Köngulóarmaðurinn bjargar lífi stráks

SpidermannVenjuleg þá er myndasögupersóna einungis fær um að bjarga mannslífum í myndasögu eða kvikmyndum. Köngulóarmaðurinn, eða Spider-Man, hefur þó tekist að brjóta viðjar skáldskaparins og bjargað lífum í raunveruleikanum, en slíkt gerðist einmitt í Bangkok.

Átta ára einhverfur strákur í sérskóla varð allt í einu hræddur í kennslustund og flúði út á gluggasyllu opins glugga á þriðju hæð. Þar stóð hann og lét hvorki lögreglu né slökkvilið tala sig til um að koma af gluggasyllunni og inn. Það var ekki fyrr en að móðir hans nefndi að sonur hennar væri mikill aðdáandi Köngulóarmannsins að slökkviliðsmaðurinn Sonchai Yoosabai fékk hugmynd: hann hljóp niður á slökkvistöð og náði í Köngulóarmannsbúning sem að klæddist í og fór svo til stráksins. Vart hafði strákurinn séð Köngulóarmanninn en að hann steig niður af syllunni og hljóp brosandi til hetju sinnar.

 Upprunalegafréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Kóngulóarmaðurinn klikkar aldrei!

Þráinn Árni Baldvinsson, 4.4.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband