Gamlar hetjur

Ég er ekki búin að vera mjög virkur hér á myndasögublogginu þetta árið og ætla svo sem ekki að lofa neinu um næsta ár. Það er nóg að skrifa um en þar sem að ég hef verið að sökkva mér niður í eigin myndasögugerð þá hefur þetta blogg legið á hakanum. Hér er skissa úr þeirri myndasögu sem að ég er að vinna að:

 skissa

Annars hefur eitt og annað gerst í myndasöguheiminum þetta árið. Til að mynda urðu tvær myndasögupersónur 75 ára.Ég vona að ég geti sagt eitthvað meira um það á næsta ári.

Svalur í tímas rás

 Þann 21. apríl 1938 birtist pikkalóinn Svalur í fransk-belgíska tímaritinu Spirou og var Svalur hugarsmíði Rob-Vel (Robert Velter). Það eru orðin 20 ár síðan að bók með Sval og félögum kom síðast út á íslensku en Froskurútgáfan ákvað að bæta úr því ástandi og í ár lítur bók dagsins ljós með sögum sem að André Franquin gerði á upphafsárum sínum sem teiknari Svals og Vals.

 

superman_75_short_line_up_by_dusty_abell-d6qostx

Ofurmennið eða Súpermann leit fyrst dagsins ljós nokkrum dögum á undan Sval, eða 18. apríl 1938 og var hugarsmíði Jerry Siegel og Joe Shuster. Það eru liðin meira en 25 ár síðan að Ofurmennið birtist síðast á íslensku og spurning hvort að hann eigi einhvern tíman eftir að gera það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband