Ókeypis kökur eða myndasögur?

Þeir sem fylgjast með vita að í dag er Ókeypis myndasögudagurinn á Íslandi og einnig í Bandaríkjunum. Það er dagurinn þar sem að fólk getur farið í Nexus og fengið myndasögur frítt! Eitthvað sem að fólk ætti endilega að nýta sér. Hér er lógóið fyrir daginn:

fcbd

Hugmyndin á bakvið Ókeypis myndasögudaginn er að gefa fólki sem að almennt les ekki myndasögur, að kynnast myndasögum. Stórt skref í þá átt er bara að fá fólk í búðina, þar sem myndasögur eru seldar. Í Bandaríkjunum hafa þó sumar myndasögubúðir notað aðrar aðferðir í tilraun sinni til þess að fá fólk í búðina sína:

fccd-283x300

Ókeypis súkkulaði kökudagurinn 2012 (og reyndar ekki einn dagur heldur þrír dagar!). Og á heimasíðu þeirra hafa þeir skrifað eftirfarandi:

"Við viljum bjóða uppá eitthvað meira en slappar ayglýsingar um ókeypis myndasögur. Við bjóðum uppá mat og afslátt! 7. maí 2011 var fyrsti árlegi ókeypis súkkulaðiköku dagurinn. Það er rétt, leiðin að hjarta safnarans er í gegnum maga hans. Og til að bæta gamanið þá bjóðum við 25% afslátt af öllum vörum...."

Það er ekki að sjá að þeir taki þátt í ókeypis myndasögu deginum og því reyna þeir að laða fólk að með fríum súkkulaðikökum. Hvort ætli laði meira að ókeypis myndasögur eða ókeypis súkkulaði kökur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband