4.12.2011 | 20:55
Eru myndasögur ennþá fyrir börn?
Í gegnum tíðina hafa flestir litið á myndasögur sem barnaefni. Hvort að svo sé raunin hefur hins vegar aldrei verið staðfest. Hverjir lesa eiginlega myndasögur? Það virðist heldur ekki vera mikið af rannsóknum, skoðunnarkönnunum eða öðrum könnunum sem hafa tekið þetta efni fyrir.
Ein könnun sem að ég sá á netinu fyrir stuttu, tók fyrir þá sem telja sig vera aðdáendur myndasagna og samkvæmt henni þá skiptist aldurinn upp eins og á myndinni til hægri: 17 ára og yngri eru 13,8%, milli 18 og 30 ára eru 63,4%, milli 31 og 45 ára eru 19,2% og 46 ára og eldri eru 3,5%.
Af þessu má sjá að stærsti hópurinn er 18 til 30 ára og hópurinn 31 til 45 ára er nokkuð stærri en hópurinn 17 ára og yngri. Af þessari könnun að dæmi þá eru börn í miklum minni hluta af þeim sem að lesa myndasögur. Hvað hlutfall kynjanna varðar þá eru sirka 25 % konur sem að lesa myndasögur, flestar í hópnum 17 ára og yngri eða tæp 30%. Könnunin miðaðist við myndasögulesendur í Bandaríkjunum.
Ég ætla svo sem ekkert að segja til um nákvæmni eða aðferðarfræði þessarar könnunar, en hún ber merkilega vel við kannanir sem að ég þykist hafa séð í sambandi við kvikmyndir í Bandaríkjunum. Þar er helsti markaðshópurinn 15-30 ára og karlkyns og því er ekki á óvart hvers konar kvikmyndir er mest framleitt af í Bandaríkjunum og fyrir hvaða markað. Þeir sem eru orðnir eldri en þrítugt hafa takmarkaðan tíma til þess að fara í bíó og þá kannski helst með börnunum. Frekar sest fólk uppí sófa og glápir á sjónvarpið til þess að slaka á (eða fyrir framan tölvuna til þess að góna á sjónvarpið). Það kemur því heldur ekki á óvart þegar skoðað er úrvalið af myndasögum í Bandaríkjunum. Stærstu útgefendur myndasagna í Bandaríkjunum, Marvel og DC, eru með meira en 75% markaðshlutdeild og gefa fyrirtækin nær eingöngu út ofurhetju myndasögur. Þessar ofurhetju myndasögur eru einkum ætlaðar 15-30 ára körlum þar sem aðalsögupersónurnar eru vöðvabúnt og í aukapersónur eru sérkennilega vaxið kvennfólk og fleiri vöðvabúnt.
Á síðusta áratug hefur þó komið í ljós að 15-30 ára kvenfólk var og er markaður sem að myndasögur (og kvikmyndir) hafa lítið sem ekkert gert útá en er ekkert síður stór. Twilight myndiasérían sem að hafa verið í bíó síðustu ár hefur verið með söluhæstu myndum síðustu ára. Manga myndasögurnar hafa blésu lífi í myndasögu markaðinn og t.d. í evrópu þá tvöfaldaðist næstum sala myndasagna (í Bandaríkjunum hafði Manga bomban ekki jafn mikil áhrif en þó mikil). Manga myndasögurnar hafa verið mest keyptar af stúlkum enda er það svo að flestir manga titlar sem að eru gefnir út í evrópu eru fyrir stúlkur. (Í Japan er úrvalið mun breiðara bæði hvað kynin varðar og aldur en hér á vestur löndunum er bara gefið út brot af því sem að er gefið út í Japan, en það er þó þörf viðbót).
Myndaskáldsögur (e. Graphic Novels) hafa einnig verið að sækja í sig veðrið síðasta áratug hvað efnistök og markhóp varðar. Þannig komu út fleiri myndaskáldsögur sem eru ætlaðar eldri lesendur. Þetta verður að teljast jákvæð þróun.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.