Lífið í lit

litid2

Nýjasta tölublað (það númer 19) íslenska myndasögublaðsins NeoBleks var að koma út núna á dögunum. Blaðið sem er 70 blaðsíður að lit, skartar í fyrsta skipti lit á hverri einustu blaðsíðu. Og þó að blaðið hafi oft litið vel út, þá lítur blaðið einstaklega vel út í lit.

Framhaldsagan um Sval og Val, Á valdi kakkalakkanna, eftir Yann og Schwartz kom vel út í svart-hvítu en er ekki síðri í lit. Í þessu blaði líkur sögunni. Þriðja testamentið, eftir Dorison og Alice, er samt sú myndasaga sem að fær nýtt líf í lit og lítur einstaklega vel út. Maður sér hvernig Alice hefur notað litina til að segja söguna og bæta nýrri vídd í söguna, sem að því miður tapast í svart-hvítu útgáfunni. Wisher fær líka aukið líf í lit, þó að sú saga hafi skilað sér ágætlega í svart-hvítu.

Stuttar sögur um Skvísur eftir Delaf og Dubuc og Lína eftir Neel. Ingi Jensson heldur uppi heiðri íslenskra myndasagna með stuttum sögum úr Heimi Sjonna og undirritaður á eina síðu sem nefnist Skynjun. Að auki er viðtal við Jóhann Pál Valdimarsson forstjóra JPV Forlagsins en hann hefur talsvert komið við sögu í útgáfu myndasagna á íslensku.

Í stuttu máli: topp blað sem ég mæli eindregið með að fólk næli sér í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband