Íslenskar myndasögur 2011

Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á síðasta ári. Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita.

17Að þessu sinni þá var útgáfa íslenskra myndasögublaða nokkuð fjörug í samanburði við síðustu ár. Gefin voru út fjögur tölublöð af Myndasögublaðinu NeoBlek en þar er framhald á því sem að þeir byrjuðu á síðasta ári. Blöðin eru 70-80 blaðsíður og stór hluti blaðsins eru þýddar franskar myndasögur, nokkuð sem að er ekki fáanlegt fyrir íslenska lesendur að öðru leiti. Restin eru íslenskar myndasögur og í ár hafa Ingi Jensson, Bjarni Hinriksson, Jan Pozok og Stefán Ljósbrá átt sögur í blaðinu.

Í kringum Ókeypismyndasögudaginn komu svo út tvö önnur blöð: ÓkeiPiss! sem var gefið út af Nexus og ÓkeiBæ, og Myndasögutímaritið Aðsvif gefið út af myndlistanemum.

Í tilefni af útgáfu ÓkeiPiss! efndi Hugleikur Dagsson til myndasögusamkeppni og voru 5 bestu myndasögurnar birtar í blaðinu ÓkeiPiss! Að auki áttu nokkrir þekktir myndasöguteiknarar sögur í blaðinu en þeir sem áttu myndasögur í blaðinu voru: Halldór Baldursson, Þorri Hringsson, Bjarni Hinriksson, Hugleikur Dagsson, Jónas Reynir, Lóa Hjálmtýs, Arnar Trór, Friðgeir Jóhannes, Ingvar Barkarson, Birta Þrastardóttir, Júlía Hermannsdóttir, Magnús Ingvar, Eysteinn Þ og Hróbjartur A. og Lilja Hlín Pétursdóttir.

195741_206612006037449_4469444_nHugmyndin var að Myndasögutímaritið Aðsvif kæmi út mánaðarlega frá og með 1. júlí og var tölublaðið, sem kom út í maí í tilefni af Ókeypismyndasögu deginum, svo kallað sýnishorn. Eftir því sem að ég best veit þá var það samt eina tölublaðið sem kom út á síðasta ári.. Sjáum til hvað nýtt ár ber í skauti sér. Myndasögur í blaðinu áttu Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, Kristján Ingólfsson og Alexander Dan Vilhjálmsson, Andri Kjartan, Orri Snæ Karlsson, Ingunn Sara Sigurbjörnsdóttir, Hannar Sindri Grétarsson, John Randel, Álfgrímur og Gísli Dan og Arnar þór Kristjánsson.

Þá held ég að útgáfa íslenskra myndasagna sé upptalinn á árinu 2011! (Og ég verð yfir mig ánægður ef einhver bendir mér á myndasögu sem ég hef gleymt).

Nokkrar þýddar myndasögur voru gefnar út á árinu 2011. Edda útgáfan gefur út myndasögublaðið Andrés Önd og félagar í íslenskri þýðingu og svo Syrpuna sem eru þýddar myndasögur um Andrés og félaga. Eddu útgáfan gaf einnig út viðbót við bókina um Jóakim Aðalönd sem að þeir gáfu út í fyrra og heitir hún Jóakim Aðaland - Ævi og störf, aukasögur.

Iðunn/Forlagið endurútgaf tvær Tinna bækur á árinu 2011: Leynivopnið og Kolafarmurinn. Bækurnar eru þýddar af Lofti Guðmundssyni. Iðunn/Forlagið endurútgaf einnig út aðra bókina í bókaröð Danans Peter Madsens Goðheimar og ber hún nafnið Hamarsheimt og er þýdd af Guðna Kolbeinssyni. Bækur Petersens um Goðheima eru alls 15 og það væri frábært ef að Iðunn myndi gefa þær allar út á íslensku.

Forlagið JPV Útgáfan gaf út bókina Úkk og glúkk, ævintýri kúng-gú-hellisbúa úr framtíðinni, eftir Dav Pilkey.

Þetta er allt sem ég hef fundið af útgáfu myndasagna á íslensku árið 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband