Færsluflokkur: Menning og listir
Sunnudagur, 2. maí 2010
Avatar: Galdrar markaðssetningar?
Eitt er víst að James Cameron hefur stimplað sig all rækilega inní kvikmyndasöguna og sýnir það með mynd sinni Avatar að hann kann að gera myndir sem að almenningur hefur gaman af. Á meðan að myndin var sýnd þá sló hún öll sölumet þó að nær enginn fjölmiðill sem birti þær fréttir hafði fyrir því að benda á það að miðinn sem að fólk væri að kaupa á Avatar væri talsvert dýrari en sá miði sem að aðrar stórmyndir voru að selja sína miða, þ.e.a.s. að miði fyrir þrívíddar sýningu er talsvert dýrari en miða á venjulega tvívíddar sýningu. Snjöll markaðsetning og kannski má segja óvirkir fjölmiðlar.
Tengd frétt segir að Avatar myndin hafi slegið sölumet í samanlagðri sölu á Blue-ray og DVD-mynddiskum og VHS-myndsnældum. Ég veit ekki hvaðan þessi frétt er sem að mbl.is styðst við en sala Avatar á mynddiskum hefur ekki verið jafn glæsileg og sala í kvikmyndahúsum. Eftir mjög góða byrjun þá dróg salan verulega saman en þó eftir sölu fyrstu vikuna trónir Avatar á topnum yfir sölu eintaka á Blue-ray, nokkuð örugglega á undan The Dark Knight. Hins vegar í samanlagðri sölu á Blue-ray og DVD mynddiskum þá er Avatar "einungis" í 7. sæti yfir seld eintök. Það er samt enginn fjölmiðill að nefna það. Klók markaðssetning eða slappir fjölmiðlar?
Sú mynd sem að hefur selt flest eintök er myndin Finding Nemo og í öðru sæti er myndin The Dark Knight en líklegast teljast það engar fréttir.
Avatar heldur áfram að slá met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Maðurinn sem að fann upp reiðhjólið
29. apríl næstkomandi eru 225 ár síðan að sá sem fann upp reiðhjólið fæddist. Karl Friedrich Freiherr Drais frá Sauerbronn leit 29. apríl 1785 fyrst dagsins ljós. Það voru náttúruhamfarir eins og nú sem að urðu til þess að reiðhjólið varð til. Árið 1816 var ár án sumars þar sem að öskuský frá eldfjall í Indónesíu lagðist yfir Evrópu. Þetta leiddi til hungursneiðar þar sem fólk og húsdýr, þar með taldir hestar, urðu dauðanum að bráð. Drais hafði þegar búið til fjórhjóla farartæki sem að fólk knúði farartækið áfram með fótunum. Árið 1916 endurbætti hann þessa hönnun sína í tvíhól. Þann 12. júní 1817 sýndi Drais opinberlega hvernig hlaupahólið virkaði, þegar hann fór frá höllinni í Mannheim til Karlsruhe á hjóli sínu.
Ekki var samtímafólk Drais á því að þessi uppfinning hans yrði til mikilla nota í samkeppninni við hestinn en var þó í upphafi vinsæl en svo dróg úr vinsældunum. Reiðhjólið, í sinni endurbættu mynd, verður þó að teljast með mest notuðu uppfinningum í dag. Á ári eru um 100 milljónir reiðhjóla framleidd í heiminum.
Fæðingarstaður Drais, bærinn Sauerbronn, telst til Karlsruhe í Þýskalandi og er nú í ár haldið uppá þessi 225 ár frá fæðingu Drais sem er talinn einn af mikilvægustu sonum Karlruhe. Það var þó ekki þannig meðan að Drais var á lífi. Hann var almennt kallaður "ruglaði baróninn" og hefðarfólkið og menntasnobbistar kölluðu hann hálffífl og vildu sem minnst af honum vita. Fjölskylda hans skammaðist sín fyrir hann og árið 1851 lést hann í Karlsruhe. Hann var ávalt með nýjar hugmyndir og alltaf að bjástra við eitthvað. Hann endurbætti reikningaprentvél, fann upp ritvél, eldavél, sparnaðarofn, hringsjá og þróaði aðferð til þess að leysa rætur jöfnu af hvaða gráðu sem er, svo að eitthvað sé nefnt.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)