Íslenskar myndasögur 2012

Að venju við áramót er ekki annað en að líta um öxl og skoða hvað hefur verið gefið út af íslenskum myndasögum á þessu ári (2012). Eins og hefur verið síðast liðin áratug er því miður ekki um margar myndasögur og hægt að telja myndasögurnar á fingrum annarrar handar. Ef mér hefur yfirsést einhverjar myndasögur þá mun ég glaður leiðrétta og bæta við svo endilega látið mig vita.

Nýtt íslenskt myndasögufólk lét í sér heyra á árinu með útgáfu á myndasögum. Myndasagan Næstum mennsk eftir Ísold Ellingsen Davíðsdóttir en hún og bróðir hennar, Númi Davíðsson, teiknuðu myndirnar. Bókin var gefin út af aparasscomix.

Annað nýtt fólk var Sirrý Margréti og Smári Pálmarsson, sem að gerðu og gáfu út myndasöguna Vampíra. Sirrý teiknaði myndirnar og Smári skrifaði söguna.

Hugleikur Dagsson gerði myndasöguna Opinberun sem að fjallar um viðbrögð háþróaðra geimvera við biblíunni. Okeibæ og Forlagið gáfu út bókina.

Hugleikur hélt myndasögusamkeppni fyrir Ókeypis myndasögudaginn á Íslandi eins og hann hefur gert árið áður og gaf út í kjölfarið annað tölublað af Ókeipiss.

Það komu út tvö blöð af NeóBleki á árinu. Annað var að þessu sinni allt í lit.

Jean Posocco og Froskaútgáfan gáfu út tvær franskar myndasögur í íslenskri Þýðingu, Lóa: Trúnaðarkver eftir Julien Neel og Tímaflakkarar eftir Zep, Stan og Vince. Tinna Josep þýddi báðar bækurnar.

Iðunn endurútgaf tvær Tinna-bækur: Dularfulla stjarnan og Svaðilför á Surtsey. Alls er þá búið að endurútgefa átta Tinna bækur.

Iðunn endurútgaf svo þriðju bókina í Goðheima seríu Peter Madsen og ber sú þriðja nafnið Veðmál Óðins.

Þá veit ég ekki betur en að íslensk myndasöguútgáfa árið 2012 sé upptalin og er ekki hægt að tala um annað en jákvæða þróun, sem að á vonandi eftir að halda áfram árið 2013. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband