1.5.2009 | 12:48
Myndasögublús
Útgáfa íslenskra myndasagna hefur ekki verið fyrirferðamikil síðustu ár og því er um að gera að skrifa um slíkan viðburð þegar hann á sér stað. Fyrsta íslenska myndasögubókin sem er gefin út á árinu 2009 (sem ég veit um, ef ég fer með rangt mál þá vinsamlegast hafið samband) er Vorblús eftir listamanninn Kristján Þór Guðnason. Bókin er 55 blaðsíður og inniheldur þrjár myndasögur: Vorblús, Dollý og ég, Vetrarverk. Ég reikna með að bókin sé gefin út í takmörkuðu upplagi en líklegast má nálgast eintök hjá höfundi ef að þau eru ekki lengur til í bókabúðum. Umbrot bókarinnar er ca A5 og eru allar eru allar myndirnar svart-hvítar, tússaðar með pensli.
Framsetning sögunnar á hverri síðu er einfalt með 6 myndum á hverri síðu sem eru nokkurn vegin allar jafn stórar. Þessi framsetning fellur mjög vel að teiknistíl Kristjáns en ég reikna með að hann hafi teiknað á A4 blöð og jafnvel beint með penslinum. Frásagnarmáti Kristjáns er ekki ósvipaður og fyrsta sagan sem að Hergé gerði um Tinna þar sem að tími er tekin í það að sýna ákveðna atburði, t.d. sjáum við í sögunni Vorblús, Nonna sjá manneskju við vatnið, á næstu mynd sjáum við að þetta er stelpa, á þriðju myndinni heilsast þau og á fjórðu og fimmtu mynd kynna þau sig. Þessi frásagnarmáti er sjaldséður í myndasögum nútímans hann var mun algengari fyrir 60 til 70 árum.
Hvað efnistök varðar þá fjalla sögurnar allar um unglinga. Fyrstu tvær sögur fjall um Nonna, kynni hans af stelpum og draumum Nonna um mótorhjól til þess að verða flottur og kúl. Þriðja sagan fjallar um strák sem að verður yngri strák að bana. Umhverfi allra myndasagnanna er líklegast Ísland og í fyrstu tveim sögunum í kringum 1955-60 og ekki ólíklegt að umfjöllunarefnið sé tekið úr lífi Kristjáns sjálfs, ekki ósvipað og þær sjálfsævisögulegu myndasögur sem að hafa verið að komast í tísku í myndasöguheiminum síðustu 10 árin
Kristján er 66 ára og í kringum listamannaferil og myndasöguferil hans hafa ekki verið mikil læti. Hann gaf út fyrstu myndasögu bók sína, Óhugnarlega plánetan, árið 1993 og árið 2007 kom út bók hans Edensgarðurinn, auk þess hefur hann átt sögur í myndasögublaðinu Neo-Blek. Kristján útskrifaðist árið 1964 frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands og árið 1967 frá Verks- og kunstindustriskole í Ósló í Noregi. Hann hefur haldið talsvert af myndlistarsýningum en hann hefur haldið stíl sínum í myndasögum sínum. Framtak hans er til fyrirmyndar þó að hann fái ekki sömu umfjöllun og ungir myndasögugerða menn eins og Hugleikur.
Flokkur: Myndasögur | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.