12.5.2012 | 15:40
Fríkeypis
Viku eftir Ókeypismyndasögudaginn á Íslandi og í Bandaríkjnum þá er Ókeypismyndasögudagurinn í Þýskalandi, Sviss og Austurríki haldinn undir nafninu Gratis Comic Tag. Þar sem ég er búsettur í Þýskalandi þá ákvað ég að kíkja á hvað í boði væri.
Þetta er í þriðja sinn sem að Ókeypismyndasögudagurinn er haldinn í Þýskalandi. Í fyrsta skipti sem að Ókeypismyndasögudagurinn var haldinn voru útgefendur og myndasöguverslanir ekki viss hvernig allt myndi fara og margir voru hræddir um að verslanirnar myndu sitja uppi með bunka af ókeypis myndasögum. Þær áhyggjur voru óþarfar og kom dagurinn mjög vel út. Ári seinna voru því flestir greinilega of öryggir með sig og var óánægja með hvernig til tókst. Þess vegna var núna í þriðja skiptið farið aðeins varlega í sakirnar. Í fyrra voru 44 ókeypis myndasögur gefnar út af 28 útgefendum (þá reyndar megi þrætta um það hvort það megi kalla alla útgefendur) en í ár var þeim fækkað niður í 30 ókeypis myndasögur gefnar út af 19 útgefenda.Flest þeirra 30 myndasagna sem að gefnar eru, líta mjög vel út og hafa alls ekki þann stimpil að þær "bara" gefnar og eiga þar flestir útgefendur hrós skilið. Þar sem hugmyndin er að vekja athygli almennings á myndasögum þá get ég ekki sagt að ég hafi verið mikið var við einhverja umfjöllun almennings fjölmiðla um daginn. Þó má finna eitthvað í blöðum og tímaritum sem að eru ætluð unglingum, sem er jú aðalmarkhópurinn.
Í Karlsruhe er í raun bara ein myndasögubúð og ég kíki þar við venjulega mánaðarlega. Þegar ég kom um ellefu leitið (búðin opnar klukkan 10 á laugardögum) þá var eitthvað af fólki í búðinni. Á þessum þremur árum sem að myndasögudagurinn hefur verið haldinn hér í Karlsruhe hafa raðirnar aldrei verið eitthvað í líkindum við það sem er á myndasögudeginum hjá Nexus. Ég veit reyndar ekki hvernig þróunin er yfir daginn. Ég nota tækifærið og versla eitthvað af þeim myndasögum sem að eru nýútkomnar. Að þessu sinni þá mátti velja sex myndasögur af þeim þrjátíu, sem er gott mál því síðast voru það bara þrjár af 44. Ég valdi eftirfarandi myndasögur: Fräulein Rühr-Mich-Nicht-An: Die Jungfrau im Freudenhaus (ísl. Fröken Snertu-Mig-Ekki: Ungfrúin í gleðihúsinu) eftir Hubert & Kerascoät, Die Katze des Rabbiners (ísl. Köttur Rabínsins) eftir Joann Sfar, Wave and Smile (ísl. Vinkað og brosað) eftir Arne Jysch, Blue Evolution volume 3 (ísl. Bláþróunin bindi 3) eftir Sebastian Schwarzbold og Marian Kretschmer, Piratengold (ísl. Sjóræningjagull) eftir Stephan Probst, Elbe-Billy, Sebastian Dietz, Steff Murschetz og Patrick Wagner, Whoa! Comics (ísl. Váh myndasögur) eftir Henning Mehrtens og Christopher Kloiber.
Aðeins tvær myndasögur ekki eftir þjóðverja.
Annars er ekki úr vegi að nefna íslenska framlagið til ókeypis myndasögudagsins 2012 síðasta laugardag: Ókeypiss nr. 2 sem fyrir tilstilli Hugleiks Dagsonar var gefið á ókeipis myndasögudaginn annað árið í röð. Eins og í fyrra þá var haldinn myndasögusamkeppni og bestu myndasögurnar voru birtar í blaðinu.
Og svo að lokum ein ókeypis myndasaga eftir Michael Feldmann:
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.