13.12.2009 | 12:54
Faðir og sonur
Erich Ohser, fæddur 1903, er einn af þekktari myndasöguhöfundum þjóðverja, ekki bara vegna verka hans heldur einnig vegna örlaga hans. Fyrir 75 árum síðan, þann 13. desember 1934, birtist vinsælasta myndasagan hans Vater und Sohn (á íslensku Faðir og sonur) í blaðinu Berliner Illustrirten Zeitung. En þann dag í dag eru myndasögurnar af þeim feðgum endurprentaðar. Myndasögurnar birti hann þó undir listamannanafninu e.o. Plauen sem var stytting á Erich Ohser frá Plauen.
Það var ástæða fyrir því að Ohser tók upp listamannanafn en Ohser hafði teiknað skopmyndir af stjórnmálamönngum fyrir blaðið Vorwärts og að sjálfsögðu þar á meðal myndir af Hitler og Goebbels. Þessar skopmyndir gerðu Ohser ekki vinsælan hjá Nasistum og var hann settur á svartan lista hjá þeim og í bókarbrennu Nasista í Berlín í maí 1933 voru þessar teikningar brenndar ásamt bókunum. Í framhaldi af því var Ohser settur í atvinnubann og varð því kona hans Marigard að sjá um Ohser og son þeirra Christian.
Myndasaga hans Faðir og sonur, undir dulnefninu, varð mjög vinsæl og seldi safnband, sem var gefið út ári eftir að fyrsta myndasagan var birt, í meira en 90 þúsund eintökum.
Goebbels var meðvitaður um mátt myndasagna við að koma skilaboðum til fólksins og hafa áhrif á skoðanir þess, og þess vegna átti á þessum tíma myndasögu höfundar erfitt uppdráttar að koma sínum eigin skoðunum á framfæri. Þannig var t.d. persónurnar faðir og sonur fengnar til þess að auglýsa vetrarhjálp. Ohser var þó lítið um slíkt gefið og þó að myndasagan Faðir og sonur væri ópólitísk lenti hann aftur í atvinnubanni.
Árið 1944 var hann svo handtekinn ásamt blaðamanninum og vini sínum Erich Knauf eftir hávært samtal þeirra beggja, Ohser var heyrnadaufur og þess vegna töluðu þeir svo hátt, í loftbyrgi en menn Nasista höfðu heyrt það og líkað allt sem að sagt var. Þeir félagar fóru fyrir rétt og segir sagan að Goebbels hafa persónulega séð til þess að dómarinn Roland Freisler myndi sjá um málið og að úrskurðurinn yrði harður.
Ohser tók sig af lífi í apríl 1944 í fangelsi nasista og í kveðjubréfi sínu reyndi hann að taka alla sökina á sig og fría þar með vin sinn Knauf en það varð til lítils þar sem hann var hálshöggvinn nokkru seinna.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.