8.4.2011 | 19:56
Smámyndasögudagurinn
Á morgun, laugardaginn 9. apríl, er Smámyndasögudagurinn fyrir þá sem hafa áhuga á að gera myndasögur. Hugmyndin er sú að gera og prenta smá myndasögu á einumdegi. Á heimasíðunni er hægt að ná í skapalón (e. templates) til að gera myndasögur en þær eru venjulega 8 síður, teiknað á eina síða (t.d. A4 eða betra A3), þar sem að síðunni er skipt upp í fjóra hluta, s.s 8 hlutar samtals báðu megin á síðunni. Að sjálfsögðu er hægt að skipa síðunni upp í fleira hluta og þá verða síðurnar minni. Leiðbeiningar og fleiri upplýsingar er að finna á síðunni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.