Fræðimyndasögur

Ég hef gaman af fræðibókum og ég skoða því yfirleit fræðimyndasögur. Ég rakst núna um daginn á bókina Kapitalismus - Ein Sachcomic (Kapitalismus - Fræðimyndasaga), sem er gefin út af Infocomics. Ég varð því miður fyrir vonbrigðum. Þrátt fyrir að orðið "comics" komi fyrir í titli bókarinnar og nafni útgefanda þá er ekki um að ræða myndasögu heldur myndskreytta bók í stíl við bókaséríuna "for Beginners". Þetta vekur kannski upp þá spurningu hvað er myndasaga og hvað ekki og í mínum huga verður myndirnar að segja sögu (með eða án hjálpar texta) en ekki vera skreyting við textann þó að talbröðrur séu notaðar í myndunum. (Þess má geta að á frummálinu, þ.e. ensku, heitir bókin Capitalism - A Graphic Guide).

normal_Long_Tail_cover-2%20JPEGÞað eru til bækur sem að standa mun betur undir nafninu fræðimyndasaga. Dæmi eru bækurnar sem að SmarterComics gefur út en þeir hafa tekið áður útgefnar bækur og gefið út myndasögu útgáfa af þeim og má þar nefna The art of war eftir Sun Tzu og The Long Tail eftir Chris Anderson. Þessar myndasöguútgáfur af upprunalegu bókunum eru talsvert styttri í blaðsíðum talið, 50-60 síður, og virka því frekar sem samantekt en endursögn í myndum af upprunalegu bókunum. Sem slíkar þá eru þær nokkuð vel gerðar og þó að stundum fái maður á tilfinninguna að sumir rammar séu frekar myndskreyting þá eru það myndirnar sem að bera frásögnina með auðvitað mjög miklum stuðninginni frá textanum. En í því hraða nútímasamfélagi þar sem fólk hefur ekki lengur tíma til að lesa gagnlegar bækur þá ætti stutt bók, þar sem að myndir skýra út hugtök og hugmyndir, einmitt að vera tilvalin. Þeir sem hafa lesið bókina The art of war, vita svo sem að frásögnin er nokkuð slitrótt og það á einnig við um myndasöguna. Myndasagan reynir að færa þessa fórnu speki yfir á nútíman og tekst ágætlega. The Long tail er mun heilsteyptari bók og fjallar um markaðinn og hvernig hann er að breytast í dag og fannst mér mjög áhugaverð lesning.

Þær fræðibækur sem að hafa á bestan hátt nýtt sér form myndasögunnar eru þó bækur Scott McLouds: Understanding Comics, Reinventing Comics og Making Comics, sem að fjalla um myndasöguformið sjálft. Fræðimyndasögur munu alltaf vera mikið háðar textanum en Scott sýnir vel hvernig myndirnar verða meira en bara stuðningur við textann. Þeir sem hafa áhuga á myndasögum og hafa ekki ennþá lesið þessar bækur þá ættu þeir endilega að lesa þær.

influencing_machine-e1305738868628Önnur bók sem ég hef nýlega lesið og heitir The Influencing Machine eftir Brooke Gladstone tekst svipað vel til og Scott McLoud. Myndasagan fjallar um fjölmiðla og hvaða áhrif og hlutverk þeir hafa í nútíma samfélagi og hvernig þróun fjölmiðla hefur verið. Myndasagan er mjög vel sett fram og er einkar áhugaverð og þörf lesning. Hér má lesa þrjár síður úr bókinni. Brooke tekur fyrir þróun fjölmiðla, áhrif ríkistjórnarinnar t.d. með lagasetningum eða þegar þjóð er í stríði. Þar sem hún er bandarísk þá er hennar sjónarhorn út frá Bandaríkjunum en flest af því sem að hún skrifar á við um vestrænar þjóðir.

 

macro-front-cover

Tvær fræðimyndasögur finnst mér einnig að hafa vel tekist til: The Cartoon introductino to Economics, volume one: microeconomics og volume two: macroeconomics eftir Grady Klein og Yoram Bauman. En þar hafa þeir gert tvær ágætis bækur um hagfræði. Fyrra bindið tekur fyrir hagfræði séð út frá einstaklingi  og einstaklingum og því grunninn að viðskiptum og markaði. Bindi tvö tekur fyrir þjóðarhagfræði og viðskipti milli landa og alþjóðamarkað. Þar sem að bækurnar eru hugsaðar sem inngangur að hagfræði en sinna því hlutverki mjög vel og koma því efni á mjög einfaldlega til skila og á gamansaman hátt. Efni síðara bindisins fannst mér áhugaverðara þar sem að þeir tóku fyrir tvær stefnur í hagfræðinni og settu það í samhengi við þar kreppur sem að hafa verið í gangi. Hins vegar er mér spurn hvort að þær lausnir sem að eru boðaðar í umhverfishagfræði sé ekki í mótsögn við þær lausnir sem að tengjast þjóðarhagfræði. Þeir sem að hafa áhuga á að skilja grunnhugtök og hugsun í hagfræði þá mæli ég með þessum bókum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband