Ókeypis myndasögur 2011

Í tengdri frétt er talað um alþjóðlegan ókeypis myndasögu dag og á það við ef heimurinn er Bandaríkin. Þessi dagur er ekki alstaðar í heiminum og ekki alltaf á sama degi, t.d. er ókeypis myndasögudagurinn laugardaginn 14. maí í Þýskalandi.

Hvað um það, dagurinn á morgun er mjög merkilegur fyrir Íslendinga því eftir því sem ég best veit þá er þetta í fyrsta skipti sem að íslenskar myndasögur verða gefnar ókeypis. Frumkvöðlarnir að því eru þeir útgáfufyrirtækið ÓkeiBæ (sem Hugleikur Dagson rekur) og verslunin Nexusen þeir munu gefa út og gefa blaðið ÓkeiPiss. Einnig munu þeir í NeoBlek gefa eintök af nýja tölublaði sínu.

2011okeypis 

Atburðurinn hefst í verslun Nexus og ætti engin að láta þetta framhjá sér fara. Í boði verða einnig blöð sem eru ókeypis í Bandaríkjunum á morgun. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hvað í boði er þá er Chris Sims tekið saman það helsta og Dorian Wright fer í gegnum allan listann sem er í boði af ókeypis bandarískum myndasögum. Veislan byrjar klukkan 13:00.

Á morgun verða einnig í boði stafrænar myndasögur á vefnum Graphic.ly.

Ókeypis myndasögudagurinn heldur nú uppá 10 ára afmæli sitt í Bandaríkjunum og hefur verslunin Nexus tekið þátt frá byrjun.


mbl.is ÓkeiPiss-myndasögudagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband