Drúídar og Ravermoon

Couv_156671

Undanfarin ár hef ég verið að lesa myndasöguröðinna Drúidarnir (fr. Les Druides) teiknað af Lamontagne eftir sögu Istin og Jigourel. Fyrsta sagan var gefin út í sex bókum og var það sjötta gefið út núna í lok apríl. Sagan gerist þegar menning kelta er að þurrkast út og þar með talin drúídarnir og kristnin er að ná yfirhöndinni. Sagan hefst á því að kristnir munkar eru myrtir og ýmis merki og tákn drúída er að finna í kringum líkin. Reyndur drúídi er fengin til aðstoðar munkunum til þess að finna morðingjann. Slóð morðingjans leiðir hins vegar til ýmisa goðsagnakenndra hluta sem dengjast drúídum og keltum.

AlbdruidesLes4_24062008_230934

Það sem fékk mig til þess að lesa myndasöguna voru teikningarnar hans Lamontagne, sem eru mjög flottar, einkum í fyrri bindunum. Hinir goðsagnakenndu drúídar eru einnig mjög áhugaverðir og til að byrja með er sagan áhugaverð, þar sem einskonar sakamálasaga er í gangi með dulmögnuðum atburðum. En fljótlega dettur botninn úr sögunni og maður hefur á tilfinningunni að sex bækur væri einfaldlega of mikið fyrir söguna. Höfundarnir hefðu frekar átt að hafa bækurnar færri og sterkari sögu. Sagan virðist vera sögð útfrá lærisveini hins reynda drúída sem leitar morðingjans, svona svipað og dr. Watchson hjá Sherlock Holmes, en þó alltaf í þátíð, þ.e. mörgum árum seinna, sem því miður dregur söguna niður. Sagan byrjaði vel en heldur ekki dampi. Að mörgu leiti hefur það líka með persónurnar að gera. Þær eru einfaldlega ekki nógu áhugaverðar.  Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hvort að ég er tilbúinn að lesa næstu sögu um Drúídana.

 

51%2BUYjZ8GxL__SL500_AA300_

Hin myndasagan sem að ég las núna um helgina er Revermoon: Loforð loganna (fr. Ravermoon: La Promesse des Flammes) teiknuð af Leo Pilipovic eftir sögu Sylvain Cordurié. Þetta er fyrsta bókin af þremur og sagan lofar góðu. Teikningarnar hans Pilipovic eru ekki eins flottar eins og Lamontagne og stundum virðast stærðarhlutföll sumra persóna ekki vera rétt, þá koma teikningarnar sögunnni vel til skila og sagan er vel sögð. Þetta er önnur myndasagan sem ég les eftir Cordurié og það hann virðist kunna vel til verka. Það verður gaman að sjá hvernig sagan þróast. Sagan gerist í Ylgaard sem er miðstöð galdra og dulhyggju. Þar hafa regla galdramanna fundið galdur til þess að hafa áhrif á gang tímans. Eina nótt eru þessir galdramenn drepnir, nema að einn nær að sleppa. Leitin að morðingjanum hefst og er þar í fararbroddi systir galdramannsins sem að lifði af og það kemur fljótlega í ljós að hún er ekki öll þar sem hún er séð. Samhliða sjáum við hvernig konungurinn í Ylgaard reynir að finna ráð til að bjarga veikri konu sinni og skúrkarnir reyna að söðla undir sig Ylgaard.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband