22.1.2017 | 16:59
Gott selur sig sjálft?
Fyrir jól þá datt mér í hug að taka PiPiTis myndasögurnar mínar saman og safna í bók. Ég var búin að vera með hugmynd að PiPiTis bók, þar sem hugbúnaðargerð væri tekin fyrir á einfaldan og spaugilegan hátt. Þessi bók var svo að segja tilraun í þá átt, þ.e. að tengja allar þær PiPiTis myndasögur sem ég hafði þegar teiknað og setja þær í samhengi, auk þess að segja forsöguna að PiPiTis. Í bjartsýni minni hélt ég að þetta tæki bara tvær helgar. Þetta tók rúmar þrjár vikur þar sem næstum hver klukkutími sem að ég var ekki í vinnunni var helgaður bókinni, auk hádegismatar.
Ég skrifaði bókina á þýsku og gaf mér svo einn dag í að þýða hana, en allar myndasögurnar sjálfar voru þýddar. Auk þess teiknaði ég tvær nýjar myndasögur sérstaklega fyrir bókina. Ég var með fleiri hugmyndir en þar sem tíminn var takmarkur þá lagði ég þær á hylluna en ég hafði hugsað mér að fá bókina í hendurnar áður en ég færi til Íslands í jólafrí, svo að ég gæti gefið vinum og fjölskyldu eintak.
Þrátt fyrir að PiPiTis myndasögurnar hafi verið vel tekið af vinnufélögu mínum þá hafði ég var ég ekki viss hversu margar bækur ég ætti að láta prenta. Í bókinu voru allar PiPiTis myndasögurnar sem ég hafði teiknað, ásamt þeim sem voru ritskoðaðar og því vissi ég ekki hvernig ég gæti auglýst bókina, þar sem það var efni í bókinni sem ekki allir (apallega yfirmenn) mættu sjá. Í deildinni þar sem ég er, vinna um það vil 130 manns, af yfir þúsundmanna fyrirtæki. Ég ákvað að prenta 40 eintök sjá hvernig viðbrögðin væru og ef þau yrðu jákvæð þá gæti ég alltaf prentað fleiri.
Ég fékk 40 eintökin af bókinni senda í vinnuna einum degi áður en ég fór í frí (á fimmtudegi). Skrifstofumærin lét mig vita að það hefði komið pakki til mín. Húsnæðinu er þannig háttað í útibúinu þar sem ég vinn, að ég vinn á 4. hæð en inngangurinn er á 5. hæð tengdar með tröppum í hinum endanum frá innganginum, þ.e. við þurfum ekki að nota almenna sigaganginn. Ég vinn í útibúi í Karlsruhe en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stuttgart.
Ég fer því uppá aðra hæð til að ná í pakkann. Á leið minni til baka sjá vinnufélagarnir mig vera að bögrast með pakkann og byrja að spyrja hvað sé stóra kassanum. Ég svara að þetta séu PiPiTis bækur. Þeir: "það verðum við að sjá". Og eftir því sem að ég held áfram og fer framhjá hverju herbergi bætist við hópinn og strollan er á eftir mér á leið minni að skrifborði mínu. Þegar ég er kominn að skrifborði mínu sýni ég þeim bókina og allir verða frá sér numdir og spyrja hvernig þeir geti eignast eina og ég segi þeim að þeir fá eitt eintak fyrir 5 Evrur og allir þeir sem hafa fylgt mér eftir kaupa eintak.
Þetta kemur svo sem ekki á óvart, þar sem þetta eru flestir af þeim sem hafa sýnt áhuga á PiPiTis myndasögunni hingað til. Fleiri frétta af bókina og koma til þess að kaupa eintak, þar á meðal yfirmaður minn. Og þannig er staðan þegar ég fer í þriggja vikna frí yfir jólin til Íslands, þar sem bókin fær fínar viðtökur hjá vinum og fjölskyldu en þeir þora örugglega ekki segja neitt annað.
Þegar ég kem úr fríi í janúar bíða mín fleiri óskir eftir bókinni. Stuttu seinna fæ ég tölvupóst frá einum í Stuttgart þar sem hann pantar bók fyrir sig og einn af stjórnar mönnum fyrirtækisins. Rétt á eftir berst mér pöntun frá yfirmanni yfirmanns míns og kjölfarið fylgir eftirfarandi tölvupóstur:
Kæri Stefán,
samkvæmfi orðrómi þá hefur þú safnað frábæru PiPiTis myndasögum þínum í bók, sem hefur skapað eftirsókn hjá vinnufélögum: allir vilja fá þessa bók!
Orðrómurinn er orðinn svo sterkur að Clemens (innskot: yfirmaður yfirmanns míns) bað mig um að kanna hvort og hvernig það væri hægt að prenta verkið, svo að hægt sé að mæta þeirri miklu fyrirspurn sem orðin er.
Spurning 1: Myndir þú samþykkja að prenta verkið í lítlu upplagi (ca. 200 eintök)?
Spurning 2: Hvaða brot hefur verkið? Hversu margar síður? (...)
Ég vona að svarið við spurningu 1 sé jákvætt.
Kveðja,
Markus
Úps! Mínar áhyggjur hvernig ég ætti að auglýsa bókina, voru gott sem óþarfar. Bókin sá um selja sig sjálf og fór framúr öllum væntingum mínum. Alveg magnað!
En hvernig komst vitneskjan um bókina alla leið til stjórnarmanna fyrirtækisins?
Einn af yfirmönnunum í deildinni minni (samt ekki yfir mér) var að snæða með stjórnarmönnum í hádeginu og þeir voru að tala um deildarráðsefnuna sem að var hjá okkar deild á síðasta ári. Og hann sagði frá fyrirlestri mínum um PiPiTis myndasögurnar. Stjórnarmennirnir höfðu auðvitað áhuga á að sjá myndasögurnar og það virð þess að þeim var sýnd bókin. Og þá var auðvitað ekki aftur snúið og nú eru þeir komnir með PiPiTis bók og búnir að hengja upp útprentun af útvöldum PiPiTis myndasögum á skrifstofu sinni.
Svo hvað þýðir það fyrir ritskoðunina?
Fyrir þá sem hafa áhuga þá mun ég selja bókina (bæði á íslensku og ) í gegnum heimasíðu mína fljótlega.
5.1.2017 | 15:26
Myndasögur 2016
Það er við hæfi um áramót að líta yfir liðið ár í útgáfu myndasögunnar á íslensku. Árið var mjög gott að þessu sinni og voru gefnar út samtals 17 myndasögubækur, ef að ég hef talið rétt og tekið eftir öllum þeim sem hafa verið gefnar út á þessu ári. Ég þarf að fara alla leið aftur til ársins 1989, til að finna ár þar sem gefið var jafn mikið eða meira út (þá voru það 17 myndasögubækur). Af þeim 17 bókum eru 8 bækur eftir íslenska höfunda.
Blöð
Í ár varð NeóBlek 20 ára en fyrsta Blek blaðið kom út árið 1996. Í tilefni af því var haldin sýning um 20 ára feril blaðsins og gefið út veglegt afmælisblað, þar sem 13 íslenskir myndasöguhöfundar tóku þátt. Á þessum 20 árum voru gefin út 30 blöð af Bleki. Sorgartíðindin eru hins vegar að með tölublaði 29/30 var um síðasta NeóBlek blaðið að ræða i bili og er óvíst að það komi nokkuð Blek blað út framar.
Ókeipiss, nr. 6, kemur venjulega út í kringum Ókeypis-Myndasögudaginn fyrstu helgina í Maí, en vegna óviðráðanlegra ástæðna kom það seinna út á þessu ári. Alls áttu 15 teiknarar myndasögur í blaðinu.
Froskur útgáfa gaf út allt í allt tíu myndasögubækur þetta árið. Þar af tvær bækur eftir íslenska höfunda.
Draumóri nr 1, Martröð í Draumóra, eftir Andra K. Andersson og er fyrsta myndasögubók hans. Hún fjallar um draumavættinn Alfjeder sem gengur inn í draum og finnur nýskapaða draumavættinn Skaði. Eina leiðin fyrir þau til að komast úr draumnum er að finna kjarna draumsins. Hins vegar hefur martraðavættur falið sig í draumnum með það í huga að éta upp kjarnann. Til að stöðva martraðavættinn, þurfa Alfjeder og Skaði að læra að vinna saman. Það gæti reynst þrautin þyngri, því Skaði þarf fyrst að átta sig á því hvað það þýðir að vera draumavættur. Froskur útgáfa gaf út.
Stjarna Trígri, Svarta stjarnan, eftir Birkir Hallbjörnsson og er fyrsta myndasögubók hans. Hún fjallar um Stjörnu-Tígra sem er einskonar lögga alheimsins og ferðast um geiminn til að verja hann gegn allskonar árásum. Stjörnu-Tígri er afkvæmi tilrauna jarðarbúa til að eignast þræla sem gætu farið í stjörnustríð í þeirra stað. Í þessari bók lendir Stjörnu-Tígri á eldfimri plánetu sem stýrt er af vélmennum úr pýramídalagaðri byggingu. Með samvinnu Grama, Manna og Stjörnu-Tígra tekst að sigra vélmennin og mynda bandalag Svörtu Stjörnunar til frambúðar. Froskur útgáfa gaf út.
Froskur útgáfa gaf út átta Þýddar myndasögur:
Fremst þar í flokki ber að nefna Inkal nr.1 eftir Moebius og Jodorowsky. Þegar Inkal kom út á sínum tíma í Frakklandi, árið 1981, olli hún straumhvörfum í myndasögum í Frakklandi og síðar í Evrópu. Moebius telst til einn áhrifa mesta myndasöguteiknara Frakka og sama fildir um Jodorowsky í vísinda- og fantasíuskáldskap. Sagan gerist í fjarlægum heimi á fjarlægum tíma þar sem menn og ýmsar furðuverur lifa saman. Aðalsögupersónna, DiFool, er leynilögregla í flokki R og býr á stað sem er kallaður Terra 1. Fyrir að því er virðist tilviljun lendir Inkal hjá DiFool og gefur honum ótrúlegan mátt. Margir eru á eftir Inkalinum og hefst eltingaleikur um himingeimin með óvæntum stefnum í gegnum alla söguna. Fullorðnir lesendur ættu að hafa mjög gaman af sögunni, þar sem talsverð ádeilu er að finna í þeim heimi sem þeir Moebius og Jodorowsky hafa búið til. Forskur Útgáfa gefur út fyrstu 3 bækurnar í einni bók og er því um ræða mjög góð kaup.
Lukku-Láki, Draugabærinn, eftir Morris og Goscinny. Lukki-Láki varð 75 ára á árinu og því ekki úr vegi annað en að hann komi út aftur á íslensku. Lukku Láki rekst á tvo spilasvindlara: Kalla og Danna á ferð sinni sem leiðir hann í Tígulgil, bæ sem er skammt frá Gullhæð þar sem allt snýst um gullgröft. Siggi skot er eini íbúi Gullhæðar og rekur alla í burtu, fullviss um að þeir ásælist gullnámuna hans. Reyndar virðist ekkert gull að finna í námunni, en karlinn leitar þó enn í von um ríkidæmi. Kalli kóngur og Danni kaupahéðinn sjá tækifæri til að hirða gullnámuna af þeim gamla en þá er Lukku-Láka að mæta. Froskur gefur út.
Lóa nr. 4, Ástarsæla eftir Julien Neel. Lóa, Mína, Fatíma og María Emilía fara saman í sumarfrí á sólarströnd og dvelja ásamt foreldrum Maríu Emilíu í æðislega flottu húsi með sundlaug. En sumarfrí er ekki bara tími slökunar við bakka sundlaugar að rabba saman um næsta verslunarleiðangur, sumarfrí er líka tími ástar og þegar þær hitta fjóra stráka niður í bæ snúast dagarnir um að skemmta sér með tilvonandi kærustum. Í ástum er aldrei neitt öruggt og þær eins og þeir fá að kynnast því. Lóa kemur heim úr fríinu alveg ringluð og veit ekki lengur hvað er rétt og hvað er rangt.
Tímaflakkarar nr. 4. eftir Zep, Stan og Vince. Soffía og Snorri eru spennufíklar og hika ekki við að hoppa til fortíðar í leit að fróðleik. Þau reyna að koma Kristófer Kolumbusi í skilning um að Ameríka sé í Evrópu og að hann þurfi ekki að fara langt til að finna fyrirheitna landið. Listmálarinn Hitler skilur ekki smekkleysi S. og S. (góður þessi) á listrænum hæfileikum sínum og fer eins og kunnugt er að dunda sér á öðruvísi nótum. Tesla er í óða önn að uppgötva allskonar fyrirbæri og fá einkaleyfi á þeim en fáir hlusta á hann. Soffía þolir ekki lengur hvað Snorri hámar mikið af hnetusmjöri í sig og hringir í sönggoðið Presley til að bjarga málunum! Á meðan reddar Jesús afmælispartíi sem annars hefði endað með gráti. Jahá, með Snorra og Soffíu verður lífið aaaðeins litríkara..
Viggó nr. 3, Braukað og bramlað, eftir André Franquin. Það er ekki hægt að stoppa Viggó í viðleitni sinni til að bæta vinnuumhverfi sitt. Það er reyndar álitamál margra um það hvernig hann fer að því. Valur er með þetta á hreinu. Það má ekki hleypa þessum starfskrafti eða öllu heldur starfsleysingja inn um skrifstofudyrnar annars fer tíminn í allt annað en að flokka póstinn. Uppfinningar, viðgerðir og aðrir slökkunartímar eru aðal viðfangsefni Viggós. Hvernig gæti hann eytt þeim litla tíma sem eftir er af deginum til vinna fyrir laununum sínum?
Ástríkur nr 35, Í Piktalandi, eftir Jean Yves Ferry og Didier Conrad. Ástríkur í Piktalandi er fyrsta bókin þar sem hvorki Goscinny né Uderzo taka þátt í að gera. Ástríkur og Steinríkur finna ísklump við strönd Gaulverjaþorps og inn í honum er undarlegur frosinn maður. Eftir að hann rankar við sér er silgt með hann til síns heima til Piktalands. Þar eru kosningar að fara í gang um nýjan foringja og rómverjar blanda sér í pólitík héraðsins. Froskur útgáfa gefur út.
Strumparnir og óhræsið, Öðruvísi strumpurinn, eftir Peyo og Gos. Strumparnir eru komnir á kreik í nýrri bók með tveimur ævintýrum. Í því fyrra ræðst ógeðfeldur fugl á þorp strumpanna eftir að tveir óvarkárir strumpar kasta út í bláinn flösku sem inniheldur seyði sem yfirstrumpur bjó til og breytir lífverum í ógnvekjandi martröð. En Strumparnir deyja ekki ráðalausir og sigrast að lokum á óhræsinu. Í seinni sögunni er einn strumpurinn í þorpinu orðinn leiður á að strumpa ekki neitt og vill sjá heiminn. Hann ákveður því þvert á ráðleggingar yfirstrumps að fara af stað og kynnast ævintýrum sem heimurinn býður upp á. En það er ekki sjálfgefið að yfirgefa hreiðrið og lifa af skóginum.
Strumpum vel á móti strumpunum!
Svalur og Valur nr. 58, Hefnd Gormsins, eftir Yoann og Velhmann. Svalur og Valur fengu ljósmyndir frá Don Contralto í lok síðasta ævintýris. Myndirnar sýna þá og Gormdýrið saman í frumskóginum í Palombíu en það er eitthvað við myndirnar sem Svalur nær ekki að skilja. Eftir miklar vangaveltur ákveða félagarnir að halda til Palombíu og taka Zantafio, frænda Vals, með til að finna Gorm sem þrjótar höfðu rænt. Endurfundirnir reynast erfiðir og ánægjulegir í bland. Hvað verður um Gorm? Vill hann koma aftur til borgarinnar eða vegnar honum best í sínum upprunalegu heimkynnum?
Iðunn gaf út tvær bækur árið 2016:
Vargöld, eftir Þórhall, Jón Pál og Andra, er fyrsta bókin af sex og inniheldur upphafskaflana Svikalogn og Blóðbragð. Hún fjallar um menn og goð á heiðnum tímum, þar sem flettað er inn frásögn af upphafi veraldar eins og þeim er lýst í Völuspá en megin sagan fjallar um Vikar sem hefur skipt um líferni og lifir með óléttri konu sinni Grían. Hann lendir þó í spunavef goðanna og lendir í miklum átökum. Þar sem þetta er fyrsta bókin hefur sagan en ekki tekið flug þegar bókinni líkur. Iðunn gefur út.
Krækt í orminn eftur Peter Madsen, er sjöunda bókin í bókaröðinni Goðheimar. Að þessu sinni keppir þrumuguðinn Þór við stríðsguðinn Týr um það hver þeirra sé máttugri. Þeir leggja í mikla hættuför yfir Útgarð og reynir á vináttu þeirra, þegar Þór freistar þess að krækja í sjálfan Miðgarðsorminn. Útgefandi er Iðunn.
Gisp gaf út bókina Hvað mælti Óðinn eftir Bjarna Hinriksson og Jón Karl Helgason. er frjálsleg endursköpun á eddukvæðinu Vafþrúðnismálum, einu elsta og vanmetnasta snilldarverki íslenskrar bókmenntasögu.
Kvæðið lýsir háskalegri fróðleikskeppni Óðins og jötunsins Vafþrúðnis en birtir um leið heimsmynd heiðinna manna með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt Vafþrúðni var jörðin upphaflega smíðuð úr skrokki jötunsins Ýmis en hann spáir jafnframt fyrir um endalok Óðins og fleiri guða í Ragnarökum.
Súperkúkur eftir Hugleik Dagsson og Árna Jón Gunnarsson. Ímyndaðu þér hvernig það er að hafa ofurkrafta. Að geta flogið, lyft húsum, séð í gegnum veggi og skotið geislum úr augunum. Að geta farið í lautarferð á tunglinu. Að geta rænt banka á einni sekúndu. Að geta bjargað heiminum. Ímyndaðu þér hvernig það er. Og ímyndaðu þér að það eina sem þú þurfir að gera til að öðlast þessa krafta
sé að éta skít.
Þetta er fimmta bókin í Endalok seriunni Hugleiks Dagssonar. Ókeibæ gefur út.
Where's god? eftir Hugleik Dagsson. Bækur Hugleiks valda mér yfirleitt ákveðnum vandræðum, á að flokka þær sem myndasögur eða skopmyndir. Þessi bók var lengi vel í flokknum skopmyndir en meiri hluti bókarinnar inniheldur skopmyndir. Það er ekki fyrr en undir blálokin að það kemur myndasaga í týpískum Hugleiksstíl og því flokka ég bókina sem myndasögu. Hin spurning er, er þessi bók á íslensku? Hún fær að fljóta með sem útgefin íslensk myndasögu bók. En bókinni er lýst eftirfarandi: God is missing. Can you find him? He must be around here somewhere. ÓkeyBæ gefur út.
Ormhildarsaga eftir Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir. Árið er 2043. Jöklar heims hafa bráðnað og leyst úr læðingi forna vætti. Á Fróneyjum reika nykrar, skoffín og nátttröll um göturnar en íbúar hafa lært að lifa í sambúð með þessum hættulegu þjóðsagnaverum. Ormhildur, ungur fræðimaður hjá Kukl- og galdrarannsóknarsetri ríkisins, hefur fundið fornan seið sem læsir kvikindin aftur í klakabrynju. En til að femja galdrin þarf hún að komast á tind Heklu. Hún leitar á náðir Heimavarnarliðsins en í ljós kemur að það vilja ekki allir hverfa aftur til fyrri tíma. Salka gefur út.
Gombri eftir Elínu Eddu. Sagan fjallar um náttúruvernd, sannleikann og hvernig það er að takast á við lygar. Gombri ákveður að yfirgefa heimili sitt, vegna þess að hann er orðinn leiður á drunganum sem umkringir hann. Á leið sinni lendir hann í ýmsum ævintýrum og hittir meðal annars Móður Jörð sem hefur flúið vegna ágengni íbúa sinna. Elín gaf út bókina sjálf.
Í talningu minni á útgefnum myndasögum, þá hef ég ekki talið Andrés Önd blöðin og Syrpuna (13 bækur) sem Edda Útgáfa hefur gefið út á íslensku og hefur gert það undanfarin ár (og áratugi, ef út í það er farið) og þar hefur ekki orðið untantekning á þetta árið. Ástæðan er sú að ég hef ekki talið það með í gegnum tíðina og til þess að hafa marktækan samanburð þá hef ég leyft mér að telja þessa útgáfu ekki með. Annars værum við að sjálfsögðu að tala um 30 myndasögu bækur gefnar út á íslensku árið 2016.
Ég held að þetta séu þá allar upptalnar bækur á árinu 2016, en ef ég hef gleymt einhverju þá endilega látið mig vita. Þróunin síðust ár hefur verið mjög jákvæð fyrir myndasöguna á Íslandi og hægt og rólega getum við farið að tala um myndasögumenningu á Íslandi. Árið 2017 verður því forvitnilegt og eru öll blik á lofti, að það ár verði ekki síðra ef ekki betra en árið 2016!
15.11.2016 | 19:37
Tilurð PiPiTis myndaræmu
Í síðustu færslu lofaði ég að fjalla um tilurð PiPiTis myndaræmu. Eftirfarandi er nokkurn vegin endursögn á hluta af fyrirlestri sem að ég hélt.
Hver myndaræma byrjar á hugmynd. Hugmyndirnar koma við mismunandi aðstæður en bestu hugmyndirnar koma einfaldlega úr daglega lífinu, hversdagslleikanum. Og hvað er fyndið? Afhverju ratar hugmynd í PiPiTis ræmu? Gamanleikur er í raun sannleikur og sársauki. Venjulega þá pára ég hugmyndina á blað, svona leit t.d. fyrsta párið af síðustu PiPiTis myndaræmunni:
Næsta skref er að skipuleggja söguna, þ.e. er að hvernig kem ég brandaranum og hugmyndinni til skila, þannig að hún sé fyndin. Gott er að hafa bakvið eyrað hvernig brandarar eru venjulega uppbyggðir: Setup->Beat->Punch Line. Hins vegar borgar sig ekki að hengja sig í þessa uppbyggingu. Það eru það marger leiðir til þess að segja brandara. Eins og sjá má í hugmyndinni hér að ofan þá var fyrsti ramminn mynd af Morpheus og Trinity í leita af vinnudverginum og svo eitthvað óákveðið þar á milli og í síðasta rammanum er vinnudvergurinn að hlaupa í burtu frá byssukúlum frá Trinity og Morpheus. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvaða þetta eitthvað óákveðna ætti að vera, þá spurði ég sjálfan mig hvar vinnudvergurinn væri eiginlega áður en að Trinity og Morpheus fyndu hann. Auðvitað þá væri hann að tala við Véfrétt (e. Oracle) úr Matrix. Svo ég skissaði þá hugmynd:
Ég skissaði hina rammana og var þá komin með eftirfarandi röð:
Í stað þess að láta vinnudvergin hlaupa í burt frá byssukúlunum frá Trinity og Morpheus þá myndi hann sveigja sér undan þeim eins og gert er í Matrix myndinni. Næst er að koma textanum fyrir og byrja ég á því að skrifa textann inná rammana þar sem ég held að hann passi, til að sjá hvort að hann komist fyrir.
Ég tók eftir því að ég þyrfti að setja Véfréttina í síðasta ramman svo að það væri tenging milli fyrsta ramma og síðasta ramma. Eins og sést þá er talsverður texti í öllum römmum og á því er næsta skref annað hvort að fjærlægja það sem er ekki nógu gott og ekki nauðsynlegt, orða setningarnar betur og hnitmiðaðra. Einhvern vegin tókst mér þó að koma öllum textanum fyrir:
Það er gott að setja talblöðrurnar á þessu stigi því þá veit ég hversu mikið ég þarf að teikna og tússa í næstu skrefum. Í flestum tilfellum teikna ég einhverja ramma aftur betur á þessu stigi en að þessu sinni fannst mér þetta vera nógu gott til þess að tússa og teikna eftir.
Þegar ég var að tússa tók ég eftir að það vantaði kaffibolla vinnudvergsins í síðasta rammanum og bætti honum því við. Ég lýsi venjulega skissurnar aðeins upp og slekk á textanum meðan ég er að tússa.
Ég lita venjulega þannig að ég fylli fyrst út litina flata þar sem ég vil hafa þá og svo bæti ég við skugga og lýsingu:
Og þá er ekkert eftir nema að leggja lokahönd á myndaræmuna með því að bæta við bakgrunnslit í ætt við Matrix og myndaræman er tilbúin:
Þessi færsla birtist einnig á heimasíðu minni stefanljosbra.is
1.11.2016 | 19:44
Fyrirlestur um PiPiTis
Fyrir ca. 2 vikum fór deildin sem að ég vinn hjá á svokallaða deildarráðstefnu, á þýsku kallast það Klausurtagung. Hugmyndin er að öll deildinn fari á hótel þar sem ekki er hægt að ná sambandi við umheiminn (það er Klausur hlutinn í þýska orðinu) og hlýðum á fyrirlestra (það er Tagung hlutinn af þýska orðinu). Það góða er að matur og drykkir eru fríir. Þetta er að sjálfsögðu undir vörumerkinu hópefli.
Okkur er gefin sú tilfinning að við veljum það sem við viljum heyra með því að koma með tillögur af umræðuefni og svo að kjósa hvaða umræðuefni okkur finnst áhugaverðust. Reyndar er fresturinn sá sami fyrir bæði og því er það yfirleit svo að þær tillögur sem að koma snemma fá fleiri atkvæði en þær sem koma seinna. Yfirmaður minn gengur venjulega um og biður/skipar hverjum og einum leggja inn eina tillögu af umræðuefni. Að þessu sinni lagði ég fram þrjár tillögur og ein af þeim var fyrirlestur um PiPiTis.
Yfirmönnum mínum leist svo vel á þessa hugmynd og spurði hvort að ég væri ekki til í að halda fyrirlesturinn fyrsta kvöldið sem hluta af kvöldskemmtuninni. Það samþykkti ég að sjálfsögðu.
Fólk virtist almennt vera mjög spennt fyrir fyrirlestrinum og var ég spurður mörgum sinnum hvenær minn fyrirlestur væri og sumir höfðu orð á því að þeir hlökkuðu mest til matarins og PiPiTis fyrirlestursins. Ég var því kominn með pínu áhyggjur að fólk væri búið að byggja upp eftirvæntingar sem að ég gæti ekki staðið undir. En eftir að fólk var búið að troða sig út af kvöldmat þá hófst fyrirlesturinn.
Þetta er í fyrsta skipti sem að ég held fyrirlestur um myndasögur og þar af leiðandi í fyrsta skipti sem að ég tala opinberlega um eigin myndasögur. Þegar ég var að skipuleggja fyrirlesturinn og setja saman klærurnar þá tók nokkurn tíma að finna rauðaþráðinn í gegnum fyrirlesturinn. Ég byrjaði á að sýna nokkrar gamlar Webtoons sem að ég gerði þegar ég var í Háskólanum á Íslandi áður en ég kynnti fyrstu minjar af PiPiTis, eða þegar galdramaðurinn varð til, en það var árið 2005. Í framhaldi af því þeir teikningar sem ég hafði teiknað af honum þar til fyrsta PIPiTis leit dagsins ljós. Þá sýndi ég skipurit PiPiTis og nýja PiPiTis ræmu, en ég notaði hana sem dæmu um það hvernig PiPiTis ræma yrði til, frá hugmynd til fullkláraðar myndasögu. Í næstu færslu mun ég skrifa smá um þann hluta.
Þessi færsla birtist einnig á heimasíðu minni: stefanljosbra.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2016 | 14:29
Tilurð örstuttrar mannkynssögu
Ég fékk þann heiður að vera með í afmælisblaði Bleks, sem að kom út núna um síðustu helgi. Myndasagan fékk nafnið Mannkynssagan í örstuttumáli og er í raun tvær blaðsíður en þar sem að ég gat ekki klárað báðar síðurnar fyrir skilafrest ákvað ég að búa til styttri útgáfu fyrir blaðið. Myndasagan er hluti af myndasögu þeirri sem ég er að vinna að Þegar tíminn staldraði við og mun báðar síðunnar birtast þar. Hér er fyrsta skissan af báðum síðunum:
Hugmyndin að myndasögunni á rætur sínar að rekja til ársins 2000 sem myndskreyting við ljóð sem ég kallaði Mannkynssagan. Myndin átti að vera ein opna í bókinni sem væri lesin/skoðuð frá vinstri til hægri og byrjaði á tímum frummanna og færðist í gegnum söguna eftir því sem að lesið yrði til hægri þar til að komið færi fram í nútímann. Eins áttu að vera vísað í þekktir atburðir/styrjaldir í mannkynssögunni. Neðst lengst til hægri átti svo að vera leggsteinn þar sem að ljóðið átti að vera ristað á.
Þar sem að ljóðabókin var lögð á hilluna var eina sem ég hafði teiknað var skissa af leggsteininum. Þegar ég fór að púsla saman bókinni Þegar tíminn staldraði við , fannst mér að þetta ljóð og grunn hugmyndin myndi passa og það kom mjög fljótlega sú hugmynd að láta nemendur lesa uppúr sögubók í sögutíma atburði/stríð á ýmsum tímum í mannkynssögunni. Eins og sjá má á skissunni af síðunni hér að ofan kom snemma sú hugmynd að láta nemendurna vera í klæðnaði/tísku þess tíma, sem atburðurinn átti að gerast. Í stað leggsteinsins var svo kominn íslensk orðabók, þar sem ljóðið var hluti af skilgreiningunni á orðinu Mannkynssaga. Lengi vel áttu myndirnar í römmunum af atburðunum að vera teiknaðar í sama stíl og annað í bókinni en ákvað svo að það væri betri hugmnd að teikna þær í stíl þess tímabils sem að atburðirnir gerðust. Þetta reyndist vera mjög mikið teiknivinna að minni hálfu og tókst mér því ekki klára söguna fyrir skiladaginn í afmælisblað NeoBleks. Ég ákvað því að taka þá ramma sem að voru kláraðir og búa til einnar síðu myndasögu, sem er einskonar forsmekk á það sem mun koma í bókinni.
Þeir sem hafa áhuga á að lesa sögu mína ættu að kaupa afmælisblað NeoBleks, auk myndasögu minnar þá eru myndasögur eftir marga af þekktustu myndasöguhöfundum á Íslandi í dag og má nefna Hugleik Dagsson, Inga Jensson, Kjartan Arnórsson, Bjarna Hinriksson, Jean Pozok og Simma og Lilju. Í heildina 164 blaðsíður!
Hér eru svo skissur af konum mannkynssögunnar en endanlega útgáfu má sjá í Konur sögunnar.
Þessa grein er einnig að finna á Heimasíða Stefáns Ljósbrár.
3.9.2016 | 15:06
Íslenska myndasögutímaritið Blek 20 ára!
Fyrir 20 árum var ég að vinna á grafíkdeildinni á DV sem sumarafleysingarmaður. Yfirmaður grafíkdeildarinnar var Ólafur Guðlaugsson. Einn daginn var hann með á skjá sínum næstum svarta forsíðu með rauðu, svo ég fór að spyrja hann hvað þetta væri því ólíklegt var að þetta myndi birtast í DV. Það kom í ljós að þetta var forsíðan á nýju íslensku myndasögublaði Hazarblaðið Blek, sem hann ásamt 10 öðrum stóðu í að gefa út.
Hann sýndi mér síðan myndasöguna sem að hann átti í blaðinu, Hamingjan. Einnar síðu myndasaga um leitina að hamingjunni. Einkar góð myndasaga, með á einnu síðu á gaman saman hátt sýndi hamingju í nútímanum.
Ég fylgdist aðeins með útgáfu blaðsins úr fjarska og keypti mér blaðið daginn sem að það kom út. Í blaðinu voru 11 íslenskar myndasögur eftir níu myndasöguhöfunda: Sigurður Ingi Jensson, Þorsteinn S. Guðjónsson, Jón Ingiberg Jónsteinsson, Erpur Þórólfur Eyvindsson, Bjarki Kaikumo, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Pétur Yngvi Yamagata og Ómar Örn Hauksson. Blaðið var í frekar stóru broti miðað við amerísk hasarblöð, ca. A4 og prentað á flottan pappír. Hið veglegasta blað.
Sögurnar voru féllu misvel að mínum smekk en þetta blað hafði samt töluverð áhrif á mig og fletti ég og las blaðið nokkuð oft þetta sumar. Fram að þessum tíma hafði ég teiknað örfáar stuttar myndasögur sem aðeins mjög þröngur vinahópur hafði séð en hafði svo sem hugmyndir um myndasögur. Þetta fyrsta blað af Blek gaf mér þá von að kannski gæti ég gert einhverjar af þeim hugmyndum mínum um myndasögu að veruleika og birt þær í íslensku myndasögu blaði! (Það var þó ekki fyrr en árið 2010 sem að fyrsta myndasagan mín birtist í Bleki).
Frá og með útgáfu annars tölublað var reynt að gera blaðið ódýrara í útgáfu og lækka verðið og var broti blaðsins breytt í týpískt amerískt hasarblaða stærð og prentað á ódýrari pappír. Blaðið kom út undir nafninu Blek til ársins 2005 og var útgáfan óregluleg eða þegar efni var nóg í eitt blað. Jean Posocco, sem hafði verið ein driffjöðurinn í útgáfu bleks frá og með öðru tölublaði, reyndi að blása nýju lífi í Blek með því að gefa það aftur út í stóru broti og reynt að gefa blaðið út einu sinni á ári. Árið 2010 reyndi Jean að blása enn meira lífi í blaðið svo og íslenskan myndasögumarkað. Blaðið kom út þrisvar til fjórum sinnum út á ári og innihélt þýddar franskar myndasögur með stökum íslenskum myndasögum.
Blek heldur uppá 20 ára afmælið með útgáfu á 164 blaðsíðna blaði í veglegu broti, þar sem að flestir af þeim sem hafa teiknað fyrir blaðið eiga sögur og sýningu í Borgarbókasafninu Grófinni Tryggvagötu þar sem að farið er yfir feril blaðsins. Er sýningin bæði fróðleg og áhugaverð og ekki síður skemmtileg. Sýningin stendur yfir til 25. september og ætti fólk endilega að nýta sér tækifærið og skoða íslenska menningu eins og hún gerist best. Kannski rekist þið á myndasögu eftir mig á sýningunni, en allavega nóg af góðum myndasögum eftir þekktustu myndasöguhöfunda Íslands síðustu tvo áratugi.
Grein þessa er einnig að finna á heimasíðu minni: stefanljosbra.is
31.12.2013 | 11:45
Íslenskar myndasögur 2013
Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á þessu ári (2013). Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita.
Að þessu sinni voru það gamlir og þekktir íslenskir myndasögugerðamenn sem að gáfu út myndasögur.
Hugleikur Dagsson ásamt Rán Flygenring gáfu út bókina Endir II: Ógæfa. En þar er um að ræða sjálfstætt framhald af bók Hugleiks síðasta árs Opinberunin. Að þessu sinni fer fólk að éta hvort annað þegar það er á djammi í Reykjavík. Ógæfan er saga um ást, ölæði og uppvakninga.
Bjarni Hinriksson gaf út bókina Skugginn af sjálfum mér. Þetta er þriðja bók Bjarna en bókin er sambland af myndasögu og myndskreyttum texta og segir frá Kolbeinni Hálfdánarsyni myndasöguteiknara og lífi hans. Bjarni notar ljósmyndir í myndasögusköpun sinni sem hann breytir og togar á alla vegu til að skapa skáldsöguheim sinn.
Hugleikur hélt myndasögusamkeppni fyrir Ókeypis myndasögudaginn á Íslandi eins og hann hefur gert undanfarin ár og gaf í kjölfarið út þriðja tölublað af Ókeipiss.
Það komu út þrjú blöð af NeóBleki á árinu. Númer 21, 22 og 23. Þar var að finna þýddu frönsku myndasögurnar Gátan um Jötuninn, Aldebaran, Tímaflakkararnir, 3. Testamentið og Skvísur. Einnig var að finna nokkrar sögur eftir Íslendinga: Jan Pozok, Inga Jensson, Pál Ólafsson og Stefán Ljósbrá.
Ellefta tölublað GISP! blað var gefið út í sumar og í þessu blaði áttu Bjarna Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann Ludwig Torfason, Þorra Hringsson, Sigga Björg Sigurðardóttir, Hugleikur Dagsson, Lilja Hlín Pétursdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir efni í blaðinu. Það eru 22 ár síðan að fyrsta GISP! blaðið kom út.
Jean Posocco og Froskaútgáfan héldu uppteknum hætti frá því í fyrra og gáfu út framhald af frönsku myndasögur sem gefið var út í fyrra í íslenskri Þýðingu, Lóa: Grafarþögn eftir Julien Neel og Tímaflakkarar 2 eftir Zep, Stan og Vince. Tinna Josep þýddi báðar bækurnar. Og í ár gerðu Froskurútgáfan enn betur og gaf út gamla kunningja, Svalur og Valur - Arfurinn, Vitskerti prófessorinn. Bókin inniheldur fyrstu sögur André Franquin þegar hann tók við Sval og Val sem aðalteiknari. Hann átti svo eftir að setja sinn stíl á sögurnar, sem að íslendingar hafa þegar fengið að kynnast.Morgunroðinn sf. gaf út bókina
Manga Messías en þar setur Koyumi Shinazowa sögu Jesús í teiknimyndaform. Það hafa ekki komið út margar japanskar myndasögur (Manga) á íslensku, svo að þetta er kærkomin viðbót í myndasöguflóruna.
Iðunn/Forlagið endurútgaf tvær Tinna-bækur: Blái lótusinn og Vindlar faraós. Alls er þá búið að endurútgefa tíu Tinna bækur.
Iðunn/Forlagið endurútgaf svo fjórðu bókina í Goðheima seríu Peter Madsen og ber sú fjórða nafnið Sagan um Kark. En þar segir af Loka, sem tekur að sér jötunbarnið Kark og vandræðin sem því fylgja meðal goðanna.
Ég á svo sem til að gleyma því en Edda Útgáfa gefur svo út Andrés Önd (52 tölublöð) og Syrpuna (13 bækur) á íslensku og hefur gert það undanfarin ár (og áratugi, ef út í það er farið).
Þá veit ég ekki betur en að íslensk myndasöguútgáfa árið 2013 sé upptalin. Hvað íslenskar myndasögur varðar, þá verður árið að teljast rólegt en engu að síður er verið að gefa út íslenskar myndasögur. Útgáfa þýddra myndasagna heldur áfram að aukast, rólega en á vonandi eftir að verða fastur liður í bókaútgáfu hér á Íslandi. Það verður spennandi að sjá hvað árið 2014 býður uppá.
Menning og listir | Breytt 17.1.2014 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2013 | 17:49
Gamlar hetjur
Ég er ekki búin að vera mjög virkur hér á myndasögublogginu þetta árið og ætla svo sem ekki að lofa neinu um næsta ár. Það er nóg að skrifa um en þar sem að ég hef verið að sökkva mér niður í eigin myndasögugerð þá hefur þetta blogg legið á hakanum. Hér er skissa úr þeirri myndasögu sem að ég er að vinna að:
Annars hefur eitt og annað gerst í myndasöguheiminum þetta árið. Til að mynda urðu tvær myndasögupersónur 75 ára.Ég vona að ég geti sagt eitthvað meira um það á næsta ári.
Þann 21. apríl 1938 birtist pikkalóinn Svalur í fransk-belgíska tímaritinu Spirou og var Svalur hugarsmíði Rob-Vel (Robert Velter). Það eru orðin 20 ár síðan að bók með Sval og félögum kom síðast út á íslensku en Froskurútgáfan ákvað að bæta úr því ástandi og í ár lítur bók dagsins ljós með sögum sem að André Franquin gerði á upphafsárum sínum sem teiknari Svals og Vals.
Ofurmennið eða Súpermann leit fyrst dagsins ljós nokkrum dögum á undan Sval, eða 18. apríl 1938 og var hugarsmíði Jerry Siegel og Joe Shuster. Það eru liðin meira en 25 ár síðan að Ofurmennið birtist síðast á íslensku og spurning hvort að hann eigi einhvern tíman eftir að gera það.
27.6.2013 | 14:05
Nýr Ástríkur
Í Frakklandi var að koma út ný myndasaga með Ástríki og félögum. Hér er auglýsingin fyrir myndasöguna:
31.12.2012 | 15:31
Íslenskar myndasögur 2012
Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á þessu ári (2012). Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita.
Nýtt íslenskt myndasögufólk lét í sér heyra á árinu með útgáfu á myndasögum. Myndasagan Næstum mennsk eftir Ísold Ellingsen Davíðsdóttir en hún og bróðir hennar, Númi Davíðsson, teiknuðu myndirnar. Bókin var gefin út af aparasscomix.
Annað nýtt fólk var Sirrý Margréti og Smári Pálmarsson, sem að gerðu og gáfu út myndasöguna Vampíra. Sirrý teiknaði myndirnar og Smári skrifaði söguna.
Hugleikur Dagsson gerði myndasöguna Opinberun sem að fjallar um viðbrögð háþróaðra geimvera við biblíunni. Okeibæ og Forlagið gáfu út bókina.
Hugleikur hélt myndasögusamkeppni fyrir Ókeypis myndasögudaginn á Íslandi eins og hann hefur gert árið áður og gaf út í kjölfarið annað tölublað af Ókeipiss.
Það komu út tvö blöð af NeóBleki á árinu. Annað var að þessu sinni allt í lit.
Jean Posocco og Froskaútgáfan gáfu út tvær franskar myndasögur í íslenskri Þýðingu, Lóa: Trúnaðarkver eftir Julien Neel og Tímaflakkarar eftir Zep, Stan og Vince. Tinna Josep þýddi báðar bækurnar.
Iðunn endurútgaf tvær Tinna-bækur: Dularfulla stjarnan og Svaðilför á Surtsey. Alls er þá búið að endurútgefa átta Tinna bækur.
Iðunn endurútgaf svo þriðju bókina í Goðheima seríu Peter Madsen og ber sú þriðja nafnið Veðmál Óðins.
Þá veit ég ekki betur en að íslensk myndasöguútgáfa árið 2012 sé upptalin og er ekki hægt að tala um annað en jákvæða þróun, sem að á vonandi eftir að halda áfram árið 2013.
Menning og listir | Breytt 1.1.2013 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)