Sunnudagur, 2. maí 2010
Avatar: Galdrar markaðssetningar?
Eitt er víst að James Cameron hefur stimplað sig all rækilega inní kvikmyndasöguna og sýnir það með mynd sinni Avatar að hann kann að gera myndir sem að almenningur hefur gaman af. Á meðan að myndin var sýnd þá sló hún öll sölumet þó að nær enginn fjölmiðill sem birti þær fréttir hafði fyrir því að benda á það að miðinn sem að fólk væri að kaupa á Avatar væri talsvert dýrari en sá miði sem að aðrar stórmyndir voru að selja sína miða, þ.e.a.s. að miði fyrir þrívíddar sýningu er talsvert dýrari en miða á venjulega tvívíddar sýningu. Snjöll markaðsetning og kannski má segja óvirkir fjölmiðlar.
Tengd frétt segir að Avatar myndin hafi slegið sölumet í samanlagðri sölu á Blue-ray og DVD-mynddiskum og VHS-myndsnældum. Ég veit ekki hvaðan þessi frétt er sem að mbl.is styðst við en sala Avatar á mynddiskum hefur ekki verið jafn glæsileg og sala í kvikmyndahúsum. Eftir mjög góða byrjun þá dróg salan verulega saman en þó eftir sölu fyrstu vikuna trónir Avatar á topnum yfir sölu eintaka á Blue-ray, nokkuð örugglega á undan The Dark Knight. Hins vegar í samanlagðri sölu á Blue-ray og DVD mynddiskum þá er Avatar "einungis" í 7. sæti yfir seld eintök. Það er samt enginn fjölmiðill að nefna það. Klók markaðssetning eða slappir fjölmiðlar?
Sú mynd sem að hefur selt flest eintök er myndin Finding Nemo og í öðru sæti er myndin The Dark Knight en líklegast teljast það engar fréttir.
Avatar heldur áfram að slá met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.