Tilurð PiPiTis myndaræmu

Í síðustu færslu lofaði ég að fjalla um tilurð PiPiTis myndaræmu. Eftirfarandi er nokkurn vegin endursögn á hluta af fyrirlestri sem að ég hélt.

Hver myndaræma byrjar á hugmynd. Hugmyndirnar koma við mismunandi aðstæður en bestu hugmyndirnar koma einfaldlega úr daglega lífinu, hversdagslleikanum. Og hvað er fyndið? Afhverju ratar hugmynd í PiPiTis ræmu? Gamanleikur er í raun sannleikur og sársauki. Venjulega þá pára ég hugmyndina á blað, svona leit t.d. fyrsta párið af síðustu PiPiTis myndaræmunni:

Matrix hugmynd

Næsta skref er að skipuleggja söguna, þ.e. er að hvernig kem ég brandaranum og hugmyndinni til skila, þannig að hún sé fyndin. Gott er að hafa bakvið eyrað hvernig brandarar eru venjulega uppbyggðir: Setup->Beat->Punch Line. Hins vegar borgar sig ekki að hengja sig í þessa uppbyggingu. Það eru það marger leiðir til þess að segja brandara. Eins og sjá má í hugmyndinni hér að ofan þá var fyrsti ramminn mynd af Morpheus og Trinity í leita af vinnudverginum og svo eitthvað óákveðið þar á milli og í síðasta rammanum er vinnudvergurinn að hlaupa í burtu frá byssukúlum frá Trinity og Morpheus. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvaða þetta eitthvað óákveðna ætti að vera, þá spurði ég sjálfan mig hvar vinnudvergurinn væri eiginlega áður en að Trinity og Morpheus fyndu hann. Auðvitað þá væri hann að tala við Véfrétt (e. Oracle) úr Matrix. Svo ég skissaði þá hugmynd:

panel01

Ég skissaði hina rammana og var þá komin með eftirfarandi röð:

matrix_plan

Í stað þess að láta vinnudvergin hlaupa í burt frá byssukúlunum frá Trinity og Morpheus þá myndi hann sveigja sér undan þeim eins og gert er í Matrix myndinni. Næst er að koma textanum fyrir og byrja ég á því að skrifa textann inná rammana þar sem ég held að hann passi, til að sjá hvort að hann komist fyrir.

matrix_text

Ég tók eftir því að ég þyrfti að setja Véfréttina í síðasta ramman svo að það væri tenging milli fyrsta ramma og síðasta ramma. Eins og sést þá er talsverður texti í öllum römmum og á því er næsta skref annað hvort að fjærlægja það sem er ekki nógu gott og ekki nauðsynlegt, orða setningarnar betur og hnitmiðaðra. Einhvern vegin tókst mér þó að koma öllum textanum fyrir:

matrix_balloons

Það er gott að setja talblöðrurnar á þessu stigi því þá veit ég hversu mikið ég þarf að teikna og tússa í næstu skrefum. Í flestum tilfellum teikna ég einhverja ramma aftur betur á þessu stigi en að þessu sinni fannst mér þetta vera nógu gott til þess að tússa og teikna eftir.

matrix_tuss

Þegar ég var að tússa tók ég eftir að það vantaði kaffibolla vinnudvergsins í síðasta rammanum og bætti honum því við. Ég lýsi venjulega skissurnar aðeins upp og slekk á textanum meðan ég er að tússa.

matrix_litur1

Ég lita venjulega þannig að ég fylli fyrst út litina flata þar sem ég vil hafa þá og svo bæti ég við skugga og lýsingu:

matrix_litur2

Og þá er ekkert eftir nema að leggja lokahönd á myndaræmuna með því að bæta við bakgrunnslit í ætt við Matrix og myndaræman er tilbúin:

matrix_finished

Þessi færsla birtist einnig á heimasíðu minni stefanljosbra.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband