1.12.2012 | 15:46
Nýtt tölublað íslenska myndasögublaðsins NeoBlek komið út
Betra sein en aldrei en það eru orðnar nokkrar vikur síðan að NeoBlek kom út. Í blaðinu er að finna næsta kafla í Þriðja testamentinu. Tvær nýjar myndasöguseríur eru í blaðinu Aldebran og Gátan um Jötuninn. Aldebaran eftir Leó gerist í fjarlægri framtíð, eða árið 2079 á stjörnunni Aldebaran. Stjarnan er framandi og líf hennar lítið þekkt og mannfólkið er að stíga sín fyrstu skref þar. Myndasagan Gátan um Jötuninn eftir Loisel og Mallié fjallar um Pálínu sem fer út á land til þess að læra í friði undir próf í háskólanum. Þar hittir hún Erwin sem að segir henni frá litlu fólki og álfum og eftir það tekur líf Pálínu nýja stefnu. Skvísur fá svo að skvísast pínulítið.
Ingi heldur uppi heiðri íslensku myndasagna í blaðinu með myndasögu sinni wtf!wtf!. Að lokum er viðtal við tónlistarmanninn og myndasöguáhugamanninn Megas og myndasögusafn hans skoðað. Nánari upplýsingar er að finna á www.myndasogur.is
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.