Andspænis Don Rosa

DonRosaÍ október var einn af þekktari Andabæjarteiknari síðari tíma, Don Rosa, á ferð í Þýskalandi. Hann kom í tengslum við bókasýninguna í Frankfurt 5-8. október og lagði síðan land undir fót næstu vikuna og stoppaði við í nokkrum þýskum borgum til þess að árita og meðal annars gerði hann stutt stopp hér í Karlsruhe. Það var á miðvikudegi, 13. október milli klukkan 14 og 18 sem að hann var í myndasögubúðinni Terminal 3. Þar sem að ég var á fundi frá klukkan 13:30 til 15:00 færði ég hádegishléið mitt til klukkan 15, til þess að nýta mér að hitta kappann.

Don Rosa er sá teiknari sem að ég líklegast tók eftir án þess að átta mig á því. Þar sem að ég var búinn að vera áskrifandi af Andrés Önd frá upphafi útgáfu hans á íslensku, las ég vikulega sögurnar um Andrés og sögur hans báru af. Teiknistíllinn var nákvæmur og mikið um viðbótarupplýsingar í bakgrunni og sögurnar áhugaverðar og vel sagðar. Þegar ég sá að Don Rosa myndi vera á bókarsýningunni í Frankfurt, hugsaði ég með mér að yrði að gera mér ferð þangað þó að tíminn hentaði mér ekki vel. Þegar ég sá svo að hann yrði í Karlsruhe, var mér létt, þar sem að ég átti þá auðveldara með að hitta hann og röðin yrði eitthvað minni.

Þegar ég kom í búðina var komin talsverð röð. Fólk á öllum aldri var í röðinni þó að flestir hafi líklegast verið á milli 25-30 ára. Don Rosa var í fínu skapi og tók sér tíma fyrir hvern og einn og hver og einn fékk eina teikningu af einhverri persónu að eigin vali og sumir létu mynda sig með honum. Ég keypti tvær bækur, eina um ævi Jóakims og aðra úrval myndasagna eftir Don Rosa.

Þegar röðin var kominn að mér var ég örugglega búinn að bíða í klukkutíma. Ég lét hann teikna í Ævisögu Jóakims þar sem að ég ætlaði að gefa systur minni hana í afmælisgjöf nokkrum vikum seinna. Hann spurði mig hvaða persónu og ég bað hann um Andrésínu. Hann horfði á mig forviða og spurði hvort að mér væri alvara. Ég útskýrði fyrir honum að þetta væri gjöf handa systur minni og þess vegna fyndist mér Andrésína passa. Hann svaraði hneykslaður að það myndi eyðileggja bókina að teikna hana, hann gæti teiknað hana í hina bókina sem ég var með, það væri allt í lagi að eyðileggja hana, en þessi bók um ævisögu Jóakims væri svo fín að það væri algjört skemmdaverk að teikna Andrésínu í hana og þar að auki kæmi hún ekki einu sinni fyrir í allri bókinni!

Hann lét að lokum til leiðast og teiknaði Andrésínu, sem var þó grimm á svipinn. Líklegast þar sem að hún á ekki heima í bókinni að hans mati. Hina bókina áritaði hann síðan.

Joakim-AealoendNúna fyrir jólin er Edda útgáfa að gefa út þessa bók, Jóakim Aðalönd - ævi og störf, eftir Don Rosa í íslenskri þýðingu. Og mæli ég með henni fyrir alla þá sem hafa áhuga á að lesa góðar myndasögur. Sögurnar byggja á því sem að hafði komið fram í sögum Charlies Barks, en hann lagði grunninn að Andarbæ og þeim heimi sem að Andrés Önd og félagar lifa í (sjá grein mína Andrés Önd 75 ára).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband