Tinni 80 ára

Tinni hélt uppá sitt 80 ára afmæli 10. janúar síðast liðinn og þar sem að ég var ekki byrjaður að skrifa þetta blogg þá, er best að skrifa smá pistil til heiðurs Tinna.

Hergé við vinnu sína árið 1929Tinna, eða Tintin eins og hann heitir á frummálinu, er hugarsmíði belgans Georges Remis (1907-1983) betur þekktur sem Hergé (uppnefni út frá frönskum framburði á upphafstöfum nafna hans R.G.) og setti þann grunn sem að myndasögur, sem komu út í frönsku mælandi löndum, myndu byggjast á. Tinni er ein af vinsælustu evrópsku myndasögupersónum fyrr og síðar.

Það er kannski merkileg tilviljun að Walt Disney skapaði Mikka Mús bara nokkrum mánuðum áður (tek Walt Disney fyrir í öðrum pistill) og persónuleiki Tinna og Mikka eru mjög svipaðir osem g vinsældir þeirra. Hergé fylgist þó náið með aðferðum Bandaríkjamanna í myndasögum og kvikmyndum eins og hann segir í viðtali: "Almennt þá vita bandaríkjamenn hvernig á að segja sögu, jafnvel þó að hún sé algjör vitleysa. Ég held að þetta sé aðal lexían sem að ég hef lært af myndasögum og kvikmyndum frá Bandaríkjunum." Hergé tók einnig upp svipaðar vinnu aðferðir og Disney og byggði upp sitt eigið vinnustúdíó.

Fyrsta blaðsíðan af fyrsta ævintýri TinnaHergés byrjaði að starfa hjá dagblaðinu Le Vingtiéme Siécle árið 1925 og frá júlí árið 1926 teiknaði hann myndasögu sem hét Tator fyrir skátablaðið Le Boy-Scout Belge og eru þær myndasögur augljóslega forrennar Tinna. Árið 1928 tók hann við ritstjórns blaðsins Le petit Vingtiéme, sem var barnablað Le Vingtéme Siécle blaðsins og kem út vikulega á fimmtudögum. Til að byrja með teiknaði Hergé myndasögur við sögu eftir Amand de Smet, sem var ritstjóri íþróttahluta blaðsins, og þar birtist hundurinn Tobbi (Hérge gaf honum stelpu nafnið Milou, sem að var eftir stúlku sem að hann var yfir sig hrifin af meðan hann var í skóla) á undan Tinna í sögunni Flup, Nénesse, Poussette et Cochonnet. Þeir birtust síðan saman 10. janúar, 1929 í sögunni Les Aventuers de Tintin Reporter du petit vingieme au pays des Soviets eða í íslenskri þýðingu Tinni í Sovétríkjunum (kom út árið 2007 hjá Fjölva okkur Íslendingum til mikillar ánægju). Fyrsti ævintýri Tinna voru öll í svart/hvítu og til að byrja með var Tinni eitthvað minni og þykkari en hann síðar varð. Eftir síðari heimstyrjöld þá var Tinni gefinn út í lit og í endurgerði Hergé í lit allar sögurnar, sem að komið höfðu út fyrir stríð nema fyrstu sögu Tinna. Sumar endurgerði hann jafnvel aftur þá aðallega til þess að aðlaga að bandaríkja markaði.

Upprunalega útgáfan og endurgerð Hergé af Tinna í AmeríkuHelstu áhrifavaldar Hergé þegar hann var að byrja voru myndasögur frá Bandaríkjunum og er þar helst að nefna Bringing Up Father, sem fékk nafnið Gissur Gullrass á íslensku, eftir George MacManus.

Stíll Hergé hefur verið kallaður Ligne Clair (hreinar línur) og einkennist af myndum með einföldum línum, án skugga og flötum einföldum litum ásamt mjög nákvæmum bakgrunnum. Hergé teiknaði alveg frá upphafi mjög nákvæma bakgrunna og sjást þar áhrif George MacManus mjög vel, hinar skýru línur sem að hann varð svo þekktur fyrir þróðust og uppfrá sögunni Blái Lótusinn varð til sá Tinni sem að við þekkjum í dag, þar sem að Hergé var í mun að allt umhverfi og sögur, svo og pólitík væri sem nákvæmust. Ein af eftirminnilegusta persóna í sögum Tinna er án efa Kolbeinn Kafteinn en Tinni hitta hann fyrst í ævintýrum sínum með Krabbann með gylltu klærnar. Þýðingar á fúkyrðum Kolbeins eru einnig mjög skemmtilegar og hafa orðið mjög vinsælar.

Á íslensku hafa komið út 24 bækur með ævintýrum Tinna og kom sú fyrsta út árið 1971 Dularfulla stjarnan og átti blaðamaðurinn Loftur Guðmundsson heiðurinn af þýðingunum. Bækurnar voru svo endurútgefnar árið 2007 með nýrri stafagerð/textun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband