Að fá eitthvað frítt

Viku eftir ókeypis myndasögu daginn á Íslandi, er ókeypis myndasögudagur í Þýskalandi. Ég brá því í myndasögubúðina hér í Karlsruhe til að næla mér í eitthvað af því sem í boði var.

Yfirleit er það nú þannig að ekkert er ókeypis. Venjulega þá hangir eitthvað á spýtunni, t.d. þú færð fyrstu þrá mánuðina fría af áskrift af einhverju en áskriftin gildir í tvö ár. Þetta á að sjálfsögðu líka við um ókeypis myndasögur þó að það fylgi því engin skilyrði að næla sér í ókeypis myndasögu. Hugmyndin að baki ókeypis myndasögu dagsins er sú að fá fólk sem venjulega les ekki myndasögur til þess að lesa myndasögur og þannig kannski fá áhuga á myndasögum og kaupa myndasögur. Fyrir þá sem lesa myndasögur er hugmyndin að kynna fyrir þeim nýjar myndasögur sem að þeir myndu annars ekki prófa að lesa og ef allt gengur eftir þá kaupa þeir áframhaldandi myndasögur í þeirri seríu.

Þetta er annað árið í röð sem að ókeypis myndasögudagurinn er haldinn í Þýskalandi, þar sem þýskir útgefendur taka þátt. Að þessu sinni voru 44 titlar í boði frá eitthvað um 30 útgefendum. Í myndasögubúðinni sem ég fór fékk maður að velja 3 ókeypis myndasögur. Ég get ekki sagt að valið hafi verið auðvelt og ég að vissu leiti fannst mér það synd að fá ekki að taka 2-3 fleiri eintök til að prófa (að sjálfsögðu væri ég til að lesa allar myndasögurnar en slíkt var að sjálfsögðu ekki í boði), þar sem að mund fleiri myndasögur vöktu áhuga minn. Ég endaði á því að taka myndasögurnar Colden City (Gullborgin) eftir Pecqueur, Malfin Schell og Rosa, Die Legende: Der Drachenritter (Þjóðsögnin: Drekariddarinn) eftir Ange og Varanda, og svo Die Müllers (Müller Fjölskyldan) eftir Seron.

Cover_Golden_City

Úrval þeirra 44 titla sem í boði voru, var nokkuð gott. Það var eitthvað fyrir krakka, unglinga og fullorðna, stelpur og stráka. Bandarískar ofurhetju myndasögur, manga og frankó-belgískar myndasögur. Ævintýri, rómantík, húmor, hrollvekja og sakamálasögur.

Ég get ekki sagt að verslunin hér í Karlsruhe geri mikið út á þennan dag. Verslanir í mörgum öðrum borgum gera meira út deginum með því t.d. að fá myndasöguteiknara og höfunda til þess að árita myndasögur sínar, aukaleg tilboð og sýninga svo að eitthvað sé nefnt. Einnig hef ég ekki orðið var við mikla umfjöllun í dagblöðum hér í Karlsruhe. Engu að síður þá virtist fólk vita af þessu. Ég fer venjulega einu sinni í mánuði í búðina til að kíkja hvaða myndasögur hafa komið út og venjulega er ég á laugardagsmorgni og er þá venjulega ekki mikið um manninn, hægt að telja kúnnanna á fingrum einnar handar. Í gær var þó talsvert af fólki á svipuðum tíma og ég er venjulega, ég myndi giska á ca. 30 manns.

Jæja, það er best að lesa þeir myndasögur sem að ég fékk fríar og sjá hvort að þær vekja áhuga hjá mér sem verður til þess að ég muni kaupa fleiri bækur í seríunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband