Íslensk myndasögublöð

tarzanÞað hafa ekki margir reynt fyrir sér í útgáfu myndasögublaða með íslenskum myndasögum. Á níunda áratugnum gaf Siglufjarðarprentsmiðja út erlend myndasögublöð í íslenskri þýðingu, má þar nefna Tarzan, Superman, Batman, Gög og Gokke, Köngulóarmaðurinn (Spider-Man) og Tommi&Jerry. Maðurinn á bakvið Siglufjarðarprentsmiðjuna var Sigurjón Sæmundsson (f. 5. maí 1912, d. 17. mars 2005), fyrrum bæjarstjóri Siglufjarðar, og gaf hann út um 10 tölublöð á ári og hvert tölublað í 1000-1500 eintökum. Flest blöðin voru seld í sjoppum og bensínstöðvum en það var minna um blöðin í bókabúðum. Það var ekki áhugi Sigurjóns á myndasögunni sem að fékk hann til að gefa út myndasögublöð heldur einfaldlega að reyna að fylla uppí dauðatíma hjá prentsmiðjunni. Sigurjón hafði gefið út Tarzan bækurnar eftir Edge Rice Burroughs á íslensku og síðan frétti hann að því að til voru myndasögublöð um Tarzan og hafði samband við Atlandic í Svíþjóð sem átti útgáfuréttinn á norðurlöndunum og fékk útgáfuréttinn á Íslandi. Í kjölfarið gaf hann einnig út aðra titla.

bandormurÁrið 1982 reyndu þeir Ómar Stefánsson og Óskar Thorarensen fyrir sér með útgáfa blaðsins Bandorms. Blaðið verður að teljast fyrsta íslenska blaðið sem að helgaði sig myndasögum eftir Íslendinga. Blaðið var gefið út í mjög litlu upplagi, óreglulega og sást sjaldan í bókabúðum og verður því eiginlega að teljast "underground" eða jaðarblað. Nokkur tölublöð komu út á næstu 10 árum.

Fram að útgáfa Bandormsins höfðu íslenskar myndasögur aðallega birst í tímaritum með blönduðu efni, má þar nefna Vikuna og Háðblaðið Spegillinn, eða dagblöðum eins og Morgunblaðinu. Háðblaðið Spegillinn sem að var gefið út eftir seinni heimstyrjöld. Meðal teiknara fyrir blað voru Ragnar Lár, Tryggvi Magnússon og Haraldur Guðbergsson.

gispGISP! (Guðdómleg Innri Spenna og Pína) hópurinn var stofnaður haustið 1990 og tilefni að því gaf hópurinn út fyrsta eintakið af myndasögublaðinu GISP!. Hópurinn var undir sterkum áhrifum frá Frakklandi og undirheimi bandarísku myndasagnanna. Í Frakklandi er talað um myndasögur sem níundu listina og eru haldnar reglulega myndasögusýningar. Á svipuðum nótum hélt GISP! hópurinn myndasögusýningar. Þó að framtakið tókst vel til þess að vekja athygli á íslenskum myndasögum þá hafa viðbrögð almennings verið misjöfn. Myndasögur, sem að flokkast sem jaðarlist, á almenningur oft erfitt með að skilja og meðtaka, sérstaklega í ljósi þess að myndasögur eru mestmegnis afþreyingar bókmenntir. GISP! hópurinn sýnda hins vegar almenningi að myndasögur eru mun meira en bara afþreyingar bókmenntir. Myndasögublöðin GISP! hafa komið annað slagið út þó flest í byrjun og í seinni tíð í tengslum við sýningar. Til GISP! hópsins teljast m.a. Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson Jóhann Torfason og Þorri Hringsson.

Síðasta myndasögublaðið var gefið út í tengslum við Menningarnótt 2009 en var GISP! hópurinn með sýningu í sal Íslenskrar Grafík (Tryggvagötu 17) þar sem að sýnd voru gömul GISP blöð og einnig ný verk sem að munu voru unninn á grafíkverkstæðinu og voru því nýjar myndasögur bætt við sýninguna jafnt og þétt.

Hasarblaðið blekBlek var fyrst gefið út árið 1996 og stóðu að blaðinu hópur sem að var safnað saman af Hinu húsinu undir stjórn Björns Vilhjálmssonar og var upphaflega styrkt af íþrótta- og tómstundarráði. Öllum er frjálst að senda myndasögur í blaðið og sýnir blaðið því mjög vel þá flóru sem að þrífst í íslenskri myndasögugerð og jafnan eiga bæði ungir og gamlir myndasögur í blaðinu. Það hafa því nýir teiknar stigið sín fyrstu skref í blaðinu og má t.d. nefna Hugleik Dagsson sem að átti sína fyrstu myndasögu í blaðinu og er nú orðinn mjög þekktur myndasöguteiknari. Reyndari og þekktari teiknarar eiga einnig myndasögur í blaðinu og má þar nefna Kjartan Arnórsson, Sigurð Inga Jensson og Bjarna Hinriksson. Blaðið hefur verið gefið út næstum einu sinni á ári og hefur á síðust árum fengið nafn NeoBlek og má þakka Jean Posocco fyrir að halda lífi í blaðinu. 

Um þessar mundir er verið að gefa út 14. tölublað NeoBleks og er metnaðurinn orðinn meiri og stefnt á fjögur blöð á ári, gefinn út í janúar, maí, september og svo í desember. Til þess að þetta sé mögulegt verða gefnar út verður efni keypt frá útlöndum og þýtt og er það vonin að þetta geri blaðið aðgengilegra stærri lesendahóps. Hlutur íslensk efnis mun því minnka og krafa til gæða íslenskra myndasagna sem birtar verða auknar. Fleiri upplýsingar svo og nýjasta tölublað NeoBleks er hægt að nálgast á nýrri heimasíðu þeirra.

zeta01Það má segja að myndasögublaðið Zeta hafi tekið við af Siglufjarðarprentsmiðju en þar var á ferðinni blað með erlendum myndasögum í íslenskri þýðingu. Á bakvið útgáfu blaðsins var Nordic Comics undir stjórn Búa Kristjánssonar. Fyrsta blaðið kom út árið 2000 og voru gefin út 10 tölublöð á ári næstu árin. Blaðið fór víða við í efnisvali þó megin efnið voru þýddar myndasögur frá Evrópu, aðallega Frakklandi og Belgíu. Einstaka sinnum sást svo íslensk myndasaga. Þrátt fyrir góð fyrirheit þá lifði blaðið bara í nokkur ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband