Heimasíða um myndasögur og nýtt NeoBlek blað

couv_18_neoblekNúna í lok september kom út átjánda tölublað NeoBlek blaðsins og er það þriðja NeoBlek blaðið sem að kemur út á þessu ári. Það er því ekki annað hægt að segja en að þeir félagar að baki NeoBleks séu að standa sig í stykkinu við að halda uppi íslenskri menningu.

Í þessu blaði má finna franskar myndasögur í íslenskri þýðingu ásamt íslenskum myndasögum, greinar og viðtöl. Frönsku myndasögurnar eru Skvísur eftir Delaf og Dubuc, Þriðja testamentið eftir Alice og Dorison, Lína eftir Neel, Á valdi Kakkalakkanna (Svalur og Valur) eftir Yann og Schwartz og Wischer eftir De Vita og Latour. Íslensku myndasögurnar eru Grýla og Leppalúði eftir Jean Posocco og Frí í Bæjaralandi eftir Inga Jensson.

NeoBlek blaðið má nálgast í Nexus, Bóksölu Stúdenta, Máli og Menningu Laugavegi, Eymundsson Austurstræti og á heimasíðu NeoBleks

Eins og þetta væri ekki nóg þá hafa þeir félagar set af stað heimasíðu fyrir íslenskar myndasögur sem heitir einfaldlega myndasogur.is og mun fjalla um eitt og annað tengt myndasögum. Þar er hægt að lesa sýnishorn af nýjasta NeoBlek blaðinu og með því að taka laufléttum Tinnaleik jafnvel vinna eitthvað. Nánari upplýsingar um leikinn og vinninga er að finna á heimasíðunni myndasogur.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband