Þakíbúð á fyrstu hæð?

Mér var bent á eftirfarandi panil í myndasögublaðinu Teen Titans númer 4, eftir Scott Lobdell, Brett Booth og Norm Rapmund.

teentitans4Ég veðr að viðurkenna að ég les ekki Teen Titans en þessi rammi birtist í blaðsíðu átta en hér lætur höfundurinn eina persónuna segja (lauslega þýtt) "Hvert þó í...?! Við erum í þakíbúð á 30. hæð. Hvernig stendur á því að það er gata fyrir utan dyrnar?!"

En í þessu heftir þá er það einmitt þannig að þetta á að gerast á 30 hæð í þakíbúð en þessi rammi virðist ekki passa inní. Svona rammi vekur auðvitað upp nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi þá tekur maður ekki eftir þessum mistökum þegar maður les blaðið í fyrsta skipti nema einmitt af því að textinn vekur athygli á því. Í öðru lagi, hvernig kemmst þessi texti í endanlega prentun. Hefði textsetjarinn, eða að minnsta kosti ritstjóri blaðsins átt að taka eftir þessu. Eiginlega virðist þessi texti vera spurning og athugasemd höfundar til teiknarans. Þó það sem gerir textann skondinn eru viðbrögð annara pesóna "Einmitt?" og "Skiptir ekki máli - þessi...."

Í þriðja lagi, hvernig datt teiknaranum í hug að teikna þennan ramma svona. Var ekki ljóst hvar atburðurinn átti sér stað? Var höfundurinn ekki nógu skýr í handritinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband