Það sem ég hef lesið undanfarið

Datt í hug að það væri ekki úr vegi að skrifa lítið eitt um þær myndasögur sem að ég les og gera það reglulega. Því miður þá eru ekki allar þær myndasögur sem að ég mun skrifa um fáanlegar á Íslandi en þó einhverjar og ég vona að fólk fyrirgefi mér það og taki því frekar sem ábendinug um það hversu mikið Íslendingar fara á mis við ;)

Chew, vol 2Chew, bindi 2, eftir John Layman og Rob Guillory. Fjallar um lögreglumanninn Tony Chew sem að hefur þann eiginleika að þegar hann borðar eitthvað þá upplifir hann fortíð þess sem hann borðar. Þessi eiginleiki gerir það að verkum að hann getur ekkert borðað nema rauðrófur. Sagan gerist í hliðstæðum heimi þar sem búið er að banna allt fuglakjöt eftir fuglaveikina árið 2006.

Hugmyndin er mjög góð og teikningarnar passa sögunni vel og litir eru einstaklega velheppnaðir. Stundum fær maður bara klíu út af litunum. Sagan er í léttum dúr og í þessu öðru bindi tekst höfunum betur til en í fyrsta bindi. Sagan er áhugaverðari. Undir þeim létta dúr sem að sögunni fylgir er þó örlítil ádeila á nútíma damfélag en því miður bara örlítil. 

labiano-dixie-road

Dixie Road eftir Hugues Labiano og Jean Dufaux. Sagan gerist í Bandaríkjunum á kreppuárunum og segir frá fjölskyldu út frá sjónarhorni dótturinnar. Þegar sagan byrjar hefur pabbi hennar rænt banka (já hvað á maður að gera þegar enga peninga er að fá, hugsar pabbi hennar) og mamma hennar stendur í ströngu við að mótmæla yfirgangi atvinnuveitenda hennar. Í óheppilegri atburðarás missir sonur atvinnuveitenda hennar líf sitt og er fjölskyldan grunuð um að hafa myrt soninn, sem verður til þess að þau eru á flótta vegna bankaráns og morðs.

Sem söguleg myndasaga er hún nokkuð áhugaverð. Það er sýnt ágætlega hvernig ástandið var í sveitum Bandaríkjanna, þar sem fólkið sem hafði peninganna reyndi að þagga og stjórna almúganum. Teikningarnar eru ágætar. Ég verð þó að viðurkenna að sagan greip mig þó aldrei neinum heljargreipum þannig að ég gæti ekki lagt bókina frá mér. Sem var því miður, því ég held að efni sögunnar hefði það í sér. Kannski að hluta til af því að persónurnar fannst mér ekki nógu áhugaverðar.

ernirRomar

Ernir Rómar (fr. Les Angles de Rome) bindi 3 eftir Marini. Segir frá tveimur uppeldisbræðrum á rómar tímum sem að eru í þjónustu rómarríkis og eru að klifra upp metorðastigann. Annar er hreinn Germani en hinn á germanska móður.

Fyrsta bindið fannst mér mjög gott sem varð til þess að ég hef keypt næstu tvö bindi. Það var augljóst í fyrsta bindi að sagan yrði alltaf um baráttu uppeldisbræðranna beggja og í þriðja bindi er grunnurinn settur fyrir stríð milli rómverja og germanna, og líklegast munu bræður berjast. Síðari tvö bindin finnst mér engan vegin eins góð og það fyrsta og spilar það kannski stórt hlutverk að hvorugur af bræðrunum fær samúð mína eða virka á mig sem áhugaverðar persónur. Það er þó áhugavert að sjá hvernig sagan endar en ég vona að sá endir komi brátt. 

9782723480451_1_75

Konungar, innrásin (fr. Konungar: Invasions) eftir Sylvain Runberg og Juzhen. Ríki Alstavík í norðri stendur í stríðri milli tveggja bræðra, Sigvald og Rildrig, en ríkið er nú mun meiri hættu þar sem að fylking Kentára ráðast að nýju á ríkið. Það er því spurning hvort að bærðurnir geti snúið bökum saman eða hvort að sundrungin verði þeim að falli.

Ég les gjarnan sögur sem að tengjast á einhvern hátt norrænum sögum eða víkingum. Sylvain er með aðra myndasöguröð um víkinga sem að heitir Hammerfall en þá hef ég ekki lesið. Konungar hefur í sjálfu sér lítið með norræna víkinga að gera. Sagan gæti allt eins gerst í miðri evrópu, einhvern tíman í árdaga. Sérstaklega þegar skepnur ein og Kentár koma við sögu. Því eru titill myndasögunnar og staðarnöfn og nöfn persóna frekar sem skraut og þó er talað um rúnagaldra og goðin. Sagan sem slík er ágætis skemmtun og myndirnar fínar. Það verður gaman að sjá hvort að sagan haldi vatni í næstu bindum.

_normal_1gDug_SISTERS2

Systurnar (fr. Les Sisters 1) eftir Cazenove og Williams. Fjallar um daglegt líf systra á gaman saman hátt. Ein blaðsíða er stutt saga eða brandari.

Það var eitthvað sem að mér líkaði mjög vel þegar ég var að fletta í gegnum þessa bók í bókabúðinni. Umfjöllunarefnið, teikningarnar og litunin og einhvern vegin yfirbragðið svo að ég keypti bókina. Myndasagan er vel heppnuð og myndirnar vel teiknaðar. Eins og forsíða fyrsta bindisins sýnir mjög vel þá er samskipta systranna blíð svo og stríð. Í Frakklandi var að koma út sjötta bindi en þetta var fyrsta bindi sem að ég var að lesa. Mæli með þessari myndasögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband