Maðurinn sem að fann upp reiðhjólið

29. apríl næstkomandi eru 225 ár síðan að sá sem fann upp reiðhjólið fæddist. Karl Friedrich Freiherr Drais frá Sauerbronn leit 29. apríl 1785 fyrst dagsins ljós. Það voru náttúruhamfarir eins og nú sem að urðu til þess að reiðhjólið varð til. Árið 1816 var ár án sumars þar sem að öskuský frá eldfjall í Indónesíu lagðist yfir Evrópu. Þetta leiddi til hungursneiðar þar sem fólk og húsdýr, þar með taldir hestar, urðu dauðanum að bráð. Drais hafði þegar búið til fjórhjóla farartæki sem að fólk knúði farartækið áfram með fótunum. Árið 1916 endurbætti hann þessa hönnun sína í tvíhól. Þann 12. júní 1817 sýndi Drais opinberlega hvernig hlaupahólið virkaði, þegar hann fór frá höllinni í Mannheim til Karlsruhe á hjóli sínu.

Drais á hlaupahjóli sínu

Ekki var samtímafólk Drais á því að þessi uppfinning hans yrði til mikilla nota í samkeppninni við hestinn en var þó í upphafi vinsæl en svo dróg úr vinsældunum. Reiðhjólið, í sinni endurbættu mynd, verður þó að teljast með mest notuðu uppfinningum í dag. Á ári eru um 100 milljónir reiðhjóla framleidd í heiminum. 

Fæðingarstaður Drais, bærinn Sauerbronn, telst til Karlsruhe í Þýskalandi og er nú í ár haldið uppá þessi 225 ár frá fæðingu Drais sem er talinn einn af mikilvægustu sonum Karlruhe. Það var þó ekki þannig meðan að Drais var á lífi. Hann var almennt kallaður "ruglaði baróninn" og hefðarfólkið og menntasnobbistar kölluðu hann hálffífl og vildu sem minnst af honum vita. Fjölskylda hans skammaðist sín fyrir hann og árið 1851 lést hann í Karlsruhe. Hann var ávalt með nýjar hugmyndir og alltaf að bjástra við eitthvað. Hann endurbætti reikningaprentvél, fann upp ritvél, eldavél, sparnaðarofn, hringsjá og þróaði aðferð til þess að leysa rætur jöfnu af hvaða gráðu sem er, svo að eitthvað sé nefnt.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband