Baráttan við sinn innri Svínahund

plein-comic-im-kopf

Fyrirsögnin er tekin úr bókinni Der Comic im Kopf eða á íslensku Myndasagan í höfðinu eftir Frank Plein og hefur samskonar merkingu hjá þjóðverjum, eins og hver hefur sinn djöfull að draga hjá okkur íslendingum. Bókin kom út núna í ár og hefur undirskriftina Kreatives Erzählen in der neunten Kunst eða á íslensku Skapandi frásögn í níundu listinni, sem að vísar í það að frakkar tala um myndasögugerð sem níundu listina.

Bókin er að mörgu leiti vel heppnuð þó að margt vanti. Í bókinni er farið í hvar möguleikar myndasögurnar liggja í samanburði við skrifaðar sögur og kvikmyndir. Þema, sögusvið og bakgrunnur er í stuttu máli útskýrt. Farið er í persónur og týpur, samræður persóna, söguþráð og uppbyggingu sögu. Frá handriti yfir í myndasögu svo og myndasögur í "praxis". Þá er farið í hvernig aðferðir til þess að koma sögunni til skila í mynd og hvernig mynd og orð eru samtvinnuð.

Ég hef hugsað mér að skrifa eitt og annað um gerð myndasögu á næstu mánuðum svo að ég á eftir að fara inná margt af því sem að þessi bók fer í. Í blogg-greininni Inngangur að myndasögugerð fór ég gróflega í ferlið við gerð myndasögu. En fyrst þarf maður að komast svo langt að maður byrji á myndasögunni.

Í bókinni fer Plein í tvo þætti sem að ég hef ekki séð í öðrum bókum: að byrja að gera myndasögu og að skipuleggja hvernig maður gerir myndasögunu. Ég get talað lengi um að gera myndasögu en geri svo ekkert í málinu og þegar ég sest svo við skrifborðið og ætla að byrja stari ég á autt blaðið gerist heldur ekki mikið. Hálfri mínútu seinna man ég eftir því að ég var ekki búinn að kíkja á tölvupóstinn eða facebook eða vaska upp eða eða....

Í bókinni kallar Plein þetta kattarvandamálið: Köttur frá punkt A til punkt B. Eftir þrjú skref tökur kötturinn eftir einhverju smáatriði sem að verður að vera þefað af og rannsakað og síðan þarf að klóra sér á bakvið eyrað. Kötturinn á líklegast aldrei eftir að komast á punkt B. Þannig er því farið með flest okkar, hugmyndin í kollinum deyr stuttu eftir að hún fæddist. Við ætlum okkur að gera eitthvað en svo kemur hið daglega líf og eyðuleggur allt fyrir okkur. Sumir þekka kannski vandamálið: Þegar ég fæ hugmynd þá hef ég engan tíma og þegar ég hef tíma þá vantar mig hugmyndir.

Í bókinni Þú getur... eftir Jóhann Inga, Sæmund og Marteinn Steinar, er talað um Frestingaráráttuog ef að þú hefur vandamál við að koma draumum þínum, t.d. myndasögu í verk, þá ráðlegg ég þér að lesa kafla í þeirri bók sem að heitir Þú getur sigrast á frestunaráráttu. Og staðreyndin er sú að flestir eiga við frestunaráráttu af einhverju tagi að stríða. Ég átti lengi vel við fullkomnunaráráttu að stríða hvað myndasögur varðar. Ég settist við skrifborð mitt og byrjaði að teikna þær hugmyndir sem að ég var með í kollinum. Afraksturinn sem að var á blaðinu var hvergi nærri eins góður og þær myndir sem að voru í kollinum og eftir smá tíma gafst ég upp. Ég gerði mér svo grein fyrir því að væntingarnar til sjálfs míns væru of háar. Ég gæti ekki ætlast til þess að ég gæti teiknað myndirnar í kollinum án þess að þjálfa mig og mér varð líka ljóst að ef ég gæfi mér nægan tíma þá væri það sem ég teiknaði alls ekki langt frá því sem að í kollinum bjó. Þetta eru svo sem engin ný sannindi en æfingin skapar meistarann og það sem að ég get gert vel í dag er afrakstur mikillar æfingar á sínum tíma. Þetta hefur verið með leiðarljós síðan þá og með hverri myndasögu sem að ég geri þá verður afraksturinn betri og betri.

Í bók Pleins, setur hann fram topp 8 lista yfir því afhverju myndasagan verður aldrei að veruleika:

  • Í 1-5 sæti setur hann epísk skrif. Þeir sem að eru að eru að byrja á sinni fyrsti myndasögu ætla að gera epíska sögu í stíl við Hringadróttinssögu, Harry Potter eða Twilight. Langar og miklar sögur í stórbrotnum heimi. Slík verkefni eru fyrirfram dauðadæmd. Jafnvel myndasaga uppá 100 síður, er einfaldlega of stórt sem fyrsta myndasaga eða myndasaga númer tvö eða þrjú. Graig Thompson sem að teiknaði Blanket og Habibi byrjaði fyrst á að teikna stuttar myndasögur og það á við um alla myndasöguhöfunda sem að hafa seinna gert langar og epískar myndasögur. Svo tökum okkur of stórt verk á hendur heldur byrjum smátt og þjálfum okkur áður en við ráðumst í stærri myndasögur. 10 síðna myndasaga er alls ekki svo einfalt eins og maður heldur í fyrstu.
  • Í 6. sæti er þúsundfjalasmiðurinn. Sá sem vinnur að 7 verkefnum samtímis hefur 6 vandamál. Vandamálið er að með því að dreifa kröftum sínum á mörg verkefni í einu verður oftast til þess að ekkert þeirra verður klárað. Til að byrja með ætti maður að reyna að klára eitt verkefni, eftir því sem að tæknin og vaninn verður meiri, þá verður auðveldara að vera með fleiri járn í eldinum.
  • Í 7. sæti er árangurshóran. Það sem hann á við hér eru myndasöguhöfundar sem að eru að reyna að gera myndasögu sem að þeir halda að markaðurinn vilji lesa. Þær sögur sem verða til þannig eru oft myndasögur sem að eru eftirhermun af öðrum myndasögum, en því miður ekkert meira en það og fyrir vikið hvergi nærri eins góð og upprunalega myndasagan og hver er tilbúin að lesa slíkt? Jafnvel þó það sé "bara" verið að herma eftir öðru þá er erfitt að hvetja sjálfan sig áfram við gerð slíkrar myndasögu og eins gæti það verið að þær myndasögur sem að eru í tísku passi engan vegin við myndasöguhöfundinn. Og hver segir að það sem er í tísku í dag, verði í tísku eftir ár, þegar myndasagan er loksins búin?
  • Í 8. sæti er sá sem er að reyna gera myndasögu án þess að lesa myndasögur sjálfur. Sumir af þeim sem ætla að gera myndasögur bera sjálfir enga virðingu fyrir myndasögum.

Næst mun ég líklagast tala stutt um tímastjórnun og verkstjórnun fyrir myndasögur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán, gætirðu verið í email sambandi við mig, finn ekki e-mailið þitt hérna á síðunni og þarf að ná í þig í sambandi við þig.

mátt endilega senda mér línu á hordur@gmail.com

kv

Hörður

Hörður Sveinsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband