Andrés Önd orðinn 75 ára

Andrés ÖndÍ fyrra hélt Mikki Mús uppá 80 ára afmæli sitt og núna í síðustu viku hélt félagi hans Andrés Önd uppá 75 ára afmæli sitt. Höfundar Andrésar Önd var Walt Disney og Dick Lundy. Donald Fountleroy Duck, eins og hann hét upphaflega, birtist fyrst í teiknimyndinni The wise little Hen 9. júní 1934. (Það ber að geta þess að árið 1934 starfaði Ubbe Iwerks (skapari Mikka Mús ásamt Walt Disney) ekki hjá Walt Disney, heldur hafði stofnað sitt eigið hreyfimyndastúdíó, hins vegar hefur Carls Bark ávalt skrifað Andrés Önd sem ein af sköpun Iwerks). Það skal þó ekki draga neitt úr þætti Walt Disney við sköpun Mikka eða Andrésar en þetta hafði Disney um tilurð Andrésar að segja: "Mikki hafði takmarkaða möguleika þar sem að aðdáendur hans höfðu gert hann að hinni fullkomnu fyrirmynd. Þegar Mikki braut þá ímynd, t.d. með því að segja ljótan brandara þá kvörtuðu þúsundir aðdáenda! Þess vegna vantaði okkur öðruvísi persónu, hinn óreiknanlega Andrés Önd. Þannig gátum við komið fjölmörgum hugmyndum okkar í framkvæmd sem að ekki voru leyfilegar með Mikka Mús. Andrés veltist lengi í huga mínum. Hann var persóna sem að gaf enga hugarró: reiðiköst hans, máttleysi hans gagnvart hversdagslegum hlutum, mótmæli hans þegar honum fannst á sjálfan sig hallað. Með augum Andrésar gátum við séð heiminn öðruvísi..."

Walt Disney við teikniborð sittAndrés Önd er í dag ein vinsælasta teiknimynda- og myndasögupersóna sem að er til. Við íslendingar kynntumst honum fyrst í gegnum myndasögublöð frá Bandaríkjunum sem að komu með bandaríska hernum og þeim myndasögublöðum sem að voru flutt inn eftir stríð. Seinna og sérstaklega eftir innleiðingu gjaldeyrishafta í kringum 1960 þá kom hann frá Danmörk. Andrés Önd fór síðan að tala Íslensku upp út árinu 1981 og gerir enn. Fyrstu Andrés blöðin voru gerð af danski fyrirmynd en í seinni tíð höfum við Íslendingar fengið að kynnast ítalska forminu undir nafninu Syrpa (í Ítalíu þekkt undir nafninu Topolino).

Fyrsta þátttaka Andrésar í myndasögum var árið 1934 í myndasögum dagblaðanna undir nafninu Silly Symphony eftir samnefndri teiknimynd (sem að stutt-teiknimyndin The wise little Hen var hluti af). Þessar myndasögur voru teiknaðar af Al Taliaferro og samdar af Ted Osborne. Árið 1936 fékk Andrés svo sýna eigin nýtt útlit og eigin teiknimynd og árið 1938 sýna eigin myndasögu.

Andrés Önd í gegnum tíðinaÁrið 1942 kom Andrés í myndasögublöðum útgefið af Western Publishing og teiknaði og samdi Charles Bark þessar sögur. Charles Barks er líklegast þekktasti höfundur Andrésar og sá sem að átti mestan þátt í þróun myndasögunnar. Andrés Önd varð vinsæll víða í Evrópu og hafa teiknarar í Hollandi, t.d. Dan Jippes, samið nokkuð af sögum og sérstaklega í Ítalíu þar sem talsvert af teiknurum hafa gert þekktar sögur um Andrés, má þar nefna Romano Scarpa og Giorgio Cavazzano, en þar er helst gerðar sögur af Ofur-Andrési. Sá sem hins vegar tekið við arfleið Charles Barks er Don Rosa.

En hvað er það sem að hefur gert Andrés Önd svona vinsælan. Flestir eru á því að það sé vegna þess hversu mannlegur hann er. Hann er latur, uppstökkur, afbrýðisamur, eigingjarn, sjálfselskur, einfaldur og þrjóskur. Hann hefur þá eiginleika sem að engin er tilbúinn að viðurkenna að hann hafi en gerir það að verkum að vissu leiti samsamar fólk sig með honum og getur því haft gaman af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband