Metamýs og að vakta vaktmennina

Þegar ég var um tvítugt var ég að leita af einhverju bitastæðara en ofurhetju myndasögurnar buðu uppá. Ég rakst þá á þrjár bækur sem að mörgu leiti voru ólíkar en uppfylltu þörf mína fyrir eitthvað bitastætt og höfðu áhrif á það í hvaða átt ég vildi gera mínar eigin myndasögur. Þessar þrjár myndasögur voru A contract with God eftir Will Eisner, Maus eftir Art Spiegelman og Watchmen eftir David Gibbons og Alan Moore. Þetta voru fyrstu sögurnar sem að ég las eftir alla þessa höfunda sem að í dag eru orðnir þekktustu myndasöguhöfundar síðustu hálfa öldina.

61HgzAEM9QL._SL500_AA300_

A constract with God (ísl. Samningur við guð) kom út fyrst árið 1978 og var lengi talað um fyrstu myndaskáldsögu (e. graphic novel) sem kom út þó að þegar rýnt er betur í sögu myndasögunnar kemur í ljós að það eru líklegast aðrar bækur sem að eiga þann titill frekar skilið, t.d. Gods' Man eftir Lynd Ward eða He done her wrong eftir Milt Gross (athyglisvert er að báðar hafa engan texta). Will Eisnar sem að var þekktur í myndasögubransanum þegar hann gaf út þetta verk sitt vildi samt ekki nota orðið comic (ísl. skrípó) til þess að lýsa myndasögu sinni og notaði því frekar orðið graphic novel í von um að losna við þann stimpill sem að orðið comic hefur. Myndasögur og sérstaklega orð eins og skrípó eru ekki taldar merkilegar bókmenntir. Sú tilraun Eisners bar þó ekki mikinn árangur og er það ekki fyrr en í lok síðustu aldar sem að myndaskáldsögur voru gefnar út í einhverjum mæli.

Þar sem þessar þrjár myndasögur höfðu áhrif á mína myndasögugerð þá ég fljótur að kaupa mér bókina Watching the watchmen (ísl. Fylgst með vaktmönnunum) eftir David Gibbons, Chip Kidd og Mike Essl sem kom út árið 2008 en sú bók fjallar um gerð myndasögunnar Watchmen (ísl. Vaktmennirnir) út frá sjónarhorni Gibbons. Bókin er áhugaverð jafnt fyrir þá sem hafa áhuga á myndasögugerð svo og þeim sem fannst myndasagan góð. Að vissu leiti vantar þann hluta hvernig Alan Moore skrifaði söguna en efni bókarinnar er engu síður mjög áhugavert og áhugvert að sjá hvernig myndasagan þróast frá upphaflegu hugmyndinni í handritið, skissur og svo endanlega myndasögu. Gibbons hefur frá mörgu mjög áhugaverðu að segja og er bókin einkar vel heppnuð. Upphaflega myndasagan kom út árunum 1986 og 1987 og voru heftin svo gefin út í einni bók.

51t+s+fVPjL._SL500_AA300_Núna í haust var svo verið að gefa út bókina Metamaus sem fjallar um gerð myndasögunnar Maus (ísl. Mús) í viðtalsformi. Viðtalið er tekið af Hillary Chute en mikið er af myndum af því sem að Spiegelman notaði til þess að gera myndasöguna. Að auki fylgir DVD-diskur með myndasögunni sjálfri og ítarefni sem að tengist Maus, t.d. heimildarmynd eftir konu Spiegelmans, Francoise, um ferð þeirra til Auschwitz árið 1987 í heimildar leit. Bókin er mjög áhugaverð fyrir alla þá sem að höfðu gaman af myndasögunni Maus og þeim sem áhuga á þeim atburðum sem að gerðust í síðari heimstyrjöldinni í Auschwitz. Upphaflega kom Maus út í tveimur bindum, fyrra bindið árið 1986 og síðara bindið 1991.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband