14.1.2011 | 11:11
Myndasaga um Vilhjálm Bretaprins
Þar sem að íslenska slúðurpressan hefur ekki tekið þessa frétt fyrir þá er ekki úr vegi að segja frá því á þessu bloggi. Í apríl á þessu ári þá á að koma út myndasaga um Vilhelm Bretaprins. Myndasagan mun spanna líf hans, t.d. lát móðir hans, þegar hann fór í herinn og þegar hann hitti Kötu. Hér er hægt að sjá You-Tube kynningu:
Ég efast um að flestir þeir sem að lesa myndasögur reglulega muni næla sér í eintak en hins vegar má búast við því að fólk sem að les ekki myndasögur muni næla sér í eintak. Spurning hvort að sá hópur gæti farið að lesa fleiri myndasögur?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.