Ragnarök

Er að lesa myndasöguna Le Crepuscule de Dieux(Ragnarök) eftir Nicolas Jarry og Djief og svo Siegfried eftir Alex Alice, báðar myndasögurnar í þýskri þýðingu. Báðar myndasögurnar eru byggðar á óperum Richard Wagners Niflungahringurinn (samtals fjórar óperur: Rínargull (þ. Rheingold), Valkyrjan, Sigurður (þ. Sigfried) og Ragnarök (þ. Götterdämmerung)) en óperurnar eru byggðar á Niflungakvæðum, Völsungasögu og svo norrænni goðarfræði, nokkuð sem að við Íslendingar þekkjum vel. Þrátt fyrir sama efni þá eru efnistök þessara myndasagna talsvert ólík og útkoman einnig.

9782302006577Le Crepuscule de Dieux (Ragnarök) eftir þá Nicolas Jarry og Djief er samtals sjö albúm, ca. 48 blaðsíður hvert. Þau albúm sem þegar eru komin út bera nöfnin: 0: Bölvun hringsins (fr. La Malédiction de l'anneau, 2009), 1. Bölvun Niflunga (La Malédiction des Nibelungen, 2007), 2. Sigurður (f. Siegfried 2007), 3. Fáfnir (2009), 4. Brynhildur (f. Brunehilde, 2010), 5. Grímhildur (f. Kriemhilde, verður gefin út 2011). Ég byrjaði að lesa albúm 0: Bölvun hringsins og síðan albúm 1: Bölvun Niflunga án þess að vita að þær voru gerðar og gefnar út í annarri röð. Það varð því talsverð endurtekning því í albúm 0 segir nánar frá atburðum sem eru sagðir mjög stutt í albúm 1. Efnið er stórbrotið og sögur eins og Hringadróttinssögu og Stjörnustríð blikna í samanburði. 

crepusculedesdieuxT04P09Söguþráðurinn er í stórum dráttum sú sama og í óperum Wagners en Jarry reynir að segja atburðina í sögulegt samhengi og sú viðbót hefur ekki skaðað söguna hingað til. ´´A nokkrum stöðum víkur hann frá atburðarás Wagners. Dæmi um slíkt er ást Sigmunds og Siglindar, foreldra Sigurðar, en einnig tvíburasystkini. Í óperu Wagners var Siglindi rænt og það er ekki fyrr en þau eru orðin ástfangin að þau uppgötva að þau séu systkin. Í sögu Jarry er Siglind ekki rænt, en að mínu mati bætir það ekki söguna. Eins er látið sem Logi plati Mími til að ná Sigurði rétt eftir fæðingu.

Þar sem söguefnið er stórbrotið þá tekur maður eftir að það er erfitt að koma ástæðum fyrir gjörðum og atburðum til skila. Þetta leiðir oft til mjög yfirborðskenndar frásagnar eða frásögn og skýringa, til þess að bæta við tilfinningalegum hluta bætir Jarry t.d. við athöfnum eins og að valkyrjan Brynhildur kasti og lesi rúnir en ég get ekki sagt að það sé plús fyrir söguna og spurning hvort það hefði ekki verið hægt að leysa hlutina á annan hátt. Þær tilraunir til þess að skýra út afstöðu og gjörðir Óðins, eru einnig eitthvað mátlausar. Eins verða sumir atburðir eitthvað knappir, t.d. barátta Sigurðar við Fáfnir.

crepusculedesdieux04p28Teikningar Djief eru mjög flottar og hann segir söguna ágætlega og hann virðist sækja innblástur sinn í myndir eins og Hringadróttinssögu og á það bæði við um hönnun sviðsmyndar og persónanna sjálfra. Þar finnst mér sjálfum veikleikar teikninganna vera. Hvernig fyrirbæri eins og jötnar, dreki, álfar, guðir, niflungar, víkingar og valkyrjur líta út, er nokkuð hefðbundið og ef eitthvað er klisjukennt. Það er ekkert nýtt og frekar eins og verið sé að hanna fyrir kvikmynd áður en að tölvutæknin varð ráðandi. Sviðsmyndin er mjög svipuð og í Hringadróttinssögu og stundum finnst mér hún ekki viðeigandi. Eitt dæmi er Hel og undirheimur hennar, þar sem hinir dánu hvíla. Jú, hún hefur bláan húðlit en að öðru leiti líkist hún amerísku ofurkvenhetjunum.

Þrátt fyrir þá veikleika sem að ég hef nefnt er myndasagan fín skemmtun og verður betri eftir því sem líður á söguna.

9782205062267Myndasagan Siegfried eftir Alex Alice (teiknaði Þriðja testamenntið eftir sögu hans sjálfs og Xavier Dorison og birtist í NeoBleki núna í ár) tekur talsvert öðruvísi á sögunni og er nær upphaflegu hugmynd Wagners, en upphaflega ætlaði Wagner að segja sögu Sigurðar Fáfnisbana en fannst hann svo þurfa að útskýra betur í hvaða samhengi saga Sigurðar er og þann heim sem að hún gerist í. Í samanburði við sögu Jerry og Djief er myndasaga Alex ljóðrænni og ævintýralegri og að mínu mati hefur betur tekist til. Það er ekki verið að reyna að segja söguna í sögulegt samhengi heldur fær hún að vera í sínum eigin ævintýraheimi. Það finnst mér vera plús því þær goðsagnakenndu persónur sem að koma fyrir í sögunni passa í þennan ævintýraheim. Sagan er gefinn út í þremur albúmum: 1. Sigurður (f. Siegfried, 2008), Sigurður II - Valkyrjan (f. Siegfried - La Walkyrie, 2009), 3. Sigurður III - Ragnarök (f. Siegfried III - Le Crepuscule de Dieux, 2011)

Alice fylgir heldur ekki atburðarrás Wagners en helstu atburðir eru þó í sögunni. Eins og nafn myndasögunnar gefur til kynna þá snýst sagan um Sigurð og byrjar hún þegar foreldrar hans eru drepnir og Siglind afhendir Mími Sigurð. Hver drepur foreldra Sigurðar, er ekki ljóst út frá myndunum en það gæti verið Óðin í fylgt valkyrja sinna. Alice setur söguna þannig upp að Brynhildur kemur að máli við Völvu og vill sjá framtíð Sigurðar. Þetta er mjög góð hugmynd og þannig getur Alice látið Völvuna sýna atburði sem hafa þegar gerst og þar með útskýrt bakgrunn sögunnar og hvaðan og hvaða tilgang persónurnar hafa í sögunni. Mesta breyting sögunnar frá óperu Wagners (og Rínarljóðunum) er að Brynhildur hjálpar Sigurði en Sigurður átti ekki að vita af Guðunum, því viti hann af þeim getur hann ekki náð í Rínargullið (í formi hrings sem Mímir smíðaði) sem að Fáfnir "liggur á". Fyrir þetta refsar Óðin henni og leggur loga í kringum hana. Þær breytingar og þær túlkanir sem Alice gerir koma að mínu mati mjög vel út.

SIEGFRIED-02_18-27-1-fa50cTeikningar Alice eru að mínu mati einnig hugmyndaríkari heldur en teikningar Djief og beri maður t.d. saman hvernig Óðinn er teiknaður þá hefur maður á tilfinningunni að Óðin teiknaður af Alice sé mun voldugri en Óðin teiknaður af Djief. Túlkun beggja á Mími er einnig skemmtilega ólík, en í höndum Alice er Mímir lítill og aum vera sem hefur enga burði til þess að berjast við Fáfni og maður getur ekki annað en haft samúð með. Djief (og Jerry) Mímir er hins vegar stór og sterkur og ætti þess vegna alveg eins að geta barist við Fáfni sjálfur en er verkfæri annara og maður getur engan vegin haft samúð með. Valkyrjur Alice er mjög tignarlegar og það er augljóst hvaða persónur eru guðlegar og hverjar eru mennskar.

Svo í stuttu máli sagt, Sigurður eftir Alex Alice er mjög góð myndasaga og tekst að ljá sögunni þann ævintýrablæ sem að atburðunum hæfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband