Nýju ævintýri Svals og Vals

Í nýjasta tölublaði NeoBleks, sem var að koma út núna í síðustu viku, birtast gamlir vinir okkar Íslendinga í nýju ævintýri. Það eru þeir Svalur og Valuren síðasta ævintýri þeirra sem kom út á íslensku var myndasagan Seinheppinn syndaselur eftir þá Tome&Janry. En hvað hafa félagarnir verið að braska síðan þá?

Msvaluryndasögur Svals og Vals hrifu mig mjög þegar ég var krakki, sérstaklega Vélmenni í vígahug eftir Tome&Janry og Sjávarborgin eftir Franquin, og eiga þær stóran þátt í því að ég er sjálfur að teikna myndasögur. Svalur birtist fyrst árið 1938 en hann var hugarsmíði Rob-Vel (Robert Velter). Þegar seinni heimstyrjöldin braust út lenti hins vegar Rob-Vel í vandræðum með að koma myndasögum sínum yfir landamæri Frakklands til útgefandans (Dupuis) í Belgíu og gegndi síðan herskildu. Hans skarð fyllti því Jijé (Joseph Gillain). Fyrst aðeins tímabundið, því í stuttan tíma gat Rob-Vel komið sögunum til skila en síðan tók Jijé við að fullu. Árið 1947 tók lærisveinn Jijé, André Franquin, við Sval og Val og teiknaði þá félaga í meir en tuttugu ár, eða til ársins 1969 þegar Jean-Claude Fournier tók við pennanum.

Fournier teiknaði Sval í tíu ár en árið 1979 fór útgefandinn að leita af einhverjum til að taka við. Ein af hugmyndum Dupuis var að Svalur og Valur yrðu oftar í blaðinu og hann fékk því þrjá hópa að reyna fyrir sér við myndasögur um Sval. Þetta var því tvíeykið Nic Broca og Raoul Cauvin, Yves Chaland og svo Tome og Janry. Og að lokum varð það úr að Tome&Janry urðu aðalmyndasöguhöfundar Svals og Vals. (Þeir sem hafa frekari áhuga á sögu Svals og Vals geta lesið hana á íslensku í bókinni Svalur og Valur í villta vestrinu).

svalur_machineSvalur og Valur döfnuðu vel hjá Tome&Janry og eftir söguna Seinheppinn syndaselur sem var síðasta myndasagan með Sval og Val á íslensku, komu sögurnar Le Rayon noir(ísl. Nú er það svart, 1993), Luna Fatale(1995) en á þessum tíma fannst Tome&Janry að það væri kominn tíma á breytingar og með sögunni Machine qui Reve(ísl. Vél tímans), sem var gefinn út 1998, hvað við annan tón. Þeir ákváðu að segja mun alvarlegri sögu og til að það væri mögulegt breyttu þeir teiknistílnum til að undirstrika söguna frekar. Ég var mjög hrifinn af túlkun Tome&Janry á Svali og Vali og fannst Luna Fatale mjög góð, þegar ég las Machine qui Reve  varð ég ekki fyrir vonbrigðum, sagan var að mínu mati mjög góð en það voru alls ekki allir sammála mér þar og í raun skiptist aðdáendur Svals og Vals í tvo hópa: þeir sem fannst breyting góð og hinir sem að fannst að Tome&Janry væru að eyðileggja Sval og Val. Það varð því svo að Tome&Janry var ekki lengur treyst fyrir framhaldi Svals og Vals. Þeir einbeittu sér þá að ævintýrum litla Svals.

svalur_sourcesZÞað var ekki fyrr en árið 2003 sem að nýir höfundar Svals og Vals voru fundnir og næsta ævintýri Svals og Vals kom út. Það voru þeir Morvan og Munuerasem að tóku við og fyrsta myndasaga þeirra um Sval og Val var Paris-sous-Seine(ísl. Flóð í París) en þar snúa þeir aftur að þeim stíl sem Svalur og Valur voru þekktir fyrir, með þó megin áherslu á hasarinn en grínið. Síðan hafa komið út L'Homme qui ne voulait pas mourir(ísl. Maðurinn sem vildi ekki deyja, 2005) og Spirou à Tokyo (ísl. Svalur í Tókíó, 2006) og Aux Source du Z (ísl. Uppruni Z, 2008), sem þeir gerðu í samstarfi við Yann. Myndasögur þeirra eru ágætis afþreying og jafnast á við flestar meðalsögur Franquin og Tome&Janry og raun verða sögurnar betri og þannig er síðasta sagan mjög góð skemmtun með reyndar arfaslökum endi.

Við Sval og Val tóku þeir Vehlmann og Yoannsem aðalhöfundar og kom fyrsta saga þeirra Alerte aux Zorkons (ísl. Árás Zorkonana). Þeir félagar höfðu áður gert myndasöguna Les géants pétrifiés(ísl. Steinrisarnir) sem var fyrsta bindið í sérútgáfuflokki myndasagna um Sval og Val.

svalur_emilyÞessi sérútgáfuflokkur bar nafnið "Une aventure de Spirou et Fantasio par..." (ísl. Ævintýri Svals og Vals eftir...) en hefur verið breytt í "Le Spirou de..." (ísl. Saga Svals eftir...). Í þessum flokki hafa mismunandi höfundar fengið að spreyta sig. Auk sögu þeirra Vehlmann og Yoann hafa komið sögurnar Les marais du temps (ísl. ) eftir Frank LeGall, Le tombeau des Champignac(ísl. Grafir Sveppaborgar) eftir Yann og Fabrice Tarrin, Journal d'un ingénu(ísl. Dagbók ungstyrnis) eftir Emily Bravo og hlaut sú saga verðlaun á Angoulême myndasögu hátíðinni og fær einnig mín bestu meðmæli. Le groom vert-de-gris(ísl. Leðurblökuaðgerðin) eftir Yann og Schwartz en myndasagan er byggð á handriti eftir Yann sem hann skrifaði fyrir Chaland en ritstjórnin hafnaði því. Yann valdi Schwartz til að teikna þar sem að stíll hans er líkur stíl Chalands. En þessi myndasaga er birt í íslenskri þýðingu í blaðinu NeoBlek.

Síðasta sagan sem hefur komið út í þessum flokki er Panique en Atlantique(ísl. Skelfing á Atlantshafi) eftir hin þekkta Lewis Trondheimog Fabrice Parme.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband