Fyrirlestur um PiPiTis

Fyrir ca. 2 vikum fór deildin sem að ég vinn hjá á svokallaða deildarráðstefnu, á þýsku kallast það Klausurtagung. Hugmyndin er að öll deildinn fari á hótel þar sem ekki er hægt að ná sambandi við umheiminn (það er Klausur hlutinn í þýska orðinu) og hlýðum á fyrirlestra (það er Tagung hlutinn af þýska orðinu). Það góða er að matur og drykkir eru fríir. Þetta er að sjálfsögðu undir vörumerkinu hópefli.

Okkur er gefin sú tilfinning að við veljum það sem við viljum heyra með því að koma með tillögur af umræðuefni og svo að kjósa hvaða umræðuefni okkur finnst áhugaverðust. Reyndar er fresturinn sá sami fyrir bæði og því er það yfirleit svo að þær tillögur sem að koma snemma fá fleiri atkvæði en þær sem koma seinna. Yfirmaður minn gengur venjulega um og biður/skipar hverjum og einum leggja inn eina tillögu af umræðuefni. Að þessu sinni lagði ég fram þrjár tillögur og ein af þeim var fyrirlestur um PiPiTis.

Yfirmönnum mínum leist svo vel á þessa hugmynd og spurði hvort að ég væri ekki til í að halda fyrirlesturinn fyrsta kvöldið sem hluta af kvöldskemmtuninni. Það samþykkti ég að sjálfsögðu.

PiPiTis fyrirlestur

Fólk virtist almennt vera mjög spennt fyrir fyrirlestrinum og var ég spurður mörgum sinnum hvenær minn fyrirlestur væri og sumir höfðu orð á því að þeir hlökkuðu mest til matarins og PiPiTis fyrirlestursins. Ég var því kominn með pínu áhyggjur að fólk væri búið að byggja upp eftirvæntingar sem að ég gæti ekki staðið undir. En eftir að fólk var búið að troða sig út af kvöldmat þá hófst fyrirlesturinn.

PiPiTis_KT2016-1

Þetta er í fyrsta skipti sem að ég held fyrirlestur um myndasögur og þar af leiðandi í fyrsta skipti sem að ég tala opinberlega um eigin myndasögur. Þegar ég var að skipuleggja fyrirlesturinn og setja saman klærurnar þá tók nokkurn tíma að finna rauðaþráðinn í gegnum fyrirlesturinn. Ég byrjaði á að sýna nokkrar gamlar Webtoons sem að ég gerði þegar ég var í Háskólanum á Íslandi áður en ég kynnti fyrstu minjar af PiPiTis, eða þegar galdramaðurinn varð til, en það var árið 2005. Í framhaldi af því þeir teikningar sem ég hafði teiknað af honum þar til fyrsta PIPiTis leit dagsins ljós. Þá sýndi ég skipurit PiPiTis og nýja PiPiTis ræmu, en ég notaði hana sem dæmu um það hvernig PiPiTis ræma yrði til, frá hugmynd til fullkláraðar myndasögu. Í næstu færslu mun ég skrifa smá um þann hluta.

PiPiTis_KT2016-8

Þessi færsla birtist einnig á heimasíðu minni: stefanljosbra.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband