fjarlægri framtíð, eða árið 2079 á stjörnunni Aldebaran. Stjarnan er framandi og líf hennar lítið þekkt og mannfólkið er að stíga sín fyrstu skref þar. Myndasagan Gátan um Jötuninn eftir Loisel og Mallié fjallar um Pálínu sem fer út á land til þess að læra í friði undir próf í háskólanum. Þar hittir hún Erwin sem að segir henni frá litlu fólki og álfum og eftir það tekur líf Pálínu nýja stefnu. Skvísur fá svo að skvísast pínulítið.

Ingi heldur uppi heiðri íslensku myndasagna í blaðinu með myndasögu sinni wtf!wtf!. Að lokum er viðtal við tónlistarmanninn og myndasöguáhugamanninn Megas og myndasögusafn hans skoðað. Nánari upplýsingar er að finna á www.myndasogur.is

 

 


Baráttan við sinn innri Svínahund

plein-comic-im-kopf

Fyrirsögnin er tekin úr bókinni Der Comic im Kopf eða á íslensku Myndasagan í höfðinu eftir Frank Plein og hefur samskonar merkingu hjá þjóðverjum, eins og hver hefur sinn djöfull að draga hjá okkur íslendingum. Bókin kom út núna í ár og hefur undirskriftina Kreatives Erzählen in der neunten Kunst eða á íslensku Skapandi frásögn í níundu listinni, sem að vísar í það að frakkar tala um myndasögugerð sem níundu listina.

Bókin er að mörgu leiti vel heppnuð þó að margt vanti. Í bókinni er farið í hvar möguleikar myndasögurnar liggja í samanburði við skrifaðar sögur og kvikmyndir. Þema, sögusvið og bakgrunnur er í stuttu máli útskýrt. Farið er í persónur og týpur, samræður persóna, söguþráð og uppbyggingu sögu. Frá handriti yfir í myndasögu svo og myndasögur í "praxis". Þá er farið í hvernig aðferðir til þess að koma sögunni til skila í mynd og hvernig mynd og orð eru samtvinnuð.

Ég hef hugsað mér að skrifa eitt og annað um gerð myndasögu á næstu mánuðum svo að ég á eftir að fara inná margt af því sem að þessi bók fer í. Í blogg-greininni Inngangur að myndasögugerð fór ég gróflega í ferlið við gerð myndasögu. En fyrst þarf maður að komast svo langt að maður byrji á myndasögunni.

Í bókinni fer Plein í tvo þætti sem að ég hef ekki séð í öðrum bókum: að byrja að gera myndasögu og að skipuleggja hvernig maður gerir myndasögunu. Ég get talað lengi um að gera myndasögu en geri svo ekkert í málinu og þegar ég sest svo við skrifborðið og ætla að byrja stari ég á autt blaðið gerist heldur ekki mikið. Hálfri mínútu seinna man ég eftir því að ég var ekki búinn að kíkja á tölvupóstinn eða facebook eða vaska upp eða eða....

Í bókinni kallar Plein þetta kattarvandamálið: Köttur frá punkt A til punkt B. Eftir þrjú skref tökur kötturinn eftir einhverju smáatriði sem að verður að vera þefað af og rannsakað og síðan þarf að klóra sér á bakvið eyrað. Kötturinn á líklegast aldrei eftir að komast á punkt B. Þannig er því farið með flest okkar, hugmyndin í kollinum deyr stuttu eftir að hún fæddist. Við ætlum okkur að gera eitthvað en svo kemur hið daglega líf og eyðuleggur allt fyrir okkur. Sumir þekka kannski vandamálið: Þegar ég fæ hugmynd þá hef ég engan tíma og þegar ég hef tíma þá vantar mig hugmyndir.

Í bókinni Þú getur... eftir Jóhann Inga, Sæmund og Marteinn Steinar, er talað um Frestingaráráttuog ef að þú hefur vandamál við að koma draumum þínum, t.d. myndasögu í verk, þá ráðlegg ég þér að lesa kafla í þeirri bók sem að heitir Þú getur sigrast á frestunaráráttu. Og staðreyndin er sú að flestir eiga við frestunaráráttu af einhverju tagi að stríða. Ég átti lengi vel við fullkomnunaráráttu að stríða hvað myndasögur varðar. Ég settist við skrifborð mitt og byrjaði að teikna þær hugmyndir sem að ég var með í kollinum. Afraksturinn sem að var á blaðinu var hvergi nærri eins góður og þær myndir sem að voru í kollinum og eftir smá tíma gafst ég upp. Ég gerði mér svo grein fyrir því að væntingarnar til sjálfs míns væru of háar. Ég gæti ekki ætlast til þess að ég gæti teiknað myndirnar í kollinum án þess að þjálfa mig og mér varð líka ljóst að ef ég gæfi mér nægan tíma þá væri það sem ég teiknaði alls ekki langt frá því sem að í kollinum bjó. Þetta eru svo sem engin ný sannindi en æfingin skapar meistarann og það sem að ég get gert vel í dag er afrakstur mikillar æfingar á sínum tíma. Þetta hefur verið með leiðarljós síðan þá og með hverri myndasögu sem að ég geri þá verður afraksturinn betri og betri.

Í bók Pleins, setur hann fram topp 8 lista yfir því afhverju myndasagan verður aldrei að veruleika:

  • Í 1-5 sæti setur hann epísk skrif. Þeir sem að eru að eru að byrja á sinni fyrsti myndasögu ætla að gera epíska sögu í stíl við Hringadróttinssögu, Harry Potter eða Twilight. Langar og miklar sögur í stórbrotnum heimi. Slík verkefni eru fyrirfram dauðadæmd. Jafnvel myndasaga uppá 100 síður, er einfaldlega of stórt sem fyrsta myndasaga eða myndasaga númer tvö eða þrjú. Graig Thompson sem að teiknaði Blanket og Habibi byrjaði fyrst á að teikna stuttar myndasögur og það á við um alla myndasöguhöfunda sem að hafa seinna gert langar og epískar myndasögur. Svo tökum okkur of stórt verk á hendur heldur byrjum smátt og þjálfum okkur áður en við ráðumst í stærri myndasögur. 10 síðna myndasaga er alls ekki svo einfalt eins og maður heldur í fyrstu.
  • Í 6. sæti er þúsundfjalasmiðurinn. Sá sem vinnur að 7 verkefnum samtímis hefur 6 vandamál. Vandamálið er að með því að dreifa kröftum sínum á mörg verkefni í einu verður oftast til þess að ekkert þeirra verður klárað. Til að byrja með ætti maður að reyna að klára eitt verkefni, eftir því sem að tæknin og vaninn verður meiri, þá verður auðveldara að vera með fleiri járn í eldinum.
  • Í 7. sæti er árangurshóran. Það sem hann á við hér eru myndasöguhöfundar sem að eru að reyna að gera myndasögu sem að þeir halda að markaðurinn vilji lesa. Þær sögur sem verða til þannig eru oft myndasögur sem að eru eftirhermun af öðrum myndasögum, en því miður ekkert meira en það og fyrir vikið hvergi nærri eins góð og upprunalega myndasagan og hver er tilbúin að lesa slíkt? Jafnvel þó það sé "bara" verið að herma eftir öðru þá er erfitt að hvetja sjálfan sig áfram við gerð slíkrar myndasögu og eins gæti það verið að þær myndasögur sem að eru í tísku passi engan vegin við myndasöguhöfundinn. Og hver segir að það sem er í tísku í dag, verði í tísku eftir ár, þegar myndasagan er loksins búin?
  • Í 8. sæti er sá sem er að reyna gera myndasögu án þess að lesa myndasögur sjálfur. Sumir af þeim sem ætla að gera myndasögur bera sjálfir enga virðingu fyrir myndasögum.

Næst mun ég líklagast tala stutt um tímastjórnun og verkstjórnun fyrir myndasögur.


Fríkeypis

Viku eftir Ókeypismyndasögudaginn á Íslandi og í Bandaríkjnum þá er Ókeypismyndasögudagurinn í Þýskalandi, Sviss og Austurríki haldinn undir nafninu Gratis Comic Tag. Þar sem ég er búsettur í Þýskalandi þá ákvað ég að kíkja á hvað í boði væri.

neo_van_bach 

Þetta er í þriðja sinn sem að Ókeypismyndasögudagurinn er haldinn í Þýskalandi. Í fyrsta skipti sem að Ókeypismyndasögudagurinn var haldinn voru útgefendur og myndasöguverslanir ekki viss hvernig allt myndi fara og margir voru hræddir um að verslanirnar myndu sitja uppi með bunka af ókeypis myndasögum. Þær áhyggjur voru óþarfar og kom dagurinn mjög vel út. Ári seinna voru því flestir greinilega of öryggir með sig og var óánægja með hvernig til tókst. Þess vegna var núna í þriðja skiptið farið aðeins varlega í sakirnar. Í fyrra voru 44 ókeypis myndasögur gefnar út af 28 útgefendum (þá reyndar megi þrætta um það hvort það megi kalla alla útgefendur) en í ár var þeim fækkað niður í 30 ókeypis myndasögur gefnar út af 19 útgefenda.

Flest þeirra 30 myndasagna sem að gefnar eru, líta mjög vel út og hafa alls ekki þann stimpil að þær "bara" gefnar og eiga þar flestir útgefendur hrós skilið. Þar sem hugmyndin er að vekja athygli almennings á myndasögum þá get ég ekki sagt að ég hafi verið mikið var við einhverja umfjöllun almennings fjölmiðla um daginn. Þó má finna eitthvað í blöðum og tímaritum sem að eru ætluð unglingum, sem er jú aðalmarkhópurinn.

Í Karlsruhe er í raun bara ein myndasögubúð og ég kíki þar við venjulega mánaðarlega. Þegar ég kom um ellefu leitið (búðin opnar klukkan 10 á laugardögum) þá var eitthvað af fólki í búðinni. Á þessum þremur árum sem að myndasögudagurinn hefur verið haldinn hér í Karlsruhe hafa raðirnar aldrei verið eitthvað í líkindum við það sem er á myndasögudeginum hjá Nexus. Ég veit reyndar ekki hvernig þróunin er yfir daginn. Ég nota tækifærið og versla eitthvað af þeim myndasögum sem að eru nýútkomnar. Að þessu sinni þá mátti velja sex myndasögur af þeim þrjátíu, sem er gott mál því síðast voru það bara þrjár af 44. Ég valdi eftirfarandi myndasögur: Fräulein Rühr-Mich-Nicht-An: Die Jungfrau im Freudenhaus (ísl. Fröken Snertu-Mig-Ekki: Ungfrúin í gleðihúsinu) eftir Hubert & Kerascoät, Die Katze des Rabbiners (ísl. Köttur Rabínsins) eftir Joann Sfar, Wave and Smile (ísl. Vinkað og brosað) eftir Arne Jysch, Blue Evolution volume 3 (ísl. Bláþróunin bindi 3) eftir Sebastian Schwarzbold og Marian Kretschmer, Piratengold (ísl. Sjóræningjagull) eftir Stephan Probst, Elbe-Billy, Sebastian Dietz, Steff Murschetz og Patrick Wagner, Whoa! Comics (ísl. Váh myndasögur) eftir Henning Mehrtens og Christopher Kloiber.

 Reprodukt_FRMNA1_GCT2012

Aðeins tvær myndasögur ekki eftir þjóðverja.

385726_401979073157521_100000362964109_1377967_1425494213_n

Annars er ekki úr vegi að nefna íslenska framlagið til ókeypis myndasögudagsins 2012 síðasta laugardag: Ókeypiss nr. 2 sem fyrir tilstilli Hugleiks Dagsonar var gefið á ókeipis myndasögudaginn annað árið í röð. Eins og í fyrra þá var haldinn myndasögusamkeppni og bestu myndasögurnar voru birtar í blaðinu.

Og svo að lokum ein ókeypis myndasaga eftir Michael Feldmann:

 

 michael_feldmann

 


Ókeypis kökur eða myndasögur?

Þeir sem fylgjast með vita að í dag er Ókeypis myndasögudagurinn á Íslandi og einnig í Bandaríkjunum. Það er dagurinn þar sem að fólk getur farið í Nexus og fengið myndasögur frítt! Eitthvað sem að fólk ætti endilega að nýta sér. Hér er lógóið fyrir daginn:

fcbd

Hugmyndin á bakvið Ókeypis myndasögudaginn er að gefa fólki sem að almennt les ekki myndasögur, að kynnast myndasögum. Stórt skref í þá átt er bara að fá fólk í búðina, þar sem myndasögur eru seldar. Í Bandaríkjunum hafa þó sumar myndasögubúðir notað aðrar aðferðir í tilraun sinni til þess að fá fólk í búðina sína:

fccd-283x300

Ókeypis súkkulaði kökudagurinn 2012 (og reyndar ekki einn dagur heldur þrír dagar!). Og á heimasíðu þeirra hafa þeir skrifað eftirfarandi:

"Við viljum bjóða uppá eitthvað meira en slappar ayglýsingar um ókeypis myndasögur. Við bjóðum uppá mat og afslátt! 7. maí 2011 var fyrsti árlegi ókeypis súkkulaðiköku dagurinn. Það er rétt, leiðin að hjarta safnarans er í gegnum maga hans. Og til að bæta gamanið þá bjóðum við 25% afslátt af öllum vörum...."

Það er ekki að sjá að þeir taki þátt í ókeypis myndasögu deginum og því reyna þeir að laða fólk að með fríum súkkulaðikökum. Hvort ætli laði meira að ókeypis myndasögur eða ókeypis súkkulaði kökur?


Drúídar og Ravermoon

Couv_156671

Undanfarin ár hef ég verið að lesa myndasöguröðinna Drúidarnir (fr. Les Druides) teiknað af Lamontagne eftir sögu Istin og Jigourel. Fyrsta sagan var gefin út í sex bókum og var það sjötta gefið út núna í lok apríl. Sagan gerist þegar menning kelta er að þurrkast út og þar með talin drúídarnir og kristnin er að ná yfirhöndinni. Sagan hefst á því að kristnir munkar eru myrtir og ýmis merki og tákn drúída er að finna í kringum líkin. Reyndur drúídi er fengin til aðstoðar munkunum til þess að finna morðingjann. Slóð morðingjans leiðir hins vegar til ýmisa goðsagnakenndra hluta sem dengjast drúídum og keltum.

AlbdruidesLes4_24062008_230934

Það sem fékk mig til þess að lesa myndasöguna voru teikningarnar hans Lamontagne, sem eru mjög flottar, einkum í fyrri bindunum. Hinir goðsagnakenndu drúídar eru einnig mjög áhugaverðir og til að byrja með er sagan áhugaverð, þar sem einskonar sakamálasaga er í gangi með dulmögnuðum atburðum. En fljótlega dettur botninn úr sögunni og maður hefur á tilfinningunni að sex bækur væri einfaldlega of mikið fyrir söguna. Höfundarnir hefðu frekar átt að hafa bækurnar færri og sterkari sögu. Sagan virðist vera sögð útfrá lærisveini hins reynda drúída sem leitar morðingjans, svona svipað og dr. Watchson hjá Sherlock Holmes, en þó alltaf í þátíð, þ.e. mörgum árum seinna, sem því miður dregur söguna niður. Sagan byrjaði vel en heldur ekki dampi. Að mörgu leiti hefur það líka með persónurnar að gera. Þær eru einfaldlega ekki nógu áhugaverðar.  Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvort að ég er tilbúinn að lesa næstu sögu um Drúídana.

 

51%2BUYjZ8GxL__SL500_AA300_

Hin myndasagan sem að ég las núna um helgina er Revermoon: Loforð loganna (fr. Ravermoon: La Promesse des Flammes) teiknuð af Leo Pilipovic eftir sögu Sylvain Cordurié. Þetta er fyrsta bókin af þremur og sagan lofar góðu. Teikningarnar hans Pilipovic eru ekki eins flottar eins og Lamontagne og stundum virðast stærðarhlutföll sumra persóna ekki vera rétt, þá koma teikningarnar sögunnni vel til skila og sagan er vel sögð. Þetta er önnur myndasagan sem ég les eftir Cordurié og það hann virðist kunna vel til verka. Það verður gaman að sjá hvernig sagan þróast. Sagan gerist í Ylgaard sem er miðstöð galdra og dulhyggju. Þar hafa regla galdramanna fundið galdur til þess að hafa áhrif á gang tímans. Eina nótt eru þessir galdramenn drepnir, nema að einn nær að sleppa. Leitin að morðingjanum hefst og er þar í fararbroddi systir galdramannsins sem að lifði af og það kemur fljótlega í ljós að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Samhliða sjáum við hvernig konungurinn í Ylgaard reynir að finna ráð til að bjarga veikri konu sinni og skúrkarnir reyna að söðla undir sig Ylgaard.


Lífið í lit

litid2

Nýjasta tölublað (það númer 19) íslenska myndasögublaðsins NeoBleks var að koma út núna á dögunum. Blaðið sem er 70 blaðsíður að lit, skartar í fyrsta skipti lit á hverri einustu blaðsíðu. Og þó að blaðið hafi oft litið vel út, þá lítur blaðið einstaklega vel út í lit.

Framhaldsagan um Sval og Val, Á valdi kakkalakkanna, eftir Yann og Schwartz kom vel út í svart-hvítu en er ekki síðri í lit. Í þessu blaði líkur sögunni. Þriðja testamentið, eftir Dorison og Alice, er samt sú myndasaga sem að fær nýtt líf í lit og lítur einstaklega vel út. Maður sér hvernig Alice hefur notað litina til að segja söguna og bæta nýrri vídd í söguna, sem að því miður tapast í svart-hvítu útgáfunni. Wisher fær líka aukið líf í lit, þó að sú saga hafi skilað sér ágætlega í svart-hvítu.

Stuttar sögur um Skvísur eftir Delaf og Dubuc og Lína eftir Neel. Ingi Jensson heldur uppi heiðri íslenskra myndasagna með stuttum sögum úr Heimi Sjonna og undirritaður á eina síðu sem nefnist Skynjun. Að auki er viðtal við Jóhann Pál Valdimarsson forstjóra JPV Forlagsins en hann hefur talsvert komið við sögu í útgáfu myndasagna á íslensku.

Í stuttu máli: topp blað sem ég mæli eindregið með að fólk næli sér í.


Það sem ég hef lesið undanfarið

Datt í hug að það væri ekki úr vegi að skrifa lítið eitt um þær myndasögur sem að ég les og gera það reglulega. Því miður þá eru ekki allar þær myndasögur sem að ég mun skrifa um fáanlegar á Íslandi en þó einhverjar og ég vona að fólk fyrirgefi mér það og taki því frekar sem ábendinug um það hversu mikið Íslendingar fara á mis við ;)

Chew, vol 2Chew, bindi 2, eftir John Layman og Rob Guillory. Fjallar um lögreglumanninn Tony Chew sem að hefur þann eiginleika að þegar hann borðar eitthvað þá upplifir hann fortíð þess sem hann borðar. Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hann getur ekkert borðað nema rauðrófur. Sagan gerist í hliðstæðum heimi þar sem búið er að banna allt fuglakjöt eftir fuglaveikina árið 2006.

Hugmyndin er mjög góð og teikningarnar passa sögunni vel og litir eru einstaklega velheppnaðir. Stundum fær maður bara klíu út af litunum. Sagan er í léttum dúr og í þessu öðru bindi tekst höfunum betur til en í fyrsta bindi. Sagan er áhugaverðari. Undir þeim létta dúr sem að sögunni fylgir er þó örlítil ádeila á nútíma damfélag en því miður bara örlítil. 

labiano-dixie-road

Dixie Road eftir Hugues Labiano og Jean Dufaux. Sagan gerist í Bandaríkjunum á kreppuárunum og segir frá fjölskyldu út frá sjónarhorni dótturinnar. Þegar sagan byrjar hefur pabbi hennar rænt banka (já hvað á maður að gera þegar enga peninga er að fá, hugsar pabbi hennar) og mamma hennar stendur í ströngu við að mótmæla yfirgangi atvinnuveitenda hennar. Í óheppilegri atburðarás missir sonur atvinnuveitenda hennar líf sitt og er fjölskyldan grunuð um að hafa myrt soninn, sem verður til þess að þau eru á flótta vegna bankaráns og morðs.

Sem söguleg myndasaga er hún nokkuð áhugaverð. Það er sýnt ágætlega hvernig ástandið var í sveitum Bandaríkjanna, þar sem fólkið sem hafði peninganna reyndi að þagga og stjórna almúganum. Teikningarnar eru ágætar. Ég verð þó að viðurkenna að sagan greip mig þó aldrei neinum heljargreipum þannig að ég gæti ekki lagt bókina frá mér. Sem var því miður, því ég held að efni sögunnar hefði það í sér. Kannski að hluta til af því að persónurnar fannst mér ekki nógu áhugaverðar.

ernirRomar

Ernir Rómar (fr. Les Angles de Rome) bindi 3 eftir Marini. Segir frá tveimur uppeldisbræðrum á rómar tímum sem að eru í þjónustu rómarríkis og eru að klifra upp metorðastigann. Annar er hreinn Germani en hinn á germanska móður.

Fyrsta bindið fannst mér mjög gott sem varð til þess að ég hef keypt næstu tvö bindi. Það var augljóst í fyrsta bindi að sagan yrði alltaf um baráttu uppeldisbræðranna beggja og í þriðja bindi er grunnurinn settur fyrir stríð milli rómverja og germanna, og líklegast munu bræður berjast. Síðari tvö bindin finnst mér engan vegin eins góð og það fyrsta og spilar það kannski stórt hlutverk að hvorugur af bræðrunum fær samúð mína eða virka á mig sem áhugaverðar persónur. Það er þó áhugavert að sjá hvernig sagan endar en ég vona að sá endir komi brátt. 

9782723480451_1_75

Konungar, innrásin (fr. Konungar: Invasions) eftir Sylvain Runberg og Juzhen. Ríki Alstavík í norðri stendur í stríðri milli tveggja bræðra, Sigvald og Rildrig, en ríkið er nú mun meiri hættu þar sem að fylking Kentára ráðast að nýju á ríkið. Það er því spurning hvort að bærðurnir geti snúið bökum saman eða hvort að sundrungin verði þeim að falli.

Ég les gjarnan sögur sem að tengjast á einhvern hátt norrænum sögum eða víkingum. Sylvain er með aðra myndasöguröð um víkinga sem að heitir Hammerfall en þá hef ég ekki lesið. Konungar hefur í sjálfu sér lítið með norræna víkinga að gera. Sagan gæti allt eins gerst í miðri evrópu, einhvern tíman í árdaga. Sérstaklega þegar skepnur ein og Kentár koma við sögu. Því eru titill myndasögunnar og staðarnöfn og nöfn persóna frekar sem skraut og þó er talað um rúnagaldra og goðin. Sagan sem slík er ágætis skemmtun og myndirnar fínar. Það verður gaman að sjá hvort að sagan haldi vatni í næstu bindum.

_normal_1gDug_SISTERS2

Systurnar (fr. Les Sisters 1) eftir Cazenove og Williams. Fjallar um daglegt líf systra á gaman saman hátt. Ein blaðsíða er stutt saga eða brandari.

Það var eitthvað sem að mér líkaði mjög vel þegar ég var að fletta í gegnum þessa bók í bókabúðinni. Umfjöllunarefnið, teikningarnar og litunin og einhvern vegin yfirbragðið svo að ég keypti bókina. Myndasagan er vel heppnuð og myndirnar vel teiknaðar. Eins og forsíða fyrsta bindisins sýnir mjög vel þá er samskipta systranna blíð svo og stríð. Í Frakklandi var að koma út sjötta bindi en þetta var fyrsta bindi sem að ég var að lesa. Mæli með þessari myndasögu.


Fræðimyndasögur

Ég hef gaman af fræðibókum og ég skoða því yfirleit fræðimyndasögur. Ég rakst núna um daginn á bókina Kapitalismus - Ein Sachcomic (Kapitalismus - Fræðimyndasaga), sem er gefin út af Infocomics. Ég varð því miður fyrir vonbrigðum. Þrátt fyrir að orðið "comics" komi fyrir í titli bókarinnar og nafni útgefanda þá er ekki um að ræða myndasögu heldur myndskreytta bók í stíl við bókaséríuna "for Beginners". Þetta vekur kannski upp þá spurningu hvað er myndasaga og hvað ekki og í mínum huga verður myndirnar að segja sögu (með eða án hjálpar texta) en ekki vera skreyting við textann þó að talbröðrur séu notaðar í myndunum. (Þess má geta að á frummálinu, þ.e. ensku, heitir bókin Capitalism - A Graphic Guide).

normal_Long_Tail_cover-2%20JPEGÞað eru til bækur sem að standa mun betur undir nafninu fræðimyndasaga. Dæmi eru bækurnar sem að SmarterComics gefur út en þeir hafa tekið áður útgefnar bækur og gefið út myndasögu útgáfa af þeim og má þar nefna The art of war eftir Sun Tzu og The Long Tail eftir Chris Anderson. Þessar myndasöguútgáfur af upprunalegu bókunum eru talsvert styttri í blaðsíðum talið, 50-60 síður, og virka því frekar sem samantekt en endursögn í myndum af upprunalegu bókunum. Sem slíkar þá eru þær nokkuð vel gerðar og þó að stundum fái maður á tilfinninguna að sumir rammar séu frekar myndskreyting þá eru það myndirnar sem að bera frásögnina með auðvitað mjög miklum stuðninginni frá textanum. En í því hraða nútímasamfélagi þar sem fólk hefur ekki lengur tíma til að lesa gagnlegar bækur þá ætti stutt bók, þar sem að myndir skýra út hugtök og hugmyndir, einmitt að vera tilvalin. Þeir sem hafa lesið bókina The art of war, vita svo sem að frásögnin er nokkuð slitrótt og það á einnig við um myndasöguna. Myndasagan reynir að færa þessa fórnu speki yfir á nútíman og tekst ágætlega. The Long tail er mun heilsteyptari bók og fjallar um markaðinn og hvernig hann er að breytast í dag og fannst mér mjög áhugaverð lesning.

Þær fræðibækur sem að hafa á bestan hátt nýtt sér form myndasögunnar eru þó bækur Scott McLouds: Understanding Comics, Reinventing Comics og Making Comics, sem að fjalla um myndasöguformið sjálft. Fræðimyndasögur munu alltaf vera mikið háðar textanum en Scott sýnir vel hvernig myndirnar verða meira en bara stuðningur við textann. Þeir sem hafa áhuga á myndasögum og hafa ekki ennþá lesið þessar bækur þá ættu þeir endilega að lesa þær.

influencing_machine-e1305738868628Önnur bók sem ég hef nýlega lesið og heitir The Influencing Machine eftir Brooke Gladstone tekst svipað vel til og Scott McLoud. Myndasagan fjallar um fjölmiðla og hvaða áhrif og hlutverk þeir hafa í nútíma samfélagi og hvernig þróun fjölmiðla hefur verið. Myndasagan er mjög vel sett fram og er einkar áhugaverð og þörf lesning. Hér má lesa þrjár síður úr bókinni. Brooke tekur fyrir þróun fjölmiðla, áhrif ríkistjórnarinnar t.d. með lagasetningum eða þegar þjóð er í stríði. Þar sem hún er bandarísk þá er hennar sjónarhorn út frá Bandaríkjunum en flest af því sem að hún skrifar á við um vestrænar þjóðir.

 

macro-front-cover

Tvær fræðimyndasögur finnst mér einnig að hafa vel tekist til: The Cartoon introductino to Economics, volume one: microeconomics og volume two: macroeconomics eftir Grady Klein og Yoram Bauman. En þar hafa þeir gert tvær ágætis bækur um hagfræði. Fyrra bindið tekur fyrir hagfræði séð út frá einstaklingi  og einstaklingum og því grunninn að viðskiptum og markaði. Bindi tvö tekur fyrir þjóðarhagfræði og viðskipti milli landa og alþjóðamarkað. Þar sem að bækurnar eru hugsaðar sem inngangur að hagfræði en sinna því hlutverki mjög vel og koma því efni á mjög einfaldlega til skila og á gamansaman hátt. Efni síðara bindisins fannst mér áhugaverðara þar sem að þeir tóku fyrir tvær stefnur í hagfræðinni og settu það í samhengi við þar kreppur sem að hafa verið í gangi. Hins vegar er mér spurn hvort að þær lausnir sem að eru boðaðar í umhverfishagfræði sé ekki í mótsögn við þær lausnir sem að tengjast þjóðarhagfræði. Þeir sem að hafa áhuga á að skilja grunnhugtök og hugsun í hagfræði þá mæli ég með þessum bókum.


Þakíbúð á fyrstu hæð?

Mér var bent á eftirfarandi panil í myndasögublaðinu Teen Titans númer 4, eftir Scott Lobdell, Brett Booth og Norm Rapmund.

teentitans4Ég veðr að viðurkenna að ég les ekki Teen Titans en þessi rammi birtist í blaðsíðu átta en hér lætur höfundurinn eina persónuna segja (lauslega þýtt) "Hvert þó í...?! Við erum í þakíbúð á 30. hæð. Hvernig stendur á því að það er gata fyrir utan dyrnar?!"

En í þessu heftir þá er það einmitt þannig að þetta á að gerast á 30 hæð í þakíbúð en þessi rammi virðist ekki passa inní. Svona rammi vekur auðvitað upp nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi þá tekur maður ekki eftir þessum mistökum þegar maður les blaðið í fyrsta skipti nema einmitt af því að textinn vekur athygli á því. Í öðru lagi, hvernig kemmst þessi texti í endanlega prentun. Hefði textsetjarinn, eða að minnsta kosti ritstjóri blaðsins átt að taka eftir þessu. Eiginlega virðist þessi texti vera spurning og athugasemd höfundar til teiknarans. Þó það sem gerir textann skondinn eru viðbrögð annara pesóna "Einmitt?" og "Skiptir ekki máli - þessi...."

Í þriðja lagi, hvernig datt teiknaranum í hug að teikna þennan ramma svona. Var ekki ljóst hvar atburðurinn átti sér stað? Var höfundurinn ekki nógu skýr í handritinu?


Íslenskar myndasögur 2011

Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á síðasta ári. Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita.

17Að þessu sinni þá var útgáfa íslenskra myndasögublaða nokkuð fjörug í samanburði við síðustu ár. Gefin voru út fjögur tölublöð af Myndasögublaðinu NeoBlek en þar er framhald á því sem að þeir byrjuðu á síðasta ári. Blöðin eru 70-80 blaðsíður og stór hluti blaðsins eru þýddar franskar myndasögur, nokkuð sem að er ekki fáanlegt fyrir íslenska lesendur að öðru leiti. Restin eru íslenskar myndasögur og í ár hafa Ingi Jensson, Bjarni Hinriksson, Jan Pozok og Stefán Ljósbrá átt sögur í blaðinu.

Í kringum Ókeypismyndasögudaginn komu svo út tvö önnur blöð: ÓkeiPiss! sem var gefið út af Nexus og ÓkeiBæ, og Myndasögutímaritið Aðsvif gefið út af myndlistanemum.

Í tilefni af útgáfu ÓkeiPiss! efndi Hugleikur Dagsson til myndasögusamkeppni og voru 5 bestu myndasögurnar birtar í blaðinu ÓkeiPiss! Að auki áttu nokkrir þekktir myndasöguteiknarar sögur í blaðinu en þeir sem áttu myndasögur í blaðinu voru: Halldór Baldursson, Þorri Hringsson, Bjarni Hinriksson, Hugleikur Dagsson, Jónas Reynir, Lóa Hjálmtýs, Arnar Trór, Friðgeir Jóhannes, Ingvar Barkarson, Birta Þrastardóttir, Júlía Hermannsdóttir, Magnús Ingvar, Eysteinn Þ og Hróbjartur A. og Lilja Hlín Pétursdóttir.

195741_206612006037449_4469444_nHugmyndin var að Myndasögutímaritið Aðsvif kæmi út mánaðarlega frá og með 1. júlí og var tölublaðið, sem kom út í maí í tilefni af Ókeypismyndasögu deginum, svo kallað sýnishorn. Eftir því sem að ég best veit þá var það samt eina tölublaðið sem kom út á síðasta ári.. Sjáum til hvað nýtt ár ber í skauti sér. Myndasögur í blaðinu áttu Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, Kristján Ingólfsson og Alexander Dan Vilhjálmsson, Andri Kjartan, Orri Snæ Karlsson, Ingunn Sara Sigurbjörnsdóttir, Hannar Sindri Grétarsson, John Randel, Álfgrímur og Gísli Dan og Arnar þór Kristjánsson.

Þá held ég að útgáfa íslenskra myndasagna sé upptalinn á árinu 2011! (Og ég verð yfir mig ánægður ef einhver bendir mér á myndasögu sem ég hef gleymt).

Nokkrar þýddar myndasögur voru gefnar út á árinu 2011. Edda útgáfan gefur út myndasögublaðið Andrés Önd og félagar í íslenskri þýðingu og svo Syrpuna sem eru þýddar myndasögur um Andrés og félaga. Eddu útgáfan gaf einnig út viðbót við bókina um Jóakim Aðalönd sem að þeir gáfu út í fyrra og heitir hún Jóakim Aðaland - Ævi og störf, aukasögur.

Iðunn/Forlagið endurútgaf tvær Tinna bækur á árinu 2011: Leynivopnið og Kolafarmurinn. Bækurnar eru þýddar af Lofti Guðmundssyni. Iðunn/Forlagið endurútgaf einnig út aðra bókina í bókaröð Danans Peter Madsens Goðheimar og ber hún nafnið Hamarsheimt og er þýdd af Guðna Kolbeinssyni. Bækur Petersens um Goðheima eru alls 15 og það væri frábært ef að Iðunn myndi gefa þær allar út á íslensku.

Forlagið JPV Útgáfan gaf út bókina Úkk og glúkk, ævintýri kúng-gú-hellisbúa úr framtíðinni, eftir Dav Pilkey.

Þetta er allt sem ég hef fundið af útgáfu myndasagna á íslensku árið 2011.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband